Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
Augnhvílan getur minnkað þreytu í augum,
hvarmabólgu og haft jákvæð áhrif á augnþurrk,
vogris, rósroða í hvörmum/augnlokum og
vanstarfsemi í fitukirtlum.
Fæst í helstu apótekum og
Eyesland gleraugnaverslunum
Dekraðuaugun
Augnhvílan er auðveld í
notkun, hún er einfaldlega
hituð í 30 sekúndur í
örbylgjuofni og lögð
yfir augun í 10 mínútur.
Í bókinni Spegli fyrir
skuggabaldur vitnar dr.
Ólína Kjerúlf Þorvarð-
ardóttir af velþóknun í
sjónvarpsþátt frá 18.
mars 2007 um að Bjarni
Benediktsson, þáv.
utanríkisráðherra, hafi
undir lok fimmta ára-
tugarins „lagt stein í
götu“ útgáfu bóka Hall-
dórs Laxness í Banda-
ríkjunum. Þá vitnar hún í Kastljós
sjónvarpsins frá 2010 um að bækur
Laxness hafi hætt að seljast í Banda-
ríkjunum „laust eftir miðbik síðustu
aldar, vegna þess að Bjarni Bene-
diktsson hefði gengið á fund sendi-
herra Bandaríkjanna í Reykjavík og
leitast þar við að „eyðileggja mann-
orð“ Halldórs í Bandaríkjunum.
Ástæðan hafi verið óánægja íslenskra
ráðamanna með bók skáldsins At-
ómstöðina, sem kom út 1948.“ (153)
Bókin lýsir vandræðum dr. Ólínu
við að fá fast starf hjá íslenska ríkinu.
Höfnun á henni sanni spillt stjórn-
arfar í landinu. Spillingin hafi svo
einnig birst þegar Þorvaldur Gylfa-
son prófessor varð ekki ritstjóri nor-
ræns tímarits um efnahagsmál þrátt
fyrir sniðgöngu við ráðningarreglur.
Dr. Ólína segir:
„Í máli Halldórs Lax-
ness sem reifað er hér
framar var Bjarni
Benediktsson eldri í
hlutverki geranda, en í
máli Þorvaldar Gylfa-
sonar var það nafni
hans Bjarni Benedikts-
son yngri. Náfrændur
og flokksbræður, af-
sprengi ólíkra tíma en
sömu stjórnmálahefðar
sem þróast hefur í ár-
anna rás innan Sjálf-
stæðisflokksins – valdaflokksins.“
(227)
Kjarni samsæriskenningar dr.
Ólínu er reistur á pólitískri og per-
sónulegri óvild hennar í garð frænda
og flokks, þar eru skjalfest gögn og
málefnaleg rök höfð að engu.
Morgunblaðið birti tvö bandarísk
skeyti með grein dr. Ólínu í blaðinu
20. nóvember. Þau áttu að sanna rétt-
mæti orða hennar. Blaðið sagði hins
vegar í forystugrein 22. nóvember:
„Ólína grípur til þess bragðs að slá
saman efni skeytanna til þess að fá
sína útkomu um hlutverk Bjarna
[Benediktssonar], sem varð síðar rit-
stjóri Morgunblaðsins. Ólína segir í
grein sinni að frumheimildirnar tali
sínu máli. Þær segja bara ekki það
sama og hún heldur fram.“
Halldór Guðmundsson segir í
Morgunblaðsgrein 25. nóvember að
skjöl sem hann skoðaði við ritun ævi-
sögu Laxness segi ekkert um að af-
skipti íslenskra yfirvalda hafi haft
áhrif á útgáfu bóka Halldórs Laxness
í Bandaríkjunum, mönnum sé hins
vegar „frjálst að draga sínar álykt-
anir“.
Í lok greinarinnar gerir Halldór
Guðmundsson því skóna að einhverjir
forðist að „horfast í augu við fram-
göngu íslenskra stjórnvalda“ í lok
fimmta áratugarins og reyni frekar
að „að fegra hana eftir okkar póli-
tísku hentisemi“.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
ævisöguhöfundur Laxness, áréttar í
Morgunblaðsgrein 27. nóvember að
íslenskum yfirvöldum bar á þessum
árum að beita ströngum reglum
vegna gjaldeyrishafta og skatta-
reglna, náði það til Laxness eins og
annarra.
Að íslenskir ráðamenn framfylgdu
íslenskum gjaldeyrislögum gagnvart
Halldóri Laxness fellur ekki að póli-
tískri hentisemi þeirra sem vilja ræða
allt annað. Hörð átök voru milli lýð-
ræðissinna og kommúnista hér á
landi, þarf engin bandarísk sendi-
ráðsskjöl til að upplýsa það. Frásagn-
ir sendimanna endurspegla oft von
um frama vegna afstöðu móttakand-
ans.
Bandarískur fræðimaður, Chay
Lemoine, rannsakaði útgáfusögu
Laxness í Bandaríkjunum. Um 1950
var bandaríska þjóðin, að hans sögn,
haldin svo miklum og almennum ótta
við „rauðu hættuna“ að ekki þurfti
Joe McCarthy, drykkfelldan öld-
ungadeildarþingmann, til að hvetja til
aðgerða gegn henni.
The New York Times birti 28.
október 1955 forsíðufrétt um að Lax-
ness hefði fengið Nóbelsverðlaunin.
Þar er stjórnmálaskoðunum hans lýst
og hann sagður „ríkur, hræsnisfullur,
and-bandarískur og vinstrisinni“. Þá
vitnar blaðið í trausta heimildarmenn
sem segi að þrátt fyrir andstöðu
sumra í sænsku akademíunni við
stjórnmálaskoðanir Laxness hafi ver-
ið „ákveðið að veita honum verðlaun-
in í ár, einungis vegna minni spennu í
samskiptum austurs og vesturs“.
Að íslensk stjórnvöld hafi stjórnað
bókaútgáfu í Bandaríkjunum, afstöðu
þeirra sem gættu þar þjóðaröryggis
eða fréttaskrifum The New York
Times er hrein firra.
Almenn lögmál bókaútgáfu ráða
niðurstöðu frjálsra ályktana um út-
gáfu á bókum Halldórs Laxness í
Bandaríkjunum. Fyrir liggur að
bandarískur útgefandi Laxness,
Alfred A. Knopf, var einlægur
kapítalisti. Hann gaf út bækur teldi
hann þær gefa eitthvað í aðra hönd.
Stjórnmálaskoðanir höfunda skiptu
hann engu. Knopf bar fyrir sig að
hann hefði engan lesanda á norræn
tungumál þegar hann var spurður um
Laxness.
Lýsing Laxness sjálfs á örlögum
þýðandans á Sjálfstæðu fólki á
fimmta áratugnum er til marks um
hve erfitt var að snúa bókinni á
ensku. Undir lok sjötta áratugarins
komst þó skriður á enskar þýðingar á
verkum Laxness vegna dugnaðar og
íslenskukunnáttu Magnúsar Magn-
ússonar, sjónvarpsmanns í Bretlandi.
Hann þýddi t.d. Atómstöðina. Hún
kom út á Englandi árið 1961 og árið
1982 í Bandaríkjunum.
Minning þeirra sem koma hér við
sögu á annað skilið en málflutning dr.
Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.
Ómaklegt er að hún geri Halldór
Laxness að fórnarlambi til að upp-
hefja sjálfa sig.
Lögmál bókaútgáfu og Laxness
Eftir Björn
Bjarnason » Almenn lögmál
bókaútgáfu ráða
niðurstöðu frjálsra
ályktana um útgáfu á
bókum Halldórs Lax-
ness í Bandaríkjunum.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra
Á streymisfundi
borgaryfirvalda mið-
vikudaginn 18. nóv-
ember sl. svaraði for-
seti borgarstjórnar
m.a. spurningu frá
Samtökum um betri
byggð, sem hljóðaði
svo:
„Margir borgar-
fulltrúar meirihlutans
hafa sagt við okkur að
tillögur Samtaka um betri byggð
varðandi Aðalskipulag Reykjavíkur
séu faglega séð bestar en pólitískt
séð óframkvæmanlegar, a.m.k. sem
stendur. Ert þú sammála þessum
pólitíkusum?“
Svar forsetans var efnislega á þá
leið að stefna Samtaka um betri
byggð væri best og þjóðhagslega
arðsömust en það væri mat hans og
borgarstjórnar meirihlutans að það
borgaði sig ekki að „fara þetta á
hnefanum“ vegna þess að ríkið væri
svo öflugur andstæðingur!
Samtök um betri byggð hafa í fór-
um sínum meirihlutasáttmála núver-
andi borgarstjórnar þar sem opnað
er á keimlíka samninga við ríkið og
nú liggja fyrir varðandi skipulags-
og samgöngumál á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta ákvæði var ekki í
samstarfssáttmála meirihlutans í
borginni 2014-2018 og er því aug-
ljóst að ákvæðið er þarna að frum-
kvæði Viðreisnar! E.t.v. er rökrétt
hjá Viðreisn að heimta þetta inn í
sáttmálann enda standa þeir næst
Sjálfstæðisflokknum og eru í mikilli
baráttu við hann um atkvæði Reyk-
víkinga og í Sjálfstæðisflokknum eru
margir hlynntir flugvellinum í
Vatnsmýri.
Það er e.t.v. mannlegt að haga sér
svona í pólitík en stórmannlegt er
það ekki! Meirihlutaflokkarnir í
Reykjavík hafa ekkert pólitískt um-
boð til að koma svona aftan að Reyk-
víkingum enda nefndi enginn þeirra
þetta í kosningabaráttunni 2018.
Samtök um betri byggð hafa aftur
á móti fullt umboð frá borgarbúum
enda píndu samtökin fram kosning-
ar um flugvallarmálið 2001. Sam-
tökin voru langöflugust í þeirri kosn-
ingabaráttu. Og þau unnu. Flug-
völlurinn færi ekki síðar en 2016.
Pólitíkusarnir í meirihlutanum í
Reykjavík hafa verið
að setja á svið pólitískt
leikrit og látið sem þeir
hafi nauðugir viljugir
gengið til samninga við
ríkið í skipulags- og
samgöngumálum en
verið til í það allan tím-
ann!
Nú er afsökunin sú
þegar kemur að gerð
nýs flugvallar í Hvassa-
hrauni að það taki ca.
10 ár í viðbót að rann-
saka veðrið á svæðinu! Fáir trúa
svona vitleysu og veðurfræðingur
sem við þekkjum telur þetta af og
frá!
Annarri vitleysu er haldið fram,
þeirri að ekki sé unnt að nota nýtt
umferðarspáforrit borgarinnar til að
bera saman skipulagsvalkost Sam-
taka um betri byggð og skipulags-
valkost borgarstjórnarstjórnar-
meirihlutans varðandi breytingar á
Aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040
vegna „tæknilegra örðugleika“. Ef
rétt reynist hefur borgin keypt kött-
inn í sekknum þegar hún keypti um-
ferðarspáforritið!
Helstu kosti skipulagstillögu
Samtaka um betri byggð (BB), NÝ
MIÐBORG í Vatnsmýri, má einkum
rekja til þess að Vatnsmýri er lang-
besta mannvistar- og byggingar-
svæðið í borginni og á höfuðborgar-
svæðinu vegna staðsetningar, víð-
áttu, flatlendis, jarðvegsdýptar,
hæðarlegu, skjóls fyrir norðanáttum
o.s.frv.
Verðmæti byggingarlandsins er
a.m.k. 300 milljarðar (ma.) kr. og
fórnarkostnaður vegna flugvallar
þar á hverju 20 ára tímabili sömu-
leiðis a.m.k. 300 ma. (a.m.k. 5% nei-
kvæðir vextir á ári, sem er fórnar-
kostnaður vegna glataðra tækifæra
og tjóns á sviði lýðheilsu, samfélags,
menningar og reksturs borgar, at-
vinnuvega og heimila).
Með því að leggja niður flugvöll-
inn fær samfélagið aðgang að fjár-
magni sem nægir til að greiða fyrir
veitur og innra og ytra gatnakerfi
nýrrar miðborgar, lækka útsvar og
aðrar álögur, byggja nýjan innan-
landsflugvöll og bora nokkur jarð-
göng á landsbyggðinni. Grunnkostn-
aður við byggð í Vatnsmýri er því
miklu minni en engin. Áætlaður
kostnaður við Borgarlínu er 70 millj-
arðar kr.
Nýsköpun og jákvæð samlegðar-
áhrif af nábýli og samskiptum eldri
og nýrra hátæknistofnana og fyrir-
tækja við iðandi mannlíf eru hvergi
möguleg á HBS nema í nýrri mið-
borg í Vatnsmýri. Þau verða óhjá-
kvæmilega mjög mikil: Fjórða iðn-
byltingin.
Í nýrri miðborg með 60.000 íbúum
eða 25.000 fjölskyldum minnkar þörf
fyrir einkabíla um allt að 25.000 og í
aðliggjandi hverfum á Nesinu um
allt að 20.000 einkabíla því BB gera
ráð fyrir a.m.k. 40.000 íbúum austan
Kringlumýrarbrautar og vestan
Elliðaáa. Pendlun (inn- og útakstur
milli nýrrar miðborgar og úthverfa)
minnkar. Strætó fær aukið rými.
Mengun og losun CO2 minnka.
Þegar flugvöllur fer úr Vatnsmýri
hverfa allar takmarkanir á hæð húsa
á Nesinu fyrir vestan Elliðaár (nú 45
m yfir flugbrautum í 14 m hæð yfir
sjó) og skipulagsforsendur gjör-
breytast. Líklega verður byggð á
Nesinu verulega hærri og þéttari en
rakið er hér. Svipuð áhrif nást með
afnámi heimildar til blindaðflugs að
NS-flugbraut.
A.m.k. 40.000 nýjum borgarbúum
og a.m.k. 20.000 íbúum í aðliggjandi
hverfum í 101, 103, 107 og 170 gefst
kostur á að búa á langbesta stað í og
við Vatnsmýri, gamla miðbæinn og
víðtæka þjónustu, við kjöraðstæður
fyrir göngur, hjólreiðar og strætó í
nýrri miðborg.
Nú þurfa Reykvíkingar fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar að
efna til nýs Reykjavíkurframboðs
eða annars stjórnmálaafls á borgar-
grunni, sem gæti gjörbreytt gæfu og
framtíð Reykvíkinga til hins betra.
Eftir Gunnar H.
Gunnarsson
»Margir borgarfull-
trúar segja að til-
lögur Samtaka um betri
byggð varðandi Aðal-
skipulag Reykjavíkur
séu faglega séð bestar
en pólitískt ófram-
kvæmanlegar
Gunnar H. Gunnarsson
Höfundur er verkfræðingur í
framkvæmdastjórn Samtaka um
betri byggð.
gunnarhjortur@hotmail.com
Forseti borgarstjórnar
kemur út úr skápnum
Allt um sjávarútveg