Morgunblaðið - 03.12.2020, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
✝ MagnúsÁgústsson
fæddist 8. sept-
ember 1927. Hann
lést 12. nóvember
2020.
Hann var sonur
hjónanna Ágústs
Pálmasonar og
Sigríðar Jóns-
dóttur.
Magnús fæddist
á Vonarlandi við
Sogaveg. Fluttist svo austur í
Flóa að Rútstaða-Suðurkoti og
síðar Skúfslæk. Síðar fluttist
fjölskyldan til Hafnarfjarðar.
Magnús var yngstur níu
systkina en tvö þeirra létust
ung.
Þann 12. desember 1955
kvæntist hann Valgerði Axels-
dóttur en hún lést árið 2000.
eina dóttur og Þórunn einn
son.
Ingibjörg Ágústa Magn-
úsdóttir, gift Guðjóni Arn-
björnssyni og eiga þau fjóra
syni.
Auðbergur Már Magnússon,
kvæntur Edith Þórðardóttur
og eiga þau tvo syni.
Sigurður Marel Magnússon,
kvæntur Helmu Gunn-
arsdóttur og eiga þau fimm
börn.
Alls eru afkomendur Magn-
úsar og Valgerðar orðnir yfir
50 talsins.
Magnús lærði í Flensborg-
arskóla 1940-1943. Hann vann
sem loftskeytamaður hjá Flug-
málastjórn 1946-1947, sem
loftskeytamaður hjá Lands-
símanum 1947-1954, siglinga-
fræðingur og fluglofts-
keytamaður hjá Loftleiðum
1954-1973 og sem flugumsjón-
armaður hjá Icelandair 1973-
1994 þegar hann lét af störf-
um vegna aldurs.
Útför Magnúsar fór fram
24. nóvember 2020.
Síðar kynntist
hann Kömmu Rósu
Jónasdóttur Karls-
son og bjuggu þau
saman, en hún lést
árið 2019.
Magnús og Val-
gerður byggðu sér
heimili að Hring-
braut 69 í Hafnar-
firði þar sem þau
áttu heima lengst
af.
Börn þeirra eru:
Axel Magnússon, kvæntur
Inger Petersen og eiga þau
þrjú börn. Axel var kvæntur
Benediktu Gísladóttur og áttu
þau þrjú börn.
Magnús Valur Magnússon,
kvæntur Þórunni Kolbeins
Matthíasdóttur og eiga þau
tvo syni. Fyrir átti Magnús
Maggi föðurbróðir er fallinn
frá, yngstur í hópi níu systkina.
Ásgrímur faðir minn var elstur
og voru rúm 20 ár á milli þeirra
bræðra. Þrátt fyrir aldursmun-
inn voru þeir bræður ágætir fé-
lagar. Áhugi á sviði fjarskipta
sýnir sig í að þeir sem og þriðji
bróðirinn, Jón Páll, störfuðu allir
hluta starfsævinnar hjá Land-
símanum. Fjórði bróðirinn var
Pálmi Helgi og voru þeir bræður
allir söngelskir og ágætir skák-
menn. Mikil eindrægni ríkti í
fjölskyldunni og um tíma bjuggu
systkinin, Pálmi, Sirrý, Gunna,
Jón og Maggi, með móður sinni
og fjölskyldum, öll í sama húsinu
á Hringbraut 69, Hafnarfirði.
Maggi var alla tíð í miklu dá-
læti hjá okkur fjórum systrum.
Fyrstu minningar mínar af hon-
um tengjast jólunum. Mörg ár
kom hann ungur maður í fylgd
vinar síns á aðfangadag í Litla-
hvamm með jólagjafir frá öllu
frændfólkinu og tók við pökkum
sem færa skyldi frændsystkinun-
um í Firðinum frá okkur. Um jól-
in var farið í jólaboð til ömmu
Sigríðar og frændfólksins í Hafn-
arfirði. Fyrst man ég eftir heim-
sókn og piparkökukörlum á
Holtsgötunni en eftirminnilegust
eru jólaboðin í fjölskylduhúsinu á
Hringbraut. Þar fengum við
höfðinglegar móttökur og allt
frændfólkið samankomið. Ekki
er á neinn hallað þótt fullyrt sé
að Maggi föðurbróðir hafi haldið
uppi fjörinu. Hann stjórnaði
spilamennskunni því engin jól
voru nema sest væri í kringum
spilaborðið. Fyrstu árin var spil-
að púkk, allir fengu spilapeninga
og lærðu að klæða og púkka og
Maggi gætti bankans. Síðar
kenndi Maggi öllum að spila can-
asta með tvöföldum spilastokk.
Mikil gleði varð hjá mömmu
og pabba þegar fréttist að Maggi
hefði trúlofast Völu, frænku okk-
ar. Ungu hjónin stofnuðu heimili
sitt í sambúð við þær mæðgur
Sigríði ömmu og Gunnu sem var
ekki óeðlilegt á þeim tíma. En
það er þó nokkuð sérstakt hve
lengi sambýlið varði.
Um tíma eftir að Vala féll frá
var Gunnu og Magga varla getið
án þess að nafn hins væri nefnt í
sömu andrá. Við Bjössi tókum
okkur til á þessum árum og buð-
um þeim systkinum í skemmti-
ferð einu sinni á sumri. Við fórum
eitt sinn austur að Skúfslæk þar
sem foreldrar Gunnu og Magga
bjuggu um skeið. Við sátum á
veröndinni framan við bæinn og
gæddum okkur á nesti okkar og
virtum fyrir okkur græn túnin.
Þegar fjölskyldan bjó á Skúfslæk
var Maggi bara smábarn en
þekkti sig samt ágætlega eftir öll
þessi ár. Skrýtnast fannst honum
hve bæjarhóllinn sem blasti við
okkur í sólinni var eitthvað lág-
kúrulegur. Í barnsminni hafði
hóllinn verið frekar stór og erf-
iður uppgöngu.
Síðast heimsóttum við hjónin
Magga fyrir ári. Hafði hann þá
náð sér furðuvel eftir erfið veik-
indi og var hress að vanda. Hann
sýndi okkur ljóð sitt ort til Völu.
Ég raulaði með honum þessi fal-
legu erindi við sálmalagið Ég
kveiki á kertum mínum. Ég lýk
þessum minningarorðum með
fyrsta erindinu.
Ég geng á gömlum fótum,
sú gang’ er fyrir mig.
Ég læðist um og leita,
langar að finna þig.
Hvar ertu kæra kona,
kannski mér við hlið?
Ég geng og vona og vona
að verð’ ég var við þig.
Fyrir hönd okkar systra votta
ég aðstandendum dýpstu samúð.
Sigríður Ágústa Bachm.
Ásgrímsdóttir.
Nú er elsti félagi okkar í
Lionsklúbbi Hafnarfjarðar fall-
inn frá, Magnús Ágústsson varð
93 ára gamall. Hann var góður
drengur og hvers manns hugljúfi
og mætti á fundi í klúbbnum
fram á síðasta dag. Fimmtudag-
inn 12. nóvember átti að vera
reglulegur fundur samkvæmt
fundaáætlun okkar, en vegna
veirunnar sem nú herjar á lands-
menn var breytt um fundarform
og fjarfundur boðaður seinni
part dagsins. Fjarfundatæknin
hefur rutt sér til rúms hjá okkur
Lionsmönnum þótt flestir séum
við farnir að reskjast. Laust fyrir
hádegi þennan umrædda dag til-
kynnti Magnús um komu sína á
fundinn en hann var allur þegar
fundurinn hófst síðdegis. Magn-
ús var mörgum góðum kostum
gæddur, sem siglingafræðingur
á flugvélum fyrri tíma og síðar
flugumsjónarmaður öðlaðist
hann þekkingu og víðsýni sem
var honum og okkur hinum ómet-
anleg. Magnús lagði gott til allra
og návist við hann var þægileg.
Víðsýni hans var viðbrugðið,
hann hafði fallega söngrödd og
var ágætur hagyrðingur. Varla
er hægt að segja að hann hafi
misst úr fund alla veru sína í
klúbbnum, enda fékk hann við-
urkenningu fyrir hundrað pró-
sent mætingu í klúbbnum í
marga áratugi.
Á síðustu árum þegar Magnús
átti orðið erfiðara með gang og
hafði orðið að leggja bílnum, þá
fékk klúbburinn tækifæri til að
beina markmiðum sínum inn á
við í klúbbnum og góðir félagar
sóttu hann heim til sín og tóku
hann með sér á fund svo við feng-
um að njóta samveru hans fram á
síðasta dag.
Við félagarnir söknum Magn-
úsar, aldrei kom upp það mál í
klúbbnum að hann sæi ekki á því
bjartar hliðar. Við kveðjum nú
góðan dreng og vottum fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu sam-
úð.
F.h. Lionsklúbbs Hafnarfjarð-
ar,
Halldór S. Svavarsson.
Magnús
Ágústsson
Fyrir 70 árum
flutti í Barmahlíð 28
ungur strákur að
nafni Már B. Gunn-
arsson. Ég átti þá
heima í Barmahlíð
32 og varð okkur fljótt vel til vina
enda nóg um drullupolla í Barma-
hlíðinni, mæðrum okkar til mikils
ama.
Hugvitssemi Mása var mikil
en einn daginn kom hann til mín
og bað um límband, en hann hafði
þá undir höndum stofnsamning
að leynifélagi sem skyldi heita
Marsbræður og voru 4 meðlimir
skráðir, en ásamt okkur tveimur
voru það tvíburarnir Kjartan og
Guðmundur Lárussynir, en þeir
bjuggu í Barmahlíð 30. Samning-
urinn var síðan margvafinn í lím-
bandið þannig að hann mundi
ekki eyðast þegar við grófum
hann í jörðu í einum ákveðnum
garði í Barmahlíðinni. Á seinni
árum höfðum við oft rætt um að
grafa hann upp en höfðum verið
hræddir við of mikið jarðrask.
Eftir að ég flutti upp í Háuhlíð
12 ára gamall ákváðum við Mási
að safna í áramótabrennu í hlíð-
inni fyrir neðan gamla golfskál-
ann sem þar var. Gekk okkur
mjög vel að safna og þegar leið að
áramótum birtust allt í einu tveir
fílefldir lögreglumenn og spurðu
höstuglega hvurn þremilinn við
værum að gera og hvort við hefð-
um leyfi fyrir brennu. Nú voru
góð ráð dýr en þá heyrist í Mása
hátt og snjallt:
„Við erum Hvítu riddararnir
og erum með leyfi frá Bjarna Ben
og Jóni Sigurðssyni slökkviliðs-
Már B.
Gunnarsson
✝ Már fæddist 21.febrúar 1945.
Hann lést 12. októ-
ber 2020.
Útförin fór fram
12. nóvember 2020.
stjóra“ og bendir
um leið á húsin
þeirra Bjarna og
Jóns í Háuhlíðinni.
Það sást í iljarnar á
lögreglumönnunum
og fékk brennan
okkar að standa
óröskuð til áramóta.
Eitt sumarið
bauðst mér að fara í
„stuttan túr“ til út-
landa með Langá,
skipi Hafskips hf. Áhöfnin var
ekkert slor, en þar voru Mási og
Tómas Bond Hannesson hásetar,
bátsmaður var Bjarni Halldórs-
son, stýrimaður Guðmundur Ás-
geirsson og skipstjóri Steinarr
Kristjánsson með tveimur errum
eins og hann sjálfur tók alltaf
fram.
Þessi „stutti túr“ varð að einu
samfelldu ævintýri fyrir ungan
mann sem mig, vélarbilun og
slippur erlendis, og tók ferðin að
lokum sex vikur.
Við Mási vorum saman í stjórn
handknattleiksdeildar Vals og
það var kannski þess vegna (smá
grín) sem Valur varð Íslands-
meistari og tók þátt í Evrópu-
keppni meistaraliða. Við unnum
líka Svíþjóðarmeistara, lögðum
Spánarmeistara að velli og spil-
uðum úrslitaleik við Þýskalands-
meistara sem við hefðum ef til vill
unnið hefði Óli Ben. í markinu
ekki tognað aftan í læri í upphafi
leiks og þurft að yfirgefa völlinn.
Árið 1992 bauð Mási mér inn-
göngu í Oddfellowregluna og eru
það mín mestu gæfuspor.
Nú er Már vinur minn kominn
í aðra vídd, en ég veit að honum
líður vel.
Við Beta sendum dætrum, fjöl-
skyldum og vinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elísabet og Jóhann J.
Hafstein.
Kynni okkar
Pálmars hófust á
Reykjalundi, þar
sem við unnum báð-
ir, á ólíkum verksviðum þó. Hann
hafði starfað þar í mörg ár, áður
en ég kom til starfa þar, 1965. Við
höfðum lítil samskipti framan af
eðli starfa okkar samkvæmt. En
það breyttist þegar við gerðumst
sameigendur í lítilli flugvél ásamt
nokkrum öðrum og drifum í því
að fara að læra flug. Pálmar hafði
lengi haft áhuga á flugi og langað
að læra að fljúga. Við höfðum
samflot í gegnum flugskólann.
Þær urðu svo margar ferðirnar
sem við fórum saman á flugvél-
Pálmar
Vígmundsson
✝ Pálmar Víg-mundsson
fæddist 29. júní
1930. Hann lést 15.
nóvember 2020.
Útför Pálmars
fór fram 27. nóv-
ember 2020.
inni okkar í langar
og skemmri ferðir,
skoðuðum landið frá
þessu stórkostlega
sjónarhorni, úr lofti.
Við fengum aldrei
nóg af því. Pálmar
var mjög virkur í
flugklúbbnum okk-
ar. Hann var um
tíma í stjórn klúbbs-
ins og lengi umsjón-
armaður vallarins
og sá um samskipti við olíufélagið
varðandi bensínið á vélarnar og
fleira. Allt lék í höndunum á hon-
um. Pálmar var einstakur félagi,
hvers manns hugljúfi, skemmti-
legur og orðheppinn. Nú er hann
horfinn okkur, en hann lifir
áfram í huga okkar sem hann
þekktum. Mínar minningar eru
um góðan dreng sem flögraði
með mér um loftin blá. Við Lára
sendum Heiðu og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Birgir K. Johnsson.
Við þökkum af alhug samúð, falleg orð
og vinarþel við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HJALTA GEIRS KRISTJÁNSSONAR
húsgagnaarkitekts.
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Ragnhildur Hjaltadóttir
Kristján Hjaltason Rannveig Einarsdóttir
Erlendur Hjaltason Aðalheiður Valgeirsdóttir
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon
og fjölskyldur
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför okkar ástkæra
ÞORGRÍMS EIRÍKSSONAR
verkfræðings.
Ansa Súsanna Hansen
og fjölskylda
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
BENEDIKTS RAGNARS LÖVDAHL,
Garðsenda 15.
Lóa May Bjarnadóttir
Pétur Þór Benediktsson Anna Kristín Guðmundsdóttir
Bjarni Benediktsson Ireti Elizabeth Akinroyeje
Ása Diljá Pétursdóttir Dagbjört Lóa Pétursdóttir
Heittelskaður eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVEINN AÐALSTEINSSON
hagfræðingur,
sem lést 9. nóvember, verður jarðsunginn
8. desember klukkan 13 frá
Fossvogskirkju. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar
viðstaddir en nálgast má streymi frá útförinni á mbl.is/andlat og
á https://youtu.be/CxeevZf1oNU
Sigrún Hermannsdóttir
Ragna Björg Sigrúnardóttir Ron Owens
Árni Sveinsson Sigríður María Sigurjónsdóttir
Hrönn Sveinsdóttir Steven Meyers
Marta María Sveinsdóttir
Svanhvít Tryggvadóttir Georg Holm
og börn
Í dag kveð ég
kæra svilkonu og
vinkonu sem er
mikill missir fyrir
alla þá sem kynntust henni og
þekktu. Það koma upp í hugann
margar minningar, við kynnt-
umst ungar, fórum margar
ferðir saman ásamt bræðrun-
um, Didda þínum og Hirti mín-
um, á Strandirnar, að tína aðal-
bláber og fleira og fleira.
Gugga var einstök, ef hún var
beðin um eitthvað sagði hún
Guðbjörg
Karlsdóttir
✝ GuðbjörgKarlsdóttir
fæddist 22. mars
1940. Hún lést 10.
nóvember 2020.
Útför Guð-
bjargar fór fram
21. nóvember 2020.
alltaf já, jafnvel þó
að hún gæti það
ekki.
Það var sárt að
geta ekki kvatt þig
eins og ég hefði
viljað en þú hringd-
ir í mig þegar þú
varst komin á
líknardeildina og
það var góð kveðju-
stund þó að sár
væri.
Svo vina kæra vertu sæl
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæti máttug verndarhönd
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu bljúgu þeli þér
við þökkum kynninguna.
Um göfuga og góða snót
við geymum minninguna.
Jóna svilkona og vinkona.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar