Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Allt til innpökkunar fyrir
vefverslunina þína
Arkir litaðar Strekkifilma
Kraftpappír Pökkunarlímband
Arkir hvítar Teyjur
50x75 cm arkir
í mörgum litum
Hvítar 40x60 cm arkir
10 kg. búnt
50 mm pökkunarlímband
Kraftpappír
í mörgum stærðum
Strekkifilma
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Segðu hug þinn tæpitungulaust og
þá muntu fá áheyrendur. Mundu bara að
ábyrgð fylgir orði hverju og þá er þér ekk-
ert að vanbúnaði.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú kemur með sérlega sannfærandi
rök þegar þú þarft. Snöggt námskeið gæti
hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni
sem sparar þér tíma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Agi og erfiðleikar eiga sér sinn
tíma og hann er ekki núna. Dagurinn í dag
er kjörinn til þess að kenna eða aðstoða
börn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir
þig að koma málum þínum áfram. Reyndu
þó að hafa ekki of mikið fyrir hlutunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hafðu hemil á eyðslu þinni og fyrir
alla muni haltu henni innan skynsamlegra
marka. Reyndu líka að taka til hendinni
heima fyrir sem best þú getur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki vera hræddur við tilfinningar
þínar eða annarra. Andaðu djúpt, slakaðu á
og vertu viss um að þú ert elskaður og
meðtekinn, þó að einhverjir eigi erfitt með
að sýna það.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sýndu samstarfsmönnum þolinmæði,
það skiptir máli. Reynið að gera það besta
úr því sem að höndum ber.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þetta er góður dagur til að
kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið eða
fjölskylduna. Sinntu nú vinum og vanda-
mönnum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu það ekki hvarfla að þér
að láta aðra um að leysa þín mál. Láttu
ekki ýta þér út í neitt, sem þú ert ekki
handviss um að sé gott.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þekking er voldugt afl og þú
þarft að nýta þekkingu þína betur en þú
hefur gert hingað til.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hlutirnir breytast og fólk þrosk-
ast hvert í sína áttina. Dragðu djúpt and-
ann og leystu flókna stöðu með brjóstvit-
inu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú veltir fyrir þér lífinu og tilverunni
þessa dagana. Stundum er besta ráðið
bara að gera ekki neitt og búa sig undir
næsta dag.
ár síðan okkur tókst að leysa úr öllum
þeim helvítis veðböndum sem ég setti
á Vinnslustöðina og þá var loksins
hægt að vera hér með eðlilegt
rekstrarumhverfi.“ Eftir þrjú ár í
Eyjum flutti hann til Reykjavíkur í
aðalútibú bankans við lánaeftirlit.
Eyjamenn höfðu þó sett öngulinn í
Binna því árið 1996 þegar Meitillinn
og Vinnslustöðin sameinuðust var
honum boðin staða fjármálastjóra og
aðstoðarframkvæmdastjóra, sem
hann tók þótt það tæki hann tvö ár að
flytja alfarinn til Eyja. „Vinnan hefur
an var farið í víking til Englands. Árið
1992 útskrifaðist Binni með meistara-
gráðu í fjármálum og fjárfestingum
frá Háskólanum í York, en missti
aldrei tenginguna við sjóinn því hann
fór öll sumur á trilluveiðar heima á
Snæfellsnesi með föður sínum.
„Þetta ár var aftur skollin á kreppa
í sjávarútvegi og eina starfið sem
bauðst var í Íslandsbanka hér í Eyj-
um þar sem ég varð lánasérfræð-
ingur. Þar fór ég því að vinna við það
að veðsetja allar eigur Eyjamanna, og
það má segja að það séu bara fjögur
S
igurgeir Brynjar Krist-
geirsson fæddist 3. des-
ember 1960 í Reykjavík
og ólst upp á Arnarstapa á
Snæfellsnesi. Hann er
kallaður Binni af öllum sem þekkja
hann og oftast Binni í Vinnslustöð-
inni.
„Pabbi var trillukarl og bóndi og
allt snerist um vinnu og að framfleyta
sér og sínum. Ég hjálpaði til við bú-
störfin sem krakki og var líka að
fletja og salta fisk,“ segir Binni. Hann
segist hafa alist upp við mikla vinnu-
gleði og hann hafi virkilega notið bú-
starfanna en komst ekki á sjóinn með
pabba sínum af því hann var svo of-
boðslega sjóveikur. „Ég fór á neta-
vertíð í Ólafsvík þegar ég var sextán
ára og ældi lifur og lungum í meira en
mánuð, en þá loksins sjóaðist ég.“
Binni átti trillu í félagi við föður
sinn og reri meira og minna öll sumur
fram yfir þrítugt þar til hann lauk við
háskólann. „Karlinn hafði gaman af
vinnu og var kappsfullur og ég lærði
dugnað og góð vinnubrögð með hon-
um á sjónum. Lífsreglurnar voru
ekkert flóknar á heimilinu. Aðalmálið
var að vera duglegur, enda ólust for-
eldrar mínir upp við að þurfa að
bjarga sér frá unga aldri og í huga
mömmu var full kista af mat ríki-
dæmi. En það sem ég lærði mest af
föður mínum var lífsgleðin og að
njóta þess sem maður er að gera.“
Binni fór í landspróf en ákvað að
bíða með frekari menntun því hann
áttaði sig á því að best væri að safna
sjálfur fyrir náminu. Hann fór á sjó-
inn og var á netabátum og línubátum
og síðan trillunni á sumrin. „Eitt ár
skaust ég í Bændaskólann á Hvann-
eyri og lærði búfræði, en mig hefur
alltaf langað til að verða bóndi.“ Ekki
varð þó úr því og Binni hélt áfram að
sækja sjó. „Ég var að velta fyrir mér
hvort ég ætti að stefna á að verða
skipstjóri árið 1983, en það var hið
fræga ár sem kvótasetningin var og
sjávarútvegurinn átti í miklu basli. Þá
sá ég að það væri tóm della og ákvað
að venda mínu kvæði í kross og lík-
lega væri meira vit í því að læra
hvernig ætti að reikna út tap.“ Hann
fór í menntaskóla í Samvinnuskól-
anum á Bifröst og síðan í við-
skiptafræði í Háskóla Íslands og það-
verið mér skemmtun og ánægja.
Vissulega koma upp mál sem þarf að
leysa, en maður tekst bara á við það
að Snæfellinga sið. Það voru aldrei
þau böll í Ólafsvík eða á Stapa að þar
væru ekki einhver slagsmál og eins
og þeir vita sem þekkja mig þá er ég
ekkert feiminn við átök, þó ekki lík-
amleg.“
Það ætti ekki að koma á óvart að
Binni eigi betur heima í Vinnslustöð-
inni en í bankanum en þar kemur öll
hans reynsla bæði af vettvangi og úr
fjármálaheiminum honum til góða.
Síðan er hann hreinskiptinn og segir
skoðun sína umbúðalaust og það
kann fólk vel að meta – allavega flest-
ir.
„Það er fátt skemmtilegra en að
vera með sveitamönnum og sjómönn-
um. Þeir eru vel lesnir og hafa
skemmtilegar skoðanir og eru ekki
feimnir við að tjá þær,“ segir Binni og
bætir við að hann reyni alltaf að kom-
ast í smölun þegar hann getur, enda
blundar í honum bóndinn. „Mér
finnst gífurlega gaman að smala
sauðfé og vera með sveitamönnum á
fjöllum. Núna á ég sauði og ég var að
hengja upp jólahangiketið.“
Fjölskylda
Eiginkona Binna er Andrea Atla-
dóttir, f. 3.9. 1969, fjármálastjóri
Vinnslustöðvarinnar. Foreldrar
hennar eru Atli Aðalsteinsson og
Lilja Hanna Baldursdóttir.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar – 60 ára
Fjölskyldan „Hér er mynd úr fermingarveislu Jasonar í haust. Frá vinstri:
Agnes, fósturdóttir mín, ég, Jason, fóstursonur minn, Björg, dóttir mín,
Andrea, sambýliskona mín og Bríet, fósturdóttir mín.“
Lífsglaður vinnuþjarkur í Eyjum
Sjómannslífið Hérna eru feðgarnir á trillunni, Krist-
leifur og Binni, að koma heim úr róðri á Arnarstapa.
Æskuslóðirnar „Hér er ég heima á Felli að gefa hæn-
unum. Til vinstri er amma Sigga, þá Nína systir og ég.“
40 ára Guðmunda
Áslaug ólst upp í
Reykjavík en hún var
að flytja á Suðurnesin.
Ása er lögfræðingur.
Helstu áhugamál Ásu
eru fjölskyldan og
góður matur og ferða-
lög, útivera og hreyfing.
Maki: Axel Vicente Gomez, f. 1967, fram-
kvæmdastjóri.
Börn: Mikael Freyr, f. 2003; Daníel Geir,
f. 2009, og Aron Bjarni, f. 2010, Isabel
Guðrún, f. 1997; Axel Luis, f. 2003, og
Vincent Hjörleifur, f. 2013.
Foreldrar: Guðmunda Hulda Jóhann-
esdóttir, f. 1955, ballettdansari og mynd-
listarkona í dag og Geir Þorsteinsson, f.
1951.
Guðmunda Áslaug
Geirsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Rúrik Amír Hoff-
mann Einarsson fæddist 8.
janúar 2020 kl. 5.37. Hann
vó 3.780 g og var 51 cm
langur. Foreldrar hans eru
Einar Ásgeir Hoffmann
Guðmundsson og Lilja
Hrafndís Magnúsdóttir.
Nýr borgari
30 ára Brynjar Þór ólst
upp á Selfossi og í
Grímsnesinu en býr
núna í Kópavogi. Brynj-
ar Þór er með meist-
aragráðu í stjórnsýslu-
fræðum og starfar sem
verkefnastjóri á skrif-
stofu Alþjóðasamskipta Háskóla Íslands.
Helstu áhugamál hans eru stjórnmál og
íþróttir.
Maki: Bryndís Rós Sigurjónsdóttir, f.
1991, sérfræðingur hjá Hugverkastof-
unni.
Barn: Frans Óli, f. 2020.
Foreldrar: Birna Kjartansdóttir, f. 1971,
verkstjóri umhverfisdeildar sveitarfé-
lagsins Árborgar, og Elvar Gunnarsson, f.
1972, málari.
Brynjar Þór
Elvarsson