Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 03.12.2020, Qupperneq 57
Hörmungafley Barca Nostra. Stjórn Feneyjatvíæringsins og bæjaryfirvöld í Augusta á Sikiley hafa farið fram á að svissnesk- íslenski listamaðurinn Christoph Büchel og gallerí hans, Hauser & Wirth, skili ryðguðum fiskibátnum sem Büchel sýndi á tvíæringnum í fyrra og kallaði Barca Nostra. Báturinn var eitt umtalaðasta „verk“ tvíæringsins en þegar hann sökk á Miðjarðarhafi árið 2015 fór- ust um eitt þúsund manns að talið er. Aðeins 28 björguðust. Bátsskrokk- urinn var geymdur í Augusta og samkvæmt The Art Newspaper segja yfirvöld þar Büchel hafa feng- ið hann lánaðan til eins árs og beri honum að standa við það. Büchel beri að skila Barca Nostra MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND Sú tegund grínmynda semstyður sig við hástemmdahugmynd (e. high-concept)er rótgróin í gangverki draumaverksmiðjunnar og hefur skil- að af sér mörgum sígildum myndum í greininni. Slíkar söguhugmyndir má gjarnan draga saman í eina málsgrein en þær miðast út frá spurningunni „hvað ef?“ Dæmin eru ótalmörg en rifjum upp nokkur eftirminnileg: Veðurfræðingur upplifir sama daginn í sífellu (Ground- hog Day), mæðgur skipta um líkama (Freaky Friday), hlutskipti ríks og fá- tæks manns er kollvarpað (Trading Places) og óheiðarlegur faðir getur ekki logið (Liar Liar). Jafnvel þegar lögmál slíkra hugmynda falla um sig sjálf er ákveðið gildi fólgið í þeim út frá forsendum kjánaskaparins. „Vá, hvað ég sá steikta mynd um daginn,“ segir bíónjörður við annan. Grunnlögmál gamanmynda er þó umfram allt að þær séu fyndnar og er það engan veg- inn raunin í þessu tilfelli. Ofurgreind fjallar um alvitra og sjá- andi gervigreind sem fylgist með mesta meðaljóni jarðar, hvítu milli- stéttarkonunni Carol Peters frá Seattleborg, til þess að (af)sanna hug- myndir sínar um mannlegt eðli og ákveða örlög þess. Ofurgreindinni býð- ur nefnilega við hnattrænni hlýnun og breytni mannfólksins á jörðinni og set- ur því þrjá afarkosti: þrældóm, útrým- ingu eða björgun mannkyns. Örlög tegundarinnar hvíla því á herðum hinnar viðkunnanlegu og velmeinandi Carol – og hvernig hún hegðar sér í … bíðið nú við … tilhugalífinu. Fram- vindan er óhemjulangsótt og óaðlað- andi leið til að færa söguhetju á biðils- buxurnar. Carol þessi er fyrrverandi yfirmað- ur hjá leitarvélarfyrirtækinu Yahoo en sagði upp störfum til þess að fást við góðgerðarstörf. Besti vinur hennar, Dennis (Bryan Henree Lee, þekktur fyrir hlutverk sitt sem Paper Boi í Atl- anta-þáttunum), vinnur hjá tölvuris- anum Microsoft og er hennar helsta stoð og stytta. Einn daginn tekur snjallsjónvarpið á heimili Carol til máls. Ekki er látið þar við sitja heldur er röddin einnig í heimilistækjum hennar, stafrænn veruleikinn er allt- umlykjandi. Almáttuga ofurgreindin gerir grein fyrir sér og fyrirætlunum sínum, sýnir fram á vald sitt (millifærir m.a. milljarða inn á bankareikninga aðalpersónunnar) og gerir Carol að til- raunadýri í rannsókn sinni á eigin- leikum mannskepnunnar. Um leið læt- ur ofurgreindin Dennis og kollega hans hjá Microsoft vita, sem gera yfir- völdum viðvart, og úr verður mis- heppnaður sögustrengur þar sem tölvunördar, alríkislöggur og þjóðar- leiðtogar sameinast í baráttunni við gervigreindina. Ofurgreindin ýtir söguhetjunni í ástarleit en Carol er einhleyp og hætti fyrir tveimur árum með draumaprinsinum George (leikn- um af Bobby Canavale, sem skaut síð- ast upp kollinum í Íra Martins Scorse- ses) en sér voðalega eftir kappanum. George er fullkomin mannsmynd – sólbrúnn og hávaxinn háskólaprófess- or – góður gæi sem elskar hafnabolta og gerir ekki flugu mein. Afar heppi- legt (og ótrúlegt) er að slíkt smjörlíki sitji enn óhreyft í búðarglugganum. Vandinn (ó sá vandi!) er sá að Goggi á flugmiða til fyrirheitna landsins, Ír- lands, þar sem hann ku ætla að dvelja í heilt ár sem gestakennari. Nú þarf Carol að láta slag standa, með ofur- greindina ógnvænlegu sér til aðstoðar. Carol leikur gamanleikkonan geð- þekka Melissa McCarthy, sem gerði allra fyrst vart við sig á sjónvarps- skjám landsmanna sem glaði og símas- andi kokkurinn Sookie í gamanþátta- röðinni Mæðgunum. Bráðfyndni stórsmellurinn Brúðarmeyjar skaut McCarthy frekar á sjónarsviðið sem framúrskarandi grínleikkonu og hafa aðalhlutverkin fylgt í kjölfarið. Fyrir stuttu fetaði McCarthy vel troðinn veg grínleikarans þegar hún uppskar til- nefningu til Óskarsverðlauna fyrir „al- varlegt“ hlutverk, sem þunglyndi rit- höfundurinn Lee Isreal í Getur þú nokkurn tímann fyrirgefið mér? (Sem vitanlega er byggð á sannsögulegum atburðum.) Í Ofurgreind er hún aftur komin í léttvægari gírinn en efniviður- inn er furðu rýr. Persónutöfrar og útgeislun McCarthy gera áhorfið bærilegt en ná aðeins árangri upp að vissu marki. Óhemjuslappt handrit myndarinnar einblínir á þvælda sögufléttu og marg- tuggna rómantík – og fær aðalleikonan því fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Almennt líður of langur tími milli brandara sem ganga út á vísanir í bíó- myndir og dægurmenningu. Hæfi- leikar McCarthy, sem og ágætra með- leikara hennar, eru því mestmegnis vannýttir í að elta handritshöfund nið- ur botnlanga kjánalegs söguþráðar. Öll deilum við persónuupplýsingum sjálfviljug (eða af illri nauðsyn) með stórfyrirtækjum í daglegu lífi og staf- rænt eftirlitssamfélag er veruleiki sem við hrærumst í. Án nokkurs vafa er þetta gott söguefni í vísindaskáldskap og vírað grín en því miður er illa haldið á spilunum í Ofurgreind. Rómantísk fléttan og dómsdagsrausið fara illa saman – og virkar söguhugmyndin sem átylla til að færa áhorfendum ástarsögu. Ómögulegt er að heillast af ástarævintýri þar sem alsjáandi vera aðstoðar söguhetju við að heilla við- fang sitt – og er í raun út í hött að höf- undar skuli hafa tekið þann pólinn í hæðina. Hægt er að hafa gaman af alls kyns vitleysu en þá verður hún að vera fyndin. Sú virðist vera tilhneiging margra amerískra gamanmynda undanfarinna ára að þær einblína of mikið á rómantík og eru ekki nógu skemmtilegar. Á meðan heimurinn ferst, ástarsaga Átylla Rómantísk fléttan og dómsdagsrausið fara illa saman – og eru sem átylla til að færa áhorfendum ástarsögu. Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Ofurgreind/Superintelligence bmnnn Leikstjórn: Ben Falcone. Handrit: Steve Mallory. Aðalleikarar: Melissa McCarthy, Bobby Cannavale, Bryan Ty- ree Henry, James Corden. Kanada, Bandaríkin, 2020. 106 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Norðurírski rit- höfundurinn Maggie O’Farrell hreppti Water- stones-bók- mennta- verðlaunin bresku í ár fyrir skáld- söguna Hamnet. Í tilkynningu um verðlaunin, sem veitt eru af Waterstones-bókaversl- anakeðjunni og kjósa starfsmenn um tilnefndar bækur, er bókin sögð „dásamleg“ en söguleg skáldsagan fjallar um skammvinnt líf Hamnets, sonar Williams Shakespeares, sem lést úr plágunni. Sagan hefur einnig hlotið Women’s prize, verðlaun sem veitt eru fyrir bestu skáldsögu ársins eftir konu. Í umsögn um verðlaunin segir að sagan sýni að jafnvel á myrk- ustu tímum sé von og að sagan tali sterkt inn í þá furðutíma sem menn- irnir gangi nú gegnum. Hamnet er áttunda skáldsaga O’Farrell. Aðrar skáldsögur sem starfsmenn verslananna gátu kosið um eru eftir Dara McAnulty, Naoise Dolan og Craig Brown. Skáldsaga um son Shakespeares best Maggie O’Farrell
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.