Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 58

Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020 EIN STÓR FJÖLSKYLDA Hver einasti meðlimur Colgate-fjölskyldunnar finnur tannbursta, tannkrem og aðrar tannhirðu- vörur við sitt hæfi.Velkomin í fjölskylduna! Snæbirni Arngrímssyni tekstfeiknarlega vel að skapaæsispennandi ófyrirsjáan-lega fléttu í bókinni Dul- arfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Bókin segir frá vinunum Millu og Gonna, sem Milla kallar alltaf Guðjón G. Georgsson, og því hvernig þau takast á við undarlega at- burði í litla bæn- um þeirra, Álfta- bæ. Heimsókn Millu til dul- arfullrar furst- ynju sem er ný- flutt í bæinn hrindir af stað hraðri atburða- rás sem lesandinn getur vart slitið sig frá. Bekkjarfélagi vinanna hverf- ur og Milla og Gonni leggja allt kapp á að koma honum í leitirnar á sama tíma og þau sækja sér, leynt og ljóst, þekkingu um hina dularfullu konu. Á sama tíma og söguþráðurinn er virkilega vel unninn tekst höfundi ekki fyllilega að hnýta alla lausa enda og lesandinn stendur að ein- hverju leyti uppi með ósvaraðar spurningar, t.a.m. um dularfulla veru sem aldrei er ljóst hver er og sömu- leiðis er þeim mikla þekkingarþorsta sem höfundur kveikir hjá lesand- anum um furstynjuna ekki svalað. Bókin er augljóslega ætluð ung- mennum en samt sem áður horfir Snæbjörn á lesandann sem jafningja og gefur þannig ekkert eftir, eða frekar má segja að hann gefi ekki upp of mikið af vísbendingum um það sem koma skal því Snæbirni tekst að koma lesandanum á óvart á flestum blaðsíðum bókarinnar. At- burðarásin er hröð og er varla að finna málsgrein í bókinni sem hefði mátt sleppa. Persónusköpun í bókinni er virki- lega góð, flestar persónurnar eru af- ar trúverðugar og fær lesandinn að kynnast nokkrum hliðum á þeim persónum sem mestu máli skipta. Þannig verða þær þrívíðar og mann- legar og lesandinn skilur að allt fólk hefur bæði góða og slæma eiginleika, mannlífið sé fjölbreyttara en svo að hægt sé að skipta því upp í fylk- ingar. Heilt yfir er því hiklaust hægt að mæla með Dularfullu styttunni og drengnum sem hvarf, sérstaklega fyrir kröfuhörð ungmenni sem vilja láta halda sér við efnið. Morgunblaðið/Eggert Snæbjörn Höfundinum „tekst feiknarlega vel að skapa æsispennandi ófyrir- sjáanlega fléttu í bókinni,“ segir gagnrýnandinn og mælir „hiklaust“ með henni, „sérstaklega fyrir kröfuhörð ungmenni sem vilja láta halda sér við efnið.“ Spennandi og ófyrirsjáanleg Skáldsaga Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf bbbbm Eftir Snæbjörn Arngrímsson. Vaka-Helgafell, 2020. Innbundin, 282 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Höfundur segir réttilega aðminningin um siglinguEsju til Petsamo 1940 ogheim aftur með 258 far- þega auk 33 manna áhafnar sé nú af eðlilegum ástæðum farin að fölna. Af þeim sem voru um borð eru sex á lífi. Nokkur ljómi hvíldi yfir þessu af- reki, sem svo má kalla, því að þetta var áhættuferð. Einn sveitungi minn var um borð í Esju og honum var tal- ið til tekna síðar meir að hafa siglt með skipinu frá Petsamo. Hér segir frá atburðum sem gerð- ust vorið og sumarið 1940 og sagan nær fram á haustið með eftirmála um þá sem voru fang- elsaðir um hríð. Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörku og Noreg 9. apríl 1940, Bretar hernámu Ísland litlu síðar, 10. maí. Skorið var á öll hefð- bundin tengsl. Flaggskipið Gullfoss var í Kaupmannahöfn, skipstjóri beið þess að leggja í hann heim – með fulla lest af rörum fyrir hita- veitu Reykjavíkur. Það varð aldrei. Gamli Gullfoss hafði siglt sína síð- ustu ferð undir íslenskum fána. Sig- urður Pétursson, skipstjóri á Gull- fossi, Jón Krabbe, sendifulltrúi í Kaupmannahöfn, og Ásgeir Sigurðs- son, skipstjóri á Esju, eru býsna miðlægar persónur í bókinni. Sveinn Björnsson og Vilhjálmur Finsen diplómatar standa þeim nærri. Allar samgöngur milli landa voru háðar leyfum hernámsyfirvalda á Ís- landi, í Danmörku og Noregi. Vita- skuld kom þetta sér illa. Hér má nefna Gísla Jónsson síðar alþingis- mann. Hann sigldi með Gullfossi til Hafnar í viðskiptaerindum í apríl og ætlaði heim aftur með skipinu. Hann komst hvergi. Eftir nokkurra mán- aða droll í Höfn fékk hann þá hug- mynd að kaupa vélbát – og gerði það með Gunnari Guðjónssyni skipamiðl- ara. Þeim tókst að herja út leyfi til að kaupa 30 smálesta bát í Fredriks- havn á Jótlandi, nefndu hann Frekju, mönnuðu skipið og komust færri með en vildu. Fimm menn sigldu með þeim, m.a. menntaðir skip- og vélstjórnarmenn sem kom sér vel! Þeir lögðu upp síðla í júlí og sigldu til Íslands um Noreg á 21 sól- arhring. Fóru ekki úr fötum allan tímann. Mánuði tók að fá leyfi til að senda Esju til Petsamo, en það hafðist eftir að búið var að taka saman lista yfir farþega. Ekki tókst þó betur til en svo að Þjóðverjar neyddu Ásgeir skipstjóra til að sigla til Þrándheims þar sem leyfi þeirra var metið. Það tafði ferðina og tveir íslenskir ung- lingar komu þar um borð. Ferð 216 Íslendinga frá Höfn til Petsamo var að sama skapi flókin, fyrst með ferju til Malmö, lest til Stokkhólms þar sem hópurinn átti að gista eina nótt en þær urðu miklu fleiri vegna tafa Esjunnar, þá aftur með lest til Rov- aniemi en lokaspölinn, rúmlega 500 km, í rútum og var þar setið þröngt. Í Svíþjóð bættust við 33 ferðalangar, 8 frá Noregi og einn frá Finnlandi. Menn sátu og sváfu þétt um borð í Esju og þar var stuð. Kvöldvökur, stofnaður var kór, blað skrifað dag hvern og lesið í kallkerfi skipsins, það var dansað og sungið. Lárus Pálsson leikari var pottur og panna í afþreyingunni. Undir niðri bjuggu ótti og eftirvænting. Siglingin var hættuleg, tundurdufl alls staðar, kaf- bátar, flugvélar á sveimi. Ekki bætti úr skák að skipið þurfti að sveigja af leið og sigla til Kirkwall í Orkneyjum til þess að bresk hermálayfirvöld gætu skoðað pappíra og farangur fólks. Sem þau síðan gerðu ekki fyrr en skipið kom til Reykjavíkur 15. október. Þar fengu menn ekki að fara frá borði nema í smáhópum eftir yfirheyrslur og þremur farþegum var haldið eftir, Bjarna Jónssyni lækni sem hafði verið í forsvari fyrir þjóðernissinna á Íslandi og ungu mönnunum tveimur sem komu vega- bréfslausir um borð í Þrándheimi. Þeir voru fluttir til Englands og haldið þar föngnum 2-3 mánuði. Í þessa framvindu eru spunnar ör- lagasögur um ástfangið fólk og fólk sem sleit samvistir, um ungan Ís- lending sem var flugumaður Þjóð- verja, frásagnir um líf í hernumdum löndum og margt fleira. En hvaða fólk var þarna á ferðinni? Þver- skurður af þjóðfélaginu er víst hægt að segja, fólk sem hafði menntað sig erlendis, hjúkrunarkonur, læknar, sjómenn, saumakonur, alþingis- maður, forstjórar, verkamenn, fólk með börn o.s.frv. Öll þjóðin fylgdist með afdrifum ferðalanganna. Höfundur skrifar lipran stíl þann- ig að frásögnin fellur vel fram með sviðsetningum sem oft eru reistar á líkum fremur en beinhörðum heim- ildum en jafnan studdar tilvísunum þannig að lesandi getur sjálfur skyggnst um og metið. Mér finnst þessi háttur ganga upp þótt ég hefði orðað eitt og annað öðruvísi. Bókin er prýðilega læsileg og spennandi og frásögnin vel byggð, nokkuð hratt skipt milli sviða. Myndir eru margar með ágætum, einkum þær sem Gunnar Cortes læknir, einn farþeg- inn, tók á leiðinni; kápumynd hans afbragð. Sýnilega hefur verið lögð mikil vinna í að taka saman skrá um farþegana og áhöfnina en seint koma þó öll kurl til grafar í þeim efnum nema til séu skýrslur hjá breskum yfirvöldum um yfirheyrslur í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Davíð Logi „Höfundur skrifar lipr- an stíl,“ segir rýnir og að bókin sé „prýðilega læsileg og spennandi og frásögnin vel byggð“. Petsamo – Frægasta ferð Esju Sagnfræði Þegar heimurinn lokaðist – Petsamo-ferð Íslendinga 1940 bbbbn Eftir Davíð Loga Sigurðsson. Sögur 2020. Innbundin, 319 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Hljóðleikhús Þjóðleikhússins flytur í kvöld kl. 20 Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. Nýársnóttin var fyrst frumsýnd á annan í jólum árið 1907 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var síðar opnunarsýning Þjóðleikhússins 20. apríl 1950. Í tilkynningu frá leik- húsinu segir að verkið fjalli um bar- áttu manna og álfa og að undra- og kynjaveröld verksins sé mörgum enn í fersku minni. Í hlutverkum konungshjóna álfa- heima eru Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Hilmir Snær Guðnason, en aðra álfa leika Ebba Katrín Finns- dóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Jörundur Ragn- arsson, Stefán Hallur Stefánsson og Þórey Birgisdóttir. Í hlutverkum mannfólksins í verk- inu eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Arnmundur Ernst Backman, Birgitta Birgisdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Sem fyrr má hlusta á flutninginn á bæði á vef og facebooksíðu Þjóðleik- hússins. Nýársnóttin flutt í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Leikstjórinn Nýársnóttin á sérstakan stað í hjarta Hörpu Arnardóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.