Morgunblaðið - 03.12.2020, Page 62
Litríkur Bubbi við sýningargluggann í Kringlunni þar sem verkin eru sýnd.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Eftirprentanir í takmörkuðu upp-
lagi af frumútgáfum nokkurra
þekktra lagatexta Bubba Morthens
eru nú til sölu á vefsíðu hans,
bubbi.is, og stendur nú yfir sýning
á völdum verkum í Kringlunni.
Bubbi segir forsögu útgáfunnar
þá að hann hafi fundið dagbækur
sínar frá árunum 1974-1988 sem
höfðu að geyma hina ýmsu frum-
texta. Hann nefnir sem dæmi text-
ann við lagið „Rómeó og Júlíu“ sem
hann hafi samið þegar hann var í
meðferð á Staðarfelli í Dölum árið
1985 og textann við „Blindsker“
sem hann hafi samið að stórum
hluta í eldhúsinu hjá Franklín
Steiner, „kaupmanninum á horn-
inu“. Bubbi nefnir einnig textann
við „Ísbjarnarblús“ frá árinu 1974
sem hann kláraði nokkrum árum
síðar.
Beint af kúnni
„Þetta er auðvitað bara skrifað af
kúnni með stafsetningarvillum af
því ég er skrifblindur en er samt
ógeðslega flott. Þetta er ég að vinna
í eftirprentanir á gríðarlega flottan
bómullarpappír og Ámundi Sig-
urðsson hönnuður hefur verið að
vinna þetta með mér. Við erum að
setja þetta bæði í lit og hvítt og
svart og í ramma með gleri,“ segir
Bubbi.
– Þetta eru þá í rauninni mynd-
listarverk?
„Já, já, þetta eru myndlistar-
verk,“ svarar Bubbi, „og þegar
þetta er komið í svona form er þetta
alveg helvíti flott, þó ég segi sjálfur
frá.“
Hver mynd er handskorin og sér-
stakir rammar hafa verið og verða
smíðaðir utan um verkin. Glampa-
frítt glerið í þeim hrindir frá sér út-
fjólubláu ljósi og ver því verkið fyr-
ir slíkum geislum. Verkin eru
prentuð stafrænt og er prentunin
vottuð af Digigraphie sem ein sú
besta sem völ er á í heimi stafrænt
prentaðrar myndlistar. Frekari
fróðleik má finna um þá vottun á di-
gigraphie.com.
Bubbi segist ætla að sýna nokkur
verk í sýningarglugga í Kringlunni
en verkin verða seld í númeruðum
eintökum. Ellefu textabrot í lit
verða seld í 25 eintökum hvert og
tíu textabrot með hvítum bakgrunni
verða seld í 50 eintökum hvert.
Árituð og vottuð
Verkin verða árituð af Bubba og
kaupendur fá einnig vottunarbréf
þar sem fram kemur að verkið sé
upprunaleg prentun og að viðkom-
andi hafi keypt það. Bubbi segir að
frágangur verkanna verði með þeim
hætti að ómögulegt verði að falsa
þau. Bubbi segir verkin mörg og
ólík og nefnir sem dæmi stuttar
setningar úr „Rómeó og Júlíu“ á
borð við „Uppi í risinu sérðu lítið
ljós“. „Úr hverjum texta eru nokkur
verk,“ útskýrir Bubbi og að kaup-
endur fái verkin innrömmuð.
Aftur í stílabækurnar
Bubbi segist hafa skrifuð fyrstu
drög að textunum fyrir „Serbann“
og „Laugardagsmorgun“ í sömu
dagbók sem hann hafi keypt í Portú-
gal og „Rómeó og Júlíu“ og „Blind-
sker“ hafi hann skrifað í dagbók sem
hann tók með sér á Staðarfell. Í þá
bók skrifaði hann ekki aðeins dag-
bókarfærslur heldur einnig hug-
myndir og lagatexta.
Bubbi er spurður að því hvort
hann gangi alltaf með bók á sér til að
hripa niður hugmyndir og texta og
segist hann alltaf gera það þegar
hann sé að fara eitthvað. Síminn hafi
nú tekið við hlutverki minnis- og
dagbóka. „Ég sendi sjálfum mér
stöðuga pósta sem er ekki eins
skemmtilegt. Þannig að eftir að ég
fann þessar bækur ákvað ég að
byrja aftur að flakka um með stíla-
bækur, það er miklu skemmtilegra,“
segir Bubbi.
„Helvíti flott, þó ég segi sjálfur frá“
Sígilt Nokkur verk unnin upp úr texta við lagið „Rómeó og Júlía“. Blár Bútur úr texta lagsins Ísbjarnarblús af samnefndri plötu Bubba.
Vandaðar eftirprentanir á frumútgáfum þekktra lagatexta Bubba Morthens seldar í takmörk-
uðum upplögum Áritaðar, vottaðar, innrammaðar og verndaðar fyrir útfjólubláu ljósi
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2020
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
JÓLAPERLUR
Vefuppboð nr. 513
Jónas Viðar
vefuppboð til 9. desember
Karólína Lárusdóttir
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
Fold uppboðshús kynnir
Í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisút-
varpsins verða allir lestrar Hall-
dórs Laxness, sem til eru í safni
RÚV, gerðir aðgengilegir almenn-
ingi í spilaranum á RÚV.is og má
einnig nálgast þá í hlaðvarps-
veitum undir nafninu Halldór Lax-
ness og RÚV, að því er fram kem-
ur í tilkynningu. Lestrarnir eru
færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi
við Guðnýju Halldórsdóttur og
Sigríði Halldórsdóttur, dætur nób-
elsskáldsins. Af sama tilefni verð-
ur nýr þáttur, Dyravörður hjá víð-
varpinu, gerður aðgengilegur í
spilaranum og í hlaðvarpi og verð-
ur hann einnig á dagskrá Rásar 1
annan dag jóla klukkan 9.05. Í
þættinum er fjallað um samskipti
Halldórs og Ríkisútvarpsins og er
umsjónarmaður hans Halldór Guð-
mundsson.
Halldór Laxness starfaði á
Ríkisútvarpinu sem ungur maður
og átti í margháttuðum sam-
skiptum við stofnunina, segir í til-
kynningu og var grein Halldórs
Guðmundssonar um það efni birt á
menningarvef RÚV 1. desember.
„Það er afar viðeigandi að fagna
þessum tímamótum í sögu Ríkis-
útvarpsins með því að veita að-
gang að þessum dýrgripum úr
safni okkar og rifja um leið upp
samskipti Halldórs Laxness við
Ríkisútvarpið þar sem greinilega
gekk á ýmsu. Ég vil sérstaklega
þakka systrunum Guðnýju og Sig-
ríði og öðrum afkomendum
skáldsins þeirra hlýhug í garð
Ríkisútvarpsins og þjóðarinnar
allrar sem nú fær að njóta upp-
lestra hans með þessum hætti,“ er
haft eftir Stefáni Eiríkssyni út-
varpsstjóra í tilkynningunni.
Skáldið Halldór starfaði hjá Rík-
isútvarpinu sem ungur maður.
Allir lestrar Laxness
aðgengilegir á RÚV