Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 10
10 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 MÁLEFNALEGT ÞING KÍ HALDIÐ Á VORDÖGUM Á þriðja hundrað fulltrúa á 7. Þingi Kennarasambands Íslands tók þátt í þingstörfum og afgreiddi mál til stefnumótunar næstu fjögur árin. Góður andi var á þinginu en einnig spenna í loftinu, en það var samheldinn hópur sem fór heim að þinginu loknu. Ný forysta KÍ tók við, þau Ragnar Þór Pétursson formaður og Anna María Gunnarsdóttir vara- formaður. Atkvæðagreiðslur um mál voru oft og tíðum spennandi og dæmi voru um mál sem voru felld á jöfnu. Á vefsíðu KÍ er að finna allar samþykktir frá þinginu en hér er stuttur útdráttur nokkurra málaflokka. Listinn er langt í frá tæmandi og félags menn því hvattir til að kynna sér stefnu sambandsins til næstu fjögurra ára. Ályktun um skólamál Skóli og menntun á að vera fyrir alla nemendur og markmið laga um skólastigin og aðalnámskráa var að setja hagsmuni nemenda í forgrunn; menntun, þroska, farsæld og skólagöngu. Þingið telur margt vera ógert við að koma lögum og aðalnámskrám í fram­ kvæmd. Einnig vantar mikið upp á það hér á landi að kennarastarfið sé metið að verðleikum en sam­ tímis greina viðhorfskannanir frá mikilvægi menntunar og mennta­ kerfisins fyrir framtíð einstaklinga og samfélags. Áhersla er lögð á að skapa einhug um gæði menntunar og efla samvinnu um menntamál á Íslandi. Ályktunin er yfirgripsmikil og eru félagsmenn KÍ hvattir til að kynna sér hana. Milliþinganefnd um skipulag, starfsemi og rekstur Skipuð verði milliþinganefnd sem fer yfir og endurskoðar skipulag, starfsemi og rekstur KÍ með hliðsjón af úttekt Capacent 2015 og könnun 2014 á viðhorf­ um félagsmanna til þjónustu og starfsemi KÍ og aðildarfélaga. Nefndin komi með tillögur um breytingar á grundvelli þessara atriða. Stjórn KÍ mun boða til aukaþings á árinu 2020 um lokaskýrslu nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.