Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Qupperneq 10

Skólavarðan - 2018, Qupperneq 10
10 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 MÁLEFNALEGT ÞING KÍ HALDIÐ Á VORDÖGUM Á þriðja hundrað fulltrúa á 7. Þingi Kennarasambands Íslands tók þátt í þingstörfum og afgreiddi mál til stefnumótunar næstu fjögur árin. Góður andi var á þinginu en einnig spenna í loftinu, en það var samheldinn hópur sem fór heim að þinginu loknu. Ný forysta KÍ tók við, þau Ragnar Þór Pétursson formaður og Anna María Gunnarsdóttir vara- formaður. Atkvæðagreiðslur um mál voru oft og tíðum spennandi og dæmi voru um mál sem voru felld á jöfnu. Á vefsíðu KÍ er að finna allar samþykktir frá þinginu en hér er stuttur útdráttur nokkurra málaflokka. Listinn er langt í frá tæmandi og félags menn því hvattir til að kynna sér stefnu sambandsins til næstu fjögurra ára. Ályktun um skólamál Skóli og menntun á að vera fyrir alla nemendur og markmið laga um skólastigin og aðalnámskráa var að setja hagsmuni nemenda í forgrunn; menntun, þroska, farsæld og skólagöngu. Þingið telur margt vera ógert við að koma lögum og aðalnámskrám í fram­ kvæmd. Einnig vantar mikið upp á það hér á landi að kennarastarfið sé metið að verðleikum en sam­ tímis greina viðhorfskannanir frá mikilvægi menntunar og mennta­ kerfisins fyrir framtíð einstaklinga og samfélags. Áhersla er lögð á að skapa einhug um gæði menntunar og efla samvinnu um menntamál á Íslandi. Ályktunin er yfirgripsmikil og eru félagsmenn KÍ hvattir til að kynna sér hana. Milliþinganefnd um skipulag, starfsemi og rekstur Skipuð verði milliþinganefnd sem fer yfir og endurskoðar skipulag, starfsemi og rekstur KÍ með hliðsjón af úttekt Capacent 2015 og könnun 2014 á viðhorf­ um félagsmanna til þjónustu og starfsemi KÍ og aðildarfélaga. Nefndin komi með tillögur um breytingar á grundvelli þessara atriða. Stjórn KÍ mun boða til aukaþings á árinu 2020 um lokaskýrslu nefndarinnar.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.