Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
þeim eftir. Það vakna oft margar spurningar
hjá nýju starfsfólki.
Svo finnst mér mikilvægt að finna styrk
leika og áhuga hjá starfsfólkinu og finna
leiðir til að efla það í því sem það er gott í.
Styrkja það í því og gefa því svo ábyrgð í
samræmi við það. Mér finnst áberandi að
leiðbeinendur koma inn og eiga bara að gera
eins og allir hinir. Þetta þarf að vera meira
stigvaxandi en það þarf mikið aðhald ef á að
gera þetta vel.“
Ekki sömu kröfur
Agnes segist í raun hafa fengið lítinn tíma til
að sinna verkefni sínu á leikskólanum. „Ég
var búin að ákveða að ræða um verkefnið
á deildarfundum þar sem allir gætu setið
saman og rætt málin en oftast var ég með
einn eða tvo starfsmenn til að ræða við því
það var ekkert hægt að leysa af. Stjórnendur
voru allir af vilja gerðir til að láta þetta
ganga en vegna veikinda og annarrar
fjarveru starfsfólks var það bara ekki hægt.
Þá fór ég að velta fyrir mér hvernig
leikskólar sem eru með mikla starfsmanna
veltu eigi að fylgja eftir fræðslu til nýs
starfsfólks af því að það er mikilvægt. Ég
kom þarna inn sem aukamanneskja en samt
var erfitt að finna tíma. Ég fór að velta ýmsu
fyrir mér í kjölfarið. Samnemandi minn
sagði til dæmis að þegar dóttir hennar fór
að vinna á pítsustað þá þurfti hún að fara
á skyldunámskeið í ákveðinn stundafjölda
áður en hún mátti byrja að vinna. Ég fór á
barnfóstrunámskeið hjá Rauða krossinum
þegar ég var krakki og þar var meðal annars
farið í skyndihjálp og hvernig ætti að annast
börn. Það virðast ekki vera gerðar sömu
kröfur þegar byrjað er að vinna í leikskóla.
Fólk er heppið ef það lendir á vinnustað eins
og ég gerði þar sem það fær góða leiðsögn og
fræðslu. Það var vel mannaður staður en á
öðrum stöðum er kannski ekki starfsfólk til
að sinna þessu.“
Jákvæðni mikilvæg
Agnes segist telja að sveitarfélögin geti
komið til móts við leikskóla með því að
styðja þá. „Þau gætu verið með fræðslu
almennt um leikskólastarf og regluleg
fræðslunámskeið fyrir nýtt starfsfólk af því
að það er víða mikil starfsmannavelta. Svo
gætu leikskólarnir farið lengra með þetta og
skoðað það sem þeir sérhæfa sig í, hvort sem
það er til dæmis Reggiostefnan eða eins
og þarna könnunarleikurinn, kubbastarfið
og myndlistin. Það ætti að vera hægt að
halda námskeið sem myndi gagnast öllum
varðandi praktíska hluti. Ég held að það
skipti mestu máli að draga úr álagi og gera
starfsumhverfið eftirsóknarvert.“
Andinn á vinnustöðum er misjafn og
slæmur andi getur haft mikil áhrif. „Í fyrsta
starfsmannaviðtalinu sem ég sat í leikskól
anum þar sem ég byrjaði að vinna voru
lagðar línurnar um það hvernig samskiptum
væri háttað. Það var sagt að þar væru
vandamál leyst og fólk talaði við hvert annað
og ef eitthvað kæmi upp þá væri það leyst
strax; það væri ekki í boði að draga starfið
niður á þann hátt. Það var lagt mikið upp
úr því að hrósa og styrkja hvert annað og
menningin á staðnum litaðist af því. Ég held
að það sé stjórnandanum að þakka hvernig
þetta var því hún fylgdi þessu vel eftir. Mér
finnst jákvæðni skipta miklu máli, að fólk sé
jákvætt og til staðar.
Það þyrfti að vera meiri stuðningur fyrir
starfsfólk almennt og það þyrfti meiri tíma
til að funda til að geta byggt upp sameigin
lega sýn á starfinu svo starfsmannaveltan
verði ekki svona mikil. Það er lýjandi að
standa í slíku og það þarf að gera vel við
starfsfólk.
Það þarf að hlúa vel að því starfsfólki
sem starfar í leikskólunum svo það flosni
ekki úr starfi vegna álags eða kulnunar. Það
er mikið álag á því fólki sem er nú þegar í
leikskólunum og það myndi létta mikið á
þeim að geta haldið áfram sínum störfum á
meðan aðrir sjá um að koma nýju fólki inn í
starfið. Metnaðurinn fyrir því að þjálfa upp
nýtt fólk dalar eftir því sem þarf að gera það
oftar og örar og það hefur eflaust áhrif á
hversu vel það kemst inn í starfið og hversu
lengi það staldrar við. Það myndi bæta
gæði starfsins töluvert og létta álag ef allt
starfsfólk væri vel upplýst því fyrst þá getur
það sinnt störfum sínum af fagmennsku.
Ég tel að þörfin á lærdómssamfélagi sé
gríðarleg í leikskólum þar sem ekki er mikið
af fagfólki og mikið af nýliðum. Með því
væri stöðugt verið að viðhalda sameiginlegri
sýn og halda áfram að skapa þekkingu með
því að læra af öðrum og í samvinnu við
aðra. Ég tel að það myndi létta á álagi þegar
slík vinnubrögð væru orðin að menningu
skólans. Það er mjög mikilvægt að gleyma
ekki í amstri dagsins hversu mikilvægt það
er að gefa starfsfólki tíma til að ræða saman
og þróa starfið áfram. Undirbúningstímar og
deildarfundir eru fyrstir að fjúka þegar það
vantar starfsfólk og það er áhyggjuefni þegar
það vantar oft starfsfólk. Auðvitað þarf að
tryggja öryggi barnanna og þeirra hagur á
að ganga fyrir í öllu starfi en þá verður að
gera sér grein fyrir því hvaða starf á sér stað
innan leikskóla þar sem staðan er þannig.“
„Það þyrfti að vera meiri stuðningur fyrir starfsfólk almennt, það þyrfti meiri tíma til að funda til að
geta byggt upp sameiginlega sýn á starfinu svo starfsmannaveltan verði ekki svona mikil. Það er
lýjandi að standa í slíku og það þarf að gera vel við starfsfólk.“
Ég held að það skipti
mestu máli að draga
úr álagi og gera
starfsumhverfið
eftirsóknarvert.