Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Síða 24

Skólavarðan - 2018, Síða 24
24 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 hafa alltaf verið mjög duglegir að sækja sér menntun og vegna þess hvernig kerfið okkar er þá geta hlutirnir gengið upp þótt kennarar bregði sér af bæ og sæki námskeið annars staðar í nokkra daga. „Við erum með vikulotur og því er hægt að hnika náminu aðeins til ef þarf en oftast er það þannig að kennararnir halda uppi kennslu þótt þeir séu fjarri. Það fóru til dæmis tólf kennarar á námskeið til Skotlands í fyrra án þess að það hefði áhrif á nemendur. Við komumst að því að þetta væri hægt eitt skiptið sem veður hamlaði kennslu hér í sjö daga. Nemendur létu ekki ástandið ekki trufla sig, þeir voru með innlagnirnar og þurftu bara aðstoð við að leysa verkefnin. Svo kom í ljós að þeir höfðu verið í sambandi við kennarana í gegnum netið alla dagana og öll skilaverk­ efni voru á sínum stað á tilsettum tíma.“ Besta námskráin fyrir framtíðina Nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga eru þjálfaðir í öguðum vinnubrögðum og hver vika er lota þar sem ljúka þarf ákveðnum verkefnum. „Vikutakturinn hefur í för með sér að nemendurnir læra strax að þeir verða að stunda námið jafnt og þétt. Hér þýðir ekki að ætla að redda hlutum fyrir lokapróf því það eru engin slík. Þetta vinnulag verður nemendum tamt og engin spurning að það nýtist í því námi sem tekur við.“ Fjórða iðnbyltingin er mikilvægur þáttur í framtíðarsýn skólans að sögn Láru. „Við vinnum markvisst að því að þjálfa nemendur undir komandi tæknibreytingar og ég hugsa að ekkert land í heiminum búi yfir jafngóðri námskrá í þeim efnum og við gerum. Námskráin okkar er sveigjanleg, við getum búið til og breytt fögum og áherslan er á þekkingu, leikni og hæfni sem við getum beitt í samfélagi framtíðar. Með því að kenna þessi vinnubrögð í staðinn fyrir staðreyndanám, læra nemendur samvinnu og samstarf, læra að finna út úr hlutum, læra að leita sér þekkingar, leysa verkefni og vera skapandi. Þetta rímar algjörlega við lykilorð 4. iðnbyltingarinnar,“ segir Lára. Kennarahópurinn sækir mikið af námstefnum og námskeiðum þar sem fjallað er um komandi breytingar. Tæknin skipar stóran þátt í skólastarfinu og til marks um það segir Lára að nemendur noti um og yfir 150 forrit í náminu. „Sá fókus sem mér er ofarlega í huga er að beina nemendum að því að læra það sem þeim finnst ánægjulegt. Þeir eru ekki að læra eitthvað í dag sem þeir munu vinna við það sem eftir lifir ævinnar, þannig að hin þekkta sálarangist unglinga sem vita ekki hvað þeir vilja verða á ekki lengur við. Við vitum ekki hvernig störfin verða eftir kannski 15 ár. Mikilvægast er að mínu mati að kenna vinnulag þar sem nemendur læra að upp­ götva hluti sjálfir, treysta á sjálfa sig og leysa verkefnin með sínu nefi,“ segir Lára. Nemendur eru þjálfaðir í öguðum vinnubrögðum enda hver vika ein lota. Lára segir vikutaktinn hafa í för með sér að nemendur læri fljótt að stunda námið jafnt og þétt; slíkt vinnulag gagnist þeim síðan inn í framtíðina. Lára var valin skólameistari ársins í könnun sem Félag framhaldsskólakennara gerði meðal félagsmanna síðastliðið haust. Félagið færði Láru viðurkenningarskjal og blóm af því tilefni. Við vinnum markvisst að því að þjálfa nem­ endur undir komandi tæknibreytingar og ég hugsa að ekkert land í heiminum búi yfir jafn­ góðri námskrá í þeim efnum og við gerum.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.