Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 31

Skólavarðan - 2018, Side 31
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 31 læra pólsku, sögu og náttúrufræði og unglingarnir læra pólsku, sögu, landafræði og félagsfræði. Kennt er á laugardögum og er hverjum bekk kennt í þrjá tíma. Notast er við námsefni sem notað er í Póllandi auk þess sem kennarar skólans útbúa stundum efni. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu. „Það er mikilvægt að horfa á hvern nemanda og hvernig honum gengur; sumir geta meira en aðrir minna. Það þarf að passa þetta til að halda þeim í skólanum og til að gera þetta skemmtilegt.“ Nemendur í Pólska skólanum hafa að­ gang að bókasafni þar sem þeir geta fengið lánaðar bækur á pólsku. Þá býður skólinn upp á þjónustu sálfræðinga, talþjálfun og sérkennslu. Skólasálfræðingur er með ráðgjöf fyrir nemendur og foreldra. Gengur oft betur í heimaskólunum Katarzyna segir að það sé auðveldara að kenna pólsku barni íslensku í heimaskóla þess ef það hefur þekkingu í málfræði og er með góðan orðaforða í pólsku máli. Hún nefnir einnig hugtakaskilning, lesskilning og hæfni til að tjá sig skriflega og munnlega. Katarzyna bendir á að góð þekking í eigin móðurmáli sé mikilvæg fyrir sjálfsmynd barna sem flytja til annars lands. „Það er bara nauðsynlegt að hafa grunn í móðurmáli sínu,“ segir Katarzyna og viður­ kennir að kennarar skólans fái stundum hrós frá kennurum í heimaskólum krakk­ anna. „Það hefur verið hringt í skólastjórann til að þakka fyrir. Ég kenni erlendum börnum í Álfhóls­ skóla, svo sem Pólverjum sem eru nýkomnir til landsins, og það er miklu auðveldara að kenna börnum og unglingum sem þekkja málfræði í móðurmáli sínu.“ Katarzyna segir þó að það fari eftir krökkum, heimaskólum þeirra og hvaða þjónustu þeir fái þar hvernig þeir spjara sig almennt. „Sumir kennarar ná strax sambandi við börnin. Ég hef verið að kenna pólskum börnum og það hefur stundum verið erfitt fyrir mig að ná sambandi við þau; þau eru kannski nýkomin til landsins og allt er breytt. Enginn hefur kannski spurt þau hvort þau vilji flytja til Íslands og allir vinir þeirra, ömmur og afar og hundurinn er í Póllandi. Þetta er erfitt fyrir suma.“ Katarzyna var mjög áhugasöm um að læra íslensku þegar hún kom til landsins enda talar hún málið ágætlega. „Ég veit að sumir Pólverjar eiga erfitt með að læra íslensku. Málfræðin er til dæmis flókin. Sumir fullorðnir Pólverjar kunna ensku og segjast bara ætla að búa hér á landi í eitt til tvö ár og nenna ekki að læra tungumálið eða þá að þeir nenna almennt ekki að læra tungumál sem bara um 350.000 manns tala.“ Töluvert brottfall Töluvert brottfall er á meðal erlendra nemenda úr íslenskum framhaldsskólum. „Sumum hefur gengið vel í Pólska skólanum en halda ekki áfram í framhalds­ skóla. Þeir hefja þar nám en hætta svo út af íslenskunni. Þetta fer eftir því hvenær þeir hafa komið til landsins; það er pínu seint að koma til Íslands 12­13 ára. Það eru þó framhaldsskólar sem bjóða upp á nám í íslensku sem annað mál og það hjálpar mörgum.“ Katarzyna er spurð hvort til greina kæmi að bjóða eldri nemendum upp á nám í Pólska skólanum. „Það væri æðislegt ef það væri gert. Það hafa margir spurt hvort hægt væri að vera með kvöldskóla fyrir eldri en 20 ára til að þeir gætu klárað framhalds­ skóla og fengið betri laun.“ Mikilvægur hlekkur Katarzyna segir að vonir standi til að Pólski skólinn komist í eigið húsnæði þar sem starfið gæti blómstrað á fleiri sviðum en kennslu. „Við gætum til dæmis boðið upp á fræðslu og námskeið fyrir foreldra eða aukaaðstoð fyrir nemendur.“ Katarzyna segist vera með skilaboð til íslenskra kennara. „Ég heyri oft kennara í íslenskum skólum eða sérfræðinga frá Menntamálastofnum segja að börnin séu mállaus. Þeir meina að þau tali ekki íslensku en börn sem flytja milli landa eru með sitt tungumál, menningu, þekkingu og alls konar hæfileika. Mér finnst vera mikilvægt að íslenskir kennarar skilji hversu mikilvægt hlutverk þeirra er. Þeir opna dyrnar að samfélaginu og eru mjög mikilvægur hlekkur í menntun og aðlögun barna með annað móðurmál en íslensku. Börn sem læra íslensku sem annað mál þurfa á ykkur að halda. Þið eruð lykill og vegvísir að íslensku samfélagi.“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.