Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Page 33

Skólavarðan - 2018, Page 33
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 33 Þar fær útskriftarárgangur leikskólanna að kynnast skólastarfinu í Fellaskóla í þriggja daga vorskóladagskrá. „Börnin kynnast húsnæðinu, kennurum og öðru starfsfólki í afar vandaðri dagskrá sem er til þess fallin að þau upplifi sig velkomin og á heimavelli í Fellaskóla. Þau fá að upplifa nýja hluti á borð við skólafrímínútur og þar taka fyrstu bekkingar sérstaklega á móti tilvonandi skólafélögum. Það getur verið erfitt að vera yngstur í nýjum skóla. Það er því stór stund þegar fyrstu bekkingar Fellaskóla heimsækja sína gömlu leikskóla úr Fellahverfi. Þar hitta þeir gamla leikfélaga sem enn eru á leikskólaaldri og fá tækifæri til þess að skína sem stór skólabörn. Það skiptir líka máli fyrir kennara fyrsta bekkjar að koma inn í leikskólana og hitta starfsfólk leikskólanna í daglegu starfi, kynnast aðstæðunum sem og skólastarfinu. Eftir því sem kennarar þekkja betur til barnanna, þeim mun auðveldara er að tengja ný viðfangsefni við reynsluheim þeirra. Það verkefni sem mér þykir vænst um er upplestur 5. bekkinga en þá mætir 5. bekkur í heimsókn í leikskólana og les upp­ hátt fyrir börnin. Þau eru hvött til að lesa á móðurmáli sínu fyrir þau leikskólabörn sem tala viðkomandi tungumál. Stundum hafa ekki verið til myndabækur á öllum tungu­ málum en þá hafa börnin þýtt á staðnum eða endursagt söguna. Það skiptir máli að börnin finni að móðurmál þeirra skipti máli og sé dýrmætt. Sömu nemendur taka síðan á móti tilvonandi skólabörnum í vorskól­ anum. Þetta hafa oft verið góðar samveru­ stundir af því að þetta snýst ekki bara um lestur. Þetta snýst um að gefa tungumálinu merkingu og að fá börnin til að tjá sig.“ Helga segir að vorskólinn hafi heppnast vel. „Foreldrar tilvonandi nemenda mæta í Fellaskóla og fræðast um starfsemi skólans, sjá myndband af því hvernig skóladagur barnanna er uppbyggður og hitta skólastjórn­ endur og geta spurt um það sem þeir vilja vita varðandi skólann.“ Leikskólabörn mæta auk þess einu sinni í viku í íþróttatíma í Fellaskóla. „Þetta eru alvöru íþróttatímar hjá menntuðum íþrótta­ kennara í íþróttahúsi skólans. Fyrirkomulag íþróttatímanna varð til á óformlegum vettvangi og sýnir hvernig samvinnuverkefni getur leitt af sér alls konar skapandi sam­ starfsfleti.“ Sameiginlegir starfsdagar Frá því að farið var af stað með Okkar mál hafa Fellaskóli og leikskólarnir haldið sameiginlega starfsdaga einu sinni á ári. „Fyrstu árin var mikið unnið með vellíðan og viðhorf, enda eru það tvær stærstu breyturnar varðandi nám. Ef nemandanum líður vel og kennarinn hefur trú á að hann geti lært þá getur nám átt sér stað. Við höfum verið með ýmiss konar fræðslu á þessum sameiginlegu starfsdögum. Þar hittast allir – kennarar Fellaskóla, starfsmenn leikskólanna og frístundastarfs­ fólk; hópur sem á það sameiginlegt að starfa með börnunum í hverfinu. Við höfum reynt að nýta starfsdagana í fræðslu sem gagnast öllum, kennurum á unglingastigi jafnt og leikskólakennurum á yngstu deildum.“ Talmeinafræðingar Eitt afstórum verkefnum Okkar máls er að fá talmeinafræðinga inn í leikskólana. „Bryndís Guðmundsdóttir stýrir átaksverkefni tengdu málþroska í leikskólunum. Við viljum að börnin taki málið á eigin hraða og forsendum. Við viljum líka að nemendur af erlend­ um uppruna njóti sömu tækifæra til náms og íslenskir jafnaldrar þeirra. Tölur um brottfall erlendra nemenda úr íslenskum skólum sýna svart á hvítu að við getum gert miklu betur.Málskilningur er forsenda lesskilnings og alls áframhaldandi náms. Því verður að nýta leikskólastigið til að ná inn eins miklum orðaforða og hægt er og umvefja börnin tungumálinu með markvissum hætti. Á Holti og Ösp starfa talmeina­ fræðingar í hálfan dag á viku samhliða starfsfólki leikskólanna með það fyrir augum að lyfta öllu leikskólastarfinu í þágu málþroska. Þannig nýtur starfsfólkið þjálfunar og handleiðslu sérfræðinga í málþroska og allt leikskólastarfið miðar að því að víkka út orðaforðann og tengja við reynsluheim barnsins. Foreldrafræðsla er stór hluti af átaksverkefninu. Það skiptir ekki máli á hvaða tungumáli orðið er sem barnið lærir ­ ef það þekkir hugtakið er einfalt að yfirfæra milli tungumála.“ Mat á árangri Helga segir að Háskóli Íslands hafi tekið út verkefni varðandi Okkar mál og að margt jákvætt hafi komið út úr því. „Maður sér það sérstaklega leikskólamegin; það er eins og leikskólastigið eigi auðveldara með að taka inn nýja strauma og hugmyndir. Kannski er þetta af því að grunnskólastigið er form­ fastara. Þó verður að segjast eins og er að Fellaskóli er einn framsæknasti grunnskóli landsins.“ Helga segir að mikill árangur hafi mælst í lesskilningsskimuninni Læsi 2 þremur árum eftir að verkefnið fór af stað. „Við sáum mælanlegan árangur í tvö til þrjú ár en síðan hafa mælitölur gengið eitthvað til baka sem er kannski dæmigert fyrir þróunarverkefni; það kemur oft fyrst mikill meðvindur en svo reynist flókið að halda lengi út.“ Helga segir að stærsti veikleiki verkefnis­ ins sé að það byggi á lykilstarfsmönnum. „Mannabreytingar hafa haft áhrif á framvindu verkefnsins. Stjórnendaskipti hafa orðið á starfstímanum í Fellaskóla sem og á Ösp. Sjálf kom ég ný inn í verkefnið haustið 2014 sem verkefnisstjóri Okkar máls.“ Yrði innbyggt Fyrsta starfsár Okkar máls var veturinn 2012­ 2013. „Þetta var upphaflega skilgreint sem fimm ára verkefni en það var enginn tilbúinn til að sleppa verkefninu eftir fimm ár. Þetta er svo góður vettvangur. Mér þætti eðlilegt að alls staðar þar sem aðstæður bjóða upp á yrði sambæri­ legt samstarf milli skólastiga innbyggt þannig að það væri einhver formlegur vettvangur fyrir samstarf á milli leikskóla og grunnskóla og helst grunnskóla og framhaldsskóla líka. Ég held að við séum á réttri leið. Það er margt spennandi að gerast í skólunum og það er styrkur af því að hafa annað svipað þenkj­ andi fagfólk með sér í liði og sérstaklega þegar leikskólakennarar og grunnskólakennarar eru ekki lengur á hverju strái. Skólarnir hafa styrk hver af öðrum og fagfólkið sín á milli.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.