Skólavarðan - 2018, Page 34
34 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Akureyrarbær þarf að greiða konu sem
starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla
skaðabætur eftir að hún varð fyrir radd
skaða þegar hún sinnti kennslu árið 2011.
Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi
dóm í málinu í byrjun apríl og er niður
staða dómsins sú að starfsaðstæður í téðu
íþróttahúsi hafi verið ófullnægjandi. Dómur
inn viðurkennir skaðabótaskyldu bæjarins
gagnvart íþróttakennaranum.
Málsatvikum er þannig lýst í dómnum
að íþróttakennarinn, sem er kona, hafi átt
að baki 20 ára feril sem íþróttakennari
en atburðir sem leiddu til raddmissis áttu
sér stað 5. október árið 2011. Þann dag
var konan við kennslu í íþróttahúsinu
en dagana á undan hafði verið unnið að
framkvæmdum í íþróttahúsinu, gólf hafi
verið rifið upp og nýtt lagt. Fram kom í
vitnisburði íþróttakennarans fyrir dómi að
megn lyktarmengun hafi verið í húsinu og
einnig mikið ryk og hávaði. Á þessum degi,
segir íþróttakennarinn, rödd sína hafa
brostið. Hún hafi verið að útskýra leik fyrir
nemendum sínum og hafi annar íþrótta
kennari þurft að aðstoða hana við að ljúka
útskýringunni. Hún hafi reynt að hlífa
röddinni og harka af sér næstu vikurnar
en síðan leitað læknis í byrjun nóvember.
Í dómnum kemur fram að við hafi tekið
langt veikindaleyfi og hefur kennarinn ekki
snúið aftur til íþróttakennslu en hafi þó
sinnt ýmsum störfum innan skólans eftir
þetta.
Íþróttakennarinn hefur verið í radd
meðferð síðan röddin brast en hún hefur
ekki skilað viðunandi árangri, röddin er
þróttlítil og hefur ekki náð fullnægjandi
styrk. Í dómnum kemur fram að ekki sé um
það deilt að kennsla í íþróttum reyni mjög á
rödd kennara.
Bæturnar til háborinnar skammar
Dr. Valdís Jónsdóttir, doktor í raddmeinum,
segir um tímamótadóm að ræða og að hann
sé fordæmisgefandi. „Þarna er röddin loks
viðurkennd sem atvinnutæki sem atvinnu
rekandi ber fulla ábyrgð á. Bæturnar voru
hins vegar til háborinnar skammar eða
160.000 kr. fyrir óafturkræfan raddskaða,“
skrifar Valdís í grein um málið sem var birt í
Fréttablaðinu.
Valdís segir að raddveilur eigi ekki að
vera sjálfsagður hlutur. Hún segir bágborna
raddheilsu kennara áhyggjuefni um allan
heim. „Það er löngu kominn tími á að röddin
flokkist undir lýðheilsu og raddveilur sem
lýðheilsuvandamál. Nú er bara að sjá hvort
fagfélög og fleiri, t.d. ráðamenn, hafi vit á að
nýta sér þennan dóm. Það er ósvinna að sá
sem skaðar rödd sína í starfi þurfi að sitja uppi
með skaðann og rúmlega það,“ segir Valdís.
Óviðunandi starfsaðstæður
Akureyrarbær krafðist sýknu í málinu og
byggðist vörnin einkum á því að ekki væri
sannað að bærinn ætti sök á raddmissi kon
unnar. Í því sambandi var einnig bent á að
viðkomandi hefði starfað við íþróttakennslu
í 20 ár og raddleysi væri „algengur fylgifisk
ur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu,“ eins
og segir orðrétt í dómnum.
Héraðsdómur féllst ekki á þetta og
telur ekki vafa á að bærinn beri ábyrgð á
því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu
hafi ekki verið viðunandi. Bænum hafi ekki
tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu
í íþróttahúsinu hafið verið samkvæmt
lágmarkskröfum sem eru gerðar. Því var
skaðabótaskylda Akureyrarbæjar viður
kennd, og íþróttakennaranum dæmdar 161
þúsund krónur í skaðabætur og jafnframt
var bænum gert að greiða málskostnað að
upphæð 2,1 milljón króna.
Röddin loks viðurkennd
sem atvinnutæki
Íþróttakennara hafa verið dæmdar bætur vegna raddmissis. Dómurinn markar tímamót
og er fordæmisgefandi að mati dr. Valdísar Jónsdóttur, doktors í raddmeinum.
Það er ósvinna að sá
sem skaðar rödd sína
í starfi þurfi að sitja
uppi með skaðann og
rúmlega það.
„Þarna er röddin loks viðurkennd sem atvinnutæki sem atvinnurekandi ber fulla ábyrgð á,“ segir Dr. Valdís Jónsdóttir.