Skólavarðan - 2018, Side 40
40 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Eins og margar aðrar þjóðir hafa Danir
upplifað stríð. Oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar. Hæst ber tvær heimsstyrjaldir,
1864 stríðið, Kalda stríðið, stríð við Svía
og Englendinga og fleira mætti nefna.
Orðið sjálft fól í sér ákveðinn óhugnað en
notkunin hefur breyst í þessum heimshluta.
Á síðari tímum eru það einkum þeir sem
selja vöru og þjónustu sem nota þetta orð
til að koma sínum boðskap á framfæri:
verðstríð. Þess konar stríð er, ef marka má
auglýsingar, eilíf barátta þar sem kúnninn
á alltaf sigurinn vísan. Sigurinn felst í því,
svo dæmi sé tekið, að krækja í ódýrasta
farsímann þegar verðstríðið geisar, þrjú
smjörstykki á verði tveggja o.s.frv.
Í dönskum fjölmiðlum hefur undan
farin ár mikið verið fjallað um það sem
kallað er kjötbollustríðið. Þótt kjötbollur
séu stundum kallaðar handsprengjur
á þetta stríð ekkert skylt við eiginlegt
vopnaskak. Það hefur hins vegar orðið að
samheiti yfir langar, og á stundum tilfinn
ingaþrungnar, deilur um hvaða mat eigi að
bera á borð fyrir börn í dönskum leikskól
um. Kjötbollustríðið snýst um svínakjöt.
Undirstöðufæða um aldaraðir
Ef spurt er í könnunum hvað fólki detti
í hug þegar minnst er á danskan mat
nefna flestir purusteik, pylsur, kjötbollur,
lifrarkæfu og svo kannski „smørrebrød“ og
rauðsprettu. Það er ekki tilviljun að í fjórum
efstu sætunum eru réttir sem að mestu eða
öllu leyti samanstanda af svínakjöti. Engin
þjóð í Evrópu hesthúsar jafnmikið svína
kjöt og Danir og það er ekki nýtilkomið.
Sagnfræðingurinn Else MarieBoyhus, sem
er einn helsti fræðimaður Dana hvað varðar
sögu danskra matarsiða og fæðuvals, segir
í bók sinni „Grisen – en køkkenhistorie“
að svínakjötið sé eins konar þjóðartákn
Dana. Svínin hafi öldum saman verið
undirstöðufæða dönsku þjóðarinnar og séu
það enn. Fyrir svo sem tvö hundruð árum
hafi nánast á hverjum einasta bóndabæ
í landinu verið alin svín og kjötið haft til
heimilisnota og sölu í nágrenninu.
14 milljónir á fæti
Samkvæmt tölum frá danska landbún
aðarráðuneytinu eru nú um það bil 14
milljónir grísa í landinu, en árið 1950 voru
danskir grísir um það bil 4 milljónir. Til
samanburðar má nefna að í Svíþjóð, sem
er langtum fjölmennara land, eru tæplega
2 milljónir grísa á fæti. Þrátt fyrir að Danir
borði mikið svínakjöt fer stór hluti kjötsins
til annarra landa og útflutningurinn skiptir
miklu máli í dönskum þjóðarbúskap. Þótt
samkeppni við svínakjötið hafi aukist
til muna á síðustu áratugum (ekki síst
kjúklingakjöt) heldur svínakjötið alltaf
sínum hlut, enda hafa samtök svínabænda
áratugum saman auglýst mikið. Árið 1957
hófu þeir mikla auglýsingaherferð „Gris på
gaflen“ sem varð til þess að salan jókst til
muna og síðan hafa þeir reglulega minnt
á sig, gefið út matreiðslubækur, auglýst í
blöðum o.s.frv.
Mikil fjölgun múslima
Árið 1980 voru tæplega 30 þúsund
múslimar í Danmörku. Í dag eru þeir um
það bil 270 þúsund. Þetta er mikil fjölgun
og þýðir að múslimar eru um það bil 4.7
prósent íbúa landsins. Margir Danir standa
(samkvæmt könnunum) í þeirri meiningu
að múslimarnir séu miklu fleiri en raunin
er, en það stafar líklega af því umræðan um
þá hefur verið fyrirferðarmikil um árabil.
Kjötbollustríð geisar í
dönsku skólakerfi
Á að bjóða upp á svínakjöt í skólum? Þessi spurning hefur mikið verið rædd í Dan-
mörku og vegast á tvö sjónarmið; tillitsemi við múslima og gyðinga sem ekki borða
svínakjöt og svo sú staðreynd að svínakjöt hefur um aldir verið einn þjóðarétta Dana
og jafnvel talið eins konar þjóðartákn. Borgþór Arngrímsson kynnti sér málið.
Í júlí árið 2013 greindu danskir fjölmiðlar frá því að í leikskólum í sveitarfélaginu Ishøj, fyrir vestan
Kaupmannahöfn, yrði framvegis ekki boðið upp á rétti sem innihéldu svínakjöt. Þessar fréttir vöktu
mikla athygli og í kjölfarið hófust miklar umræður og deilur.