Skólavarðan - 2018, Side 44
44 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Björk Óttarsdóttir er formaður samstarfsráðs
um starfsþróun kennara og skólastjórnenda
og fór hún yfir störf ráðsins í setningarávarpi
ráðstefnunnar. Hlutverk samstarfsráðsins er
að vera vettvangur fyrir samstarf og samráð
aðila um starfsþróun kennara, skólastjórn
enda og annarra fagstétta skóla.
„Starfsþróun er samfellt, meðvitað og
mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar
þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi
kennara með nemendum og skipulögð í
kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins.
Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni
starfsánægju, hún hefur áhrif á árangur í
starfi og minnkar líkur á kulnun eða brott
hvarfi kennara úr starfi,“ sagði Björk.
Starfsþróun er í raun ævilöng menntun
benti Björk á, en menntun er sameiginlegt
forgangsverkefni stjórnvalda og þeirra sem
eiga aðkomu að menntakerfinu í landinu.
Einnig er áhersla á nýliðun í kennslu og
að auka áhuga á nýliðun. Björk sagði að
skapa þurfi góðar aðstæður og möguleika
á fjölbreyttri menntun og starfsþróun fyrir
kennara alla starfsævi með skipulagi, tíma,
fræðslu og faglegum stuðningi við allra hæfi.
Leggja þarf áherslu á þekkingu og reynslu
reyndra kennara þannig að það nýtist öðrum
kennurum og skólastarfinu í heild. Skapa
þarf reyndum kennurum starfsþróun til
samræmis við reynslu þeirra og hlutverk.
Styðja þarf við fjölbreytta aðkomu háskóla
að starfsþróun kennara og stuðla að nánum
tengslum háskóla og starfsvettvangs.
Björk benti á mikilvægi leiðsagnar og
endurgjöf. „Skapa þarf nýliðum og leiðsagnar
kennurum aðstæður í starfi til að fá leiðsögn
og til að veita leiðsögn. Skilgreina þarf
fjölbreytt stoðkerfi við skóla og stuðningskerfi
til að halda utan um vettvangsnám kennara
nema, leiðsögn við nýliða og aðra starfandi
kennara. Einnig þurfa skólar fjármuni til að
skipuleggja og bjóða upp á fjölbreytta starfs
þróun á vinnustað. Skilgreina þarf hvaða tími
og fjármunir til starfsþróunar eru nú þegar
til staðar í kerfinu og meta hvernig núverandi
tími og fjármagn nýtist. Í framhaldinu verði
settar fram tillögur um hvernig tími og
þessir þættir eigi að nýtast til að markmiðum
tillagna fagráðsins verði náð,“ sagði Björk.
Að lokum lagði Björk áherslu á að
samstarfsráð um starfsþróun eigi að tryggja
að áfram verði haldið með starf fagráðsins.
Hún benti fólki á að fylgjast með starfinu á
vefslóðinni starfsthrounkennara.is en þar má
finna allar upplýsingar um starf ráðsins. Þar
eru rafræn gögn geymd og áhugaverðu efni
sem tengist starfsþróun kennara og skóla
stjórnenda er miðlað þar.
„Starfendarannsóknir veita kennurum
kjark og þor til að gera breytingar á starfinu,
auka starfsánægju þeirra, færa þá nær nem
endum og hvetja til þverfaglegs samstarfs.
Starfsþróun leiðir til umbóta
og jákvæðrar þróunar
Í febrúar fór fram ráðstefna um starfsþróun og mikilvægi hennar fyrir framþróun skólastarfs.
Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið
og Kennarasamband Íslands, stóðu fyrir ráðstefnunni um þetta mikilvæga mál þar sem
markmiðið var að efna til samtals meðal þeirra sem koma að starfsþróun kennara.