Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 8

Skólavarðan - 2017, Síða 8
Eins og kunnugt er hefur Alþingi samþykkt breytingar á lögum um A-deild LSR. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní 2017 með aldurstengdri réttindaávinnslu og 67 ára lífeyristökualdri. Frá þessu er greint á vef LSR og þar segir jafnframt: „Meðal þeirra áhrifa sem breytingarnar hafa á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR má nefna að með framlagi ríkisins í lífeyrisaukasjóð er núverandi sjóðfélögum tryggð áfram óbreytt ávinnsla framtíðarréttinda og óbreyttan lífeyristöku- aldur við 65 ár.“ Þá segir í sömu frétt að ekki verði gerð breyting á þegar áunnum réttindum núverandi sjóðfélaga, hvorki þeirra sem eru í starfi í dag, byrjaðir að taka lífeyri eða eiga eldri réttindi hjá sjóðnum. Þau réttindi verði áfram reiknuð í jafnri réttindaávinnslu og miðuð við 65 ára lífeyristökualdur. Á vef LSR segir að ef þær forsendur sem miðað er við ganga ekki eftir, kunni að koma til breytinga á áunnum réttindum. Þetta á ekki við um þá sem byrjaðir eru að taka lífeyri, eða verða orðnir 60 ára við gildistöku 1. júní nk. Nýir sjóðfélagar ávinna sér réttindi í aldurstengdu réttindakerfi og lífeyristökualdur verður miðaður við 67 ára aldur. LSR efnir til kynningarfunda um málið í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum í þessum mánuði. Hvernig líður kennurum í vinnunni? Verða þeir fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða eru þeir beittir ofbeldi? Þetta var meðal þeirra spurninga sem vinnuumhverfisnefnd Kennarasambandsins lagði upp með þegar hún fékk Hjördísi Sigursteinsdóttur, aðjúnkt Viðskipta- og raunvísindasviðs HA, til samstarfs við sig. Hjördís lagði könnun fyrir félagsmenn Kennarasambandsins og tæplega 49% þeirra svöruðu könnuninni. Markmiðið var að kanna í hversu miklum mæli kennarar lentu í ofangreindum atvikum á vinnustað. Niðurstaðan liggur nú fyrir, en í ljós kom að rúmlega 10 prósent félagsmanna Kennarasambandsins hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á síðustu tveimur árum. Tæp tvö prósent hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, rúm þrjú prósent fyrir kynbundinni áreitni og um fimm prósent fyrir hótunum eða líkamlegu ofbeldi í störfum sínum. Það vekur sérstaka athygli að mikill meirihluti þessara mála, eða rúm 60%, er aldrei tilkynntur. Þessa dagana er unnið að því að kynna niðurstöðurnar fyrir forsvarsmönnum Kennarasambandsins og aðildarfélaga þess. Ljóst er að skoða þarf þessi mál nánar með það að markmiði að vekja kennara og skólastjórnendur til vitundar um þessi mál og fækka þeim. Einnig þarf að skoða sérstaklega ástæðurnar fyrir því að jafnhátt hlutfall þessara mála og raun ber vitni er ekki tilkynnt á nokkurn hátt. EINELTI, ÁREITNI OG OFBELDI MEðAL KENNARA Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt Viðskipta- og raunvísindasviðs HA, kannaði líðan kennara fyrir vinnuumhverfisnefnd KÍ. FRÉTTIR KYNNINGARFUNDIR UM BREYTINGAR Á A-DEILD LSR

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.