Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 18

Skólavarðan - 2017, Page 18
18 VOR 2017 Börn geta komið hingað fylgdarlaus, sem flóttamenn með foreldrum sínum eða sem hælisleitendur. Lagaleg staða fólks er mismunandi eftir ástæðunni fyrir komunni hingað. Sumir dvelja hér varanlega, þó ekki endilega á sama stað innan landsins, en aðrir hverfa á braut aftur eftir lengri eða skemmri dvöl. Kennarasamband Íslands vill tryggja að börnin fái að njóta menntunar óháð aðstæðum sínum, enda sé það þeirra réttur. Skólinn er mikilvægur „Það þarf að verða til skýr farvegur fyrir þessi börn þegar þau koma hingað inn í skólana, til að fá menntun þegar þau eru í þessari stöðu.“ Þetta segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ. Aðalheiður segir mikilvægt að muna að börn hafi rétt til skólagöngu, auk þess sem skólinn sé mikilvægur félagslega. Kennara- sambandið vilji mjög gjarnan skoða hvernig hægt sé að styðja við fólk í þessum málum, bæði kennara og ekki síður börnin. Kennarasamband Íslands hefur kynnt sér þessi mál í öðrum löndum og nýlega var haldin ráðstefna í Svíþjóð þar sem farið var ítarlega yfir stöðu flóttabarna gagnvart skólunum og algeng vandamál. Víða er meðal annars skortur á menntuðum kennurum og viðunandi þjálfun fyrir kennara í menntun flóttabarna. Þá hefur verið bent á mikinn hreyfanleika flóttabarna, bæði innanlands og líka þegar þau yfirgefa landið. Að auki er talað um mismunandi skólaskyldualdur sem getur valdið vandræðum, auk þess sem fjöldamörg börn eru án fylgdar. Einnig er talað um að upplýsingar og tölfræði skorti um flóttabörn í námi, árangur þeirra og brottfall úr skóla. Allt eru þetta þættir sem íslenskir kennarar og skólastjórnendur nefna þegar þeir eru spurðir um stöðu þessara mála hér á landi. Oft mikill menningarmunur Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri í Holti í Reykjanesbæ, segir að starf með erlendum börnum gangi almennt vel og sé áhugavert en um leið krefjandi. Jafnframt sé mikilvægt að börn eigi tækifæri á menntun og vellíðan. En það er ýmislegt sem má bæta, að mati Kristínar. „Mér finnst vanta meiri stuðning þar sem þessi börn eru oft ekki með mál þegar þau koma í skólana.“ Einnig beri oft á miklum menningarmun, „sem getur verið erfitt og flókið fyrir lítið barn“. Kristín segir að leikskólakennarar verði varir við uppeldisaðferðir sem séu frá- brugðnar þeim sem Íslendingar séu vanir, til dæmis líkamlegar refsingar. „Hugmynd sem mig langar að koma á framfæri og er mín draumsýn; að einhvers konar miðstöð fyrir börn af erlendum uppruna væri stofnsett og væri partur af aðlögunarferli fólks. Þar væri t.d. öflug kynning fyrir foreldra og grunnkennsla í íslensku máli sem allar fjölskyldur þyrftu að sækja fyrstu þrjá mánuðina á Íslandi, þar sem væri unnið í litlum hópum og kennt á þeirra tungumáli,“ segir Kristín. Kennara- sambandið gæti orðið þrýstihópur og fagleg- ur ráðgjafi. Skólarnir séu menntastofnanir og passa verði upp á að menntun skerðist ekki vegna þess að kraftar kennarans fari í of miklum mæli í aðlögun. Það þurfi mann- skap í skólana til að fylgja þessum málum eftir. „Það er vel séð um þessa hópa og ytri þörfum sinnt en kannski þurfum við að einbeita okkur meira að velferð og sálgæslu þessa fólks.“ Aukin fræðsla Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, leikskóla- stjóri á Hálsaskógi í Breiðholti í Reykjavík, segir starfið með erlendu börnunum ganga vel. Vinnan sé hin sama með börnin óháð því hvaðan þau komi. „Við vinnum með einstaklinginn og þarfir hans hverju sinni. Þannig tökum við mið af bakgrunni og reynslu hvers barns.“ Hún bætir því við að sér þyki í sjálfu sér vanta fátt. Starfsfólk hafi fengið góða fræðslu og góðan stuðning frá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar. Friðbjörg segir að Kennarasambandið geti boðið félagsmönnum sínum almenna fræðslu. „Fræðslu sem innihéldi upplýsingar varðandi hvað þarf að huga að við móttöku, hvað felst í því að vera hælisleitandi annars vegar eða flóttamaður hins vegar, miðla fenginni reynslu þá á ég við að þeir sem hafa reynsluna miðli til annarra sem ekki hafa hana. Hvað hefur gengið vel og hvað ekki.“ Erfitt þegar börnin hverfa Þegar litið er til grunnskólans verður fyrir svörum Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ. Hún segir starfið yfirleitt ganga mjög vel. Erlendu börnin séu yndisleg og tilbúin að læra nýja hluti. Þau fari í alla list- og verkgreinatíma, íþróttir og sund eins og önnur börn, en fari reglulega til kennara sem sinni sérstakri kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Hún nefnir sérstaklega að auka þurfi sérþekkingu innan skólanna: „Það þarf fleiri kennara sem sérhæfa sig í kennslu íslensku sem annars máls. Þá vantar fleiri tíma og fjármagn, t.d. úr jöfnunarsjóði. Þá þyrftu fræðsluskrifstofur eða skólaþjónusta að vera með öflugan stuðning við þennan málaflokk og leiða vinnuna innan sveitarfélagsins.“ Hún telur að þarna geti Kennarasambandið lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að þrýsta á viðeigandi stjórnvöld að leggja fjár- magn til verkefnisins. „Þá þarf að þrýsta á að erindi fólks til útlendingastofnunar taki ekki óeðlilega langan tíma. Það er mjög erfitt þegar börn hafa verið hér í ár eða meira og fá svo neitun um dvalarleyfi. Ferlið þarf allt að vera skilvirkara svo það bitni ekki á börnum og foreldrum þeirra. Það er vont og tekur á alla aðila þegar þau hafa tengst samfélaginu og eru svo send til baka.“ Bæta má við að í samtölum við starfsmenn leik- og grunnskóla hefur komið fram að Kristín Helgadóttir Aðalheiður Stein- grímsdóttir Sigurbjörg Róbertsdóttir „KÍ þarf að setja sér stefnu í þessum mál­ um eins og kennara­ samtök erlendis hafa gert. Við höfum skyld­ ur í þessum efnum og megum ekki verða eftirbátar nágranna­ þjóðanna.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.