Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 28
FINNSKA LEIðIN KOMIN
ÚT Á ÍSLENSKU
Bók dr. Pasi Sahlberg um leiðina hefur vakið athygli um heim allan.
Félag grunnskólakennara hefur látið þýða og
gefa út bókina „Finnska leiðin 2.0. Hvað getur
umheimurinn lært af breytingum í finnska
skólakerfinu?“ eftir finnska fræðimannin dr. Pasi
Sahlberg.
„Hvarvetna í heiminum er mönnum orðið ljóst
að skólarnir, eins og þeir eru nú
á dögum, munu ekki geta veitt
nemendum tækifæri til að læra
það sem verður nauðsynlegt að
kunna í framtíðinni. Alls staðar
í heiminum ríkir þörf fyrir betri
kennslu og nám og skilvirkari
menntun á jafnréttisgrundvelli,“
skrifar Pasi Sahlberg í inngangi
Finnsku leiðarinnar.
Það má segja að megininn-
tak Finnsku leiðarinnar sé að
umbætur á skólakerfum snúist
um að skapa ungmennum
góðar aðstæður til að verða
áhugasamir námsmenn, ánægðir
einstaklingar og hugmyndaríkir
borgarar.
„Talsmenn alþjóðlegu
umbótastefnunnar í menntun
(sem Sahlberg hefur gefið hið
ágæta nafn GERM, eða sýkill)
gætu fullyrt að markmið þeirra
væri einmitt þetta en starfshætt-
ir sem þeir hafa innleitt í skólana
hafa að mestu leyti haft öfug
áhrif. Í hverju landinu á fætur
öðru hefur stöðlunarstefnan
þrengt námskrárnar, dregið úr
vinnugleði, minnkað metnað,
aukið kvíða og hamlað árangri
jafnt nemenda sem kennara,“
segir Ken Robinson í eftirmála
bókarinnar.
Félögum í KÍ býðst að
kaupa bókina á sérstökum kjör-
um í gegnum Mínar síðar. Bókin
fæst líka í bókabúðum. Finnska
leiðin hefur verið þýdd á fjölda
tungumála og gefin út víða um
heim. Íslenska þýðingu annaðist
Sigrún Á. Eiríksdóttir.
Varmás - Skólavörur
Markholt 2, Mosfellsbæ
sími 566-8144
Nýtt á Íslandi
Perlur sem ekki þarf að strauja,
einungis sprauta vatni yfir og
perlurnar límast saman.