Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 31

Skólavarðan - 2017, Síða 31
VOR 2017 31 viðkvæma svæði sem kjaramál eru alltaf. Við vorum svolítið á milli tveggja elda, eins og þið vitið, í þessu SALEK umhverfi öllu saman. Við hjá borginni vorum að vinna að því með kennarafélögum að hækka kennara umfram aðra gegn því að sýna fram á ákveðna hagræðingu þar á móti. Þess vegna var sú hagræðing ekkert launungarmál þegar við vorum að tala um þetta. En við fengum engu að síður gusurnar hinum megin frá fyrir að kennarar væru að hækka miklu meira en aðrir. En við fengum hvergi fram hóp sem sagði – já, kennarar voru hækkaðir og það er gott fyrir samfélagið.“ Aukinn stuðningur Umræðurnar stóðu í rúma klukkustund og margt var þar nefnt. Eitt af því var aukið álag á kennara sem meðal annars stafaði af sífellt auknum foreldrasamskiptum. Fyrirspurn um hvað hægt væri að gera til að minnka það álag var beint til fram- kvæmdastjóra Heimilis og skóla. Hrefna sagði í því sambandi að þar hefði „Skóli án aðgreiningar“ mikil áhrif en að ný úttekt á skólastefnunni, og vinnuhópur sem ætti að fara ofan í saumana á henni, vektu bjartsýni um breytingar. „Að farið verði að vinna að frekari lausnum og að það verði betri stuðningur inni í skólunum. Margir foreldrar upplifa það sem svo að það sé ekki nægur stuðningur við börn sem þurfa sérúrræði og að það þurfi jafnvel fleiri sérkennara eða námsráðgjafa, eða einhvers konar betri og markvissari stuðning sem ég held að myndi létta álaginu af kennurum og foreldrum til jafns. Við erum auðvitað öll að vinna að sama markmiðinu, sem er að koma börnunum okkar til manns,“ sagði Hrefna. Förum ekki leið markaðarins Dagur B. Eggertsson benti einnig á að menntakerfið einkenndist um of af boð- valdsaðferðum sem ekki endurspegluðu það traust sem kennarar þyrftu að njóta. „Ég held að við séum að sumu leyti föst í menntapólitík sem grasseraði alþjóðlega fyrir 15 árum, þar sem talað er um að hið opinbera geti aldrei gert neitt rétt. Því þurfi að innleiða hugmyndafræði markaðarins og mælikvarða einhverrar fyrirtækjamenningar þar sem meginatriðið er að geta sagt skóla- stjórum hratt upp ef þeir eru ekki að standa sig. Og það er talað um að það sama eigi við um kennara og ég held að við þurfum að gera svolítið upp við þetta. Því að ef PISA hefur sýnt okkur eitthvað alþjóðlega er það að þau skólakerfi sem hafa hoppað á þessa hugmyndafræði, fóru að einkavæða skóla í stórum stíl, að staðla og stytta kennaranám og svo framvegis, þau skólakerfi hafa verið í frjálsu falli.“ Eins og að stýra skipi Það er kannski ágætt að enda þetta á orðum menntamálaráðherra sem sagði að verkefnið sem biði væri kannski ekki óáþekkt starfi skipstjórans: „Ég hef staðið í þeirri stöðu að stýra skipi, járnhólki með 15 karlpunga innan- borðs og vélin byrjar að hiksta og það er skítabræla. Í þeirri stöðu blasir við það verkefni að við ætlum að komast heilir í höfn. Þá verða allir að ganga til verka og nýta alla þá þekkingu sem þeir búa yfir til að drusla okkur heim. Þetta er bara ekkert öðruvísi verkefni. Við höfum verk að vinna. Það gengur ekki að einhver einn úr þessari 15 manna áhöfn eigi að leysa það. Við eigum að standa saman.“ Þátttakendur í pallborðsumræð- um á þingi KÍ. Frá vinstri; Kristján Þór Júlíusson menntamála- ráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ, Hrefna Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, og Svandís Ingimundar- dóttir, skólamálafulltrúi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Mjög margt í umhverfi kennslunnar, kennara og skólastarfs einkennist af átökum og ákveðnu vantrausti og í þessum hörðu átökum þá tapast svolítið fljótt þessi jákvæða mynd af áhugaverðu og skapandi starfi.“

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.