Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 32

Skólavarðan - 2017, Síða 32
32 VOR 2017 „Stjórnvöld eru hvött til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðsteðjandi kennaraskort á Íslandi.“ Á þessum orðum hefst frétt sem birtist á vef Ríkisendurskoðunar 27. febrúar. Þar er sagt frá nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunar- innar sem ber heitið „Kostnaður og skilvirkni kennara- menntunar. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri“. Niðurstöður skýrslunnar koma skólafólki vart á óvart. Aðsókn í kennaranám við báða háskólana hefur minnkað, og af því leiðir að sífellt færri leggja stund á kennaranám. Ályktunin sem dregin er af þessari stöðu er einföld; „Minnkandi aðsókn í kennaranám við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er alvarleg vísbending um yfirvofandi kennaraskort hér á landi“. Tölurnar bak við þessar niðurstöður eru grafalvar- legar. Haustið 2016 voru samtals 214 nýnemar skráðir við kennaradeildir HÍ og HA miðað við 440 árið 2009 (mynd1). Fækkunin nemur því 51%. Á sama tíma fækkaði skráðum nemendum við skólana tvo um 35% (mynd2). Afleiðingin er dregin saman í einni setningu í skýrslunni. „Nú er svo komið að háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni.“ Kennarar í öðrum störfum Ríkisendurskoðun fullyrðir að stjórnvöld hafi í raun flotið sofandi að feigðarósi. Ekki hafi verið hugað að dvínandi aðsókn í kennaranámið og því þurfi stjórnvöld að bregð- ast strax við. Fækkun kennaranema geti meðal annars haft í för með sér minni möguleika nemenda á sérhæfingu sem aftur þýði að menntun þeirra verði einsleitari. „Það getur aftur á móti leitt til minni gæða í skólastarfi og haft slæm áhrif á námsárangur barna og unglinga.“ Vandinn sé hins vegar ekki bara yfirvofandi heldur hafi skortur á leikskólakennurum verið viðvarandi síðustu ár. Ástæðunnar sé ekki einungis að leita í því að of fáir mennti sig í faginu. „Um þriðjungur stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum er nú skipaður leikskólakennurum en lög kveða á um að FÆKKUN KENNARA- NEMA Að HLUTA RAKIN TIL LENGINGAR NÁMSINS Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ná í dag ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.