Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 32
32 VOR 2017 „Stjórnvöld eru hvött til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðsteðjandi kennaraskort á Íslandi.“ Á þessum orðum hefst frétt sem birtist á vef Ríkisendurskoðunar 27. febrúar. Þar er sagt frá nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunar- innar sem ber heitið „Kostnaður og skilvirkni kennara- menntunar. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri“. Niðurstöður skýrslunnar koma skólafólki vart á óvart. Aðsókn í kennaranám við báða háskólana hefur minnkað, og af því leiðir að sífellt færri leggja stund á kennaranám. Ályktunin sem dregin er af þessari stöðu er einföld; „Minnkandi aðsókn í kennaranám við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er alvarleg vísbending um yfirvofandi kennaraskort hér á landi“. Tölurnar bak við þessar niðurstöður eru grafalvar- legar. Haustið 2016 voru samtals 214 nýnemar skráðir við kennaradeildir HÍ og HA miðað við 440 árið 2009 (mynd1). Fækkunin nemur því 51%. Á sama tíma fækkaði skráðum nemendum við skólana tvo um 35% (mynd2). Afleiðingin er dregin saman í einni setningu í skýrslunni. „Nú er svo komið að háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni.“ Kennarar í öðrum störfum Ríkisendurskoðun fullyrðir að stjórnvöld hafi í raun flotið sofandi að feigðarósi. Ekki hafi verið hugað að dvínandi aðsókn í kennaranámið og því þurfi stjórnvöld að bregð- ast strax við. Fækkun kennaranema geti meðal annars haft í för með sér minni möguleika nemenda á sérhæfingu sem aftur þýði að menntun þeirra verði einsleitari. „Það getur aftur á móti leitt til minni gæða í skólastarfi og haft slæm áhrif á námsárangur barna og unglinga.“ Vandinn sé hins vegar ekki bara yfirvofandi heldur hafi skortur á leikskólakennurum verið viðvarandi síðustu ár. Ástæðunnar sé ekki einungis að leita í því að of fáir mennti sig í faginu. „Um þriðjungur stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum er nú skipaður leikskólakennurum en lög kveða á um að FÆKKUN KENNARA- NEMA Að HLUTA RAKIN TIL LENGINGAR NÁMSINS Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ná í dag ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.