Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 47

Skólavarðan - 2017, Síða 47
VOR 2017 47 Kennarasambands Íslands, Heim- ilis og skóla og Skólameistara- félags Íslands. Þessir aðilar mynd- uðu samstarfsteymi sem veitti ráðuneyti og Evrópumiðstöðinni ýmsa aðstoð við undirbúning og framkvæmd. Úttektin fór fram frá hausti 2015 til ársbyrjunar 2017 og snerist um að kanna framkvæmd stefnu íslenskra stjórnvalda á sviði menntunar án aðgrein- ingar sem náði til leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, stofnana sem sjá um fjárveitingar til málaflokksins og allra aðila skólastarfs: nemenda, foreldra, starfsfólks skóla, skóla- og stoðþjónustu, rekstraraðila, kennarasamtakanna, háskóla sem mennta kennara og ráðuneyta. Í upphafi fór fram gagnrýnið sjálfsmat samstarfsaðila um úttektina á stöðu menntunar án aðgreiningar og var afrakstur þess að mótuð voru sjö áherslusvið, og á grundvelli þeirra voru skilgreind viðmið og vísbendingar sem lýsa umbótamálum í skólakerfinu sem vinna þurfi að. Gagnasöfnun Evrópu- miðstöðvarinnar vegna úttektarinnar og greining byggði á þessum viðmiðum og vísbendingum, og var byggt á þríþættum gögnum. Í fyrsta lagi upplýsingum um stöðu innleiðingar menntastefnu um skóla án aðgreiningar í skólakerfinu með samanburði við önnur lönd, í öðru lagi vettvangsathug- unum í einstökum landshlutum með rýni- hópum, skólaheimsóknum og viðtölum og í þriðja lagi viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir foreldra og starfsfólk skóla. Styrkleikar og vankantar Greining Evrópumiðstöðvar á gögnunum leiddi í ljós ýmsa vankanta á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar í skólakerfinu en líka styrkleika sem mikilvægt er að nýta í umbótaferli. Í lokaskýrslunni eru niðurstöðurnar settar fram í sjö meginköflum og fjallað um hvert þeirra sjö viðmiða og flokka vísbendinga sem lagðar voru til grundvallar í úttektinni og sem lýsa umbótamálum í skólakerfinu sem vinna þurfi að. Styrkleikar koma meðal annars fram í þeirri afstöðu að gildandi löggjöf og mennta- stefna myndi sterkan grunn og feli í sér stuðning við markmið og áherslur skóla- kerfis án aðgreiningar sem séu í samræmi við alþjóðasáttmála um réttindi barna og ungmenna sem Ísland hefur undirgengist. Samstaða er um þessi markmið og áherslur meðal flestra þeirra sem sinna menntamálum á öllum stigum skólakerfisins, og að mikil- vægt sé að vinna að menntun án aðgreiningar til að auka velferð í samfélaginu. Einnig er almenn samstaða um mikilvægi þess að skólar hafi svigrúm til að innleiða nýjungar og þróa skólastarfið og er fagleg starfsþróun starfsfólks skóla talin vera mikilvægasta lyftistöngin til að auka gæði menntunar án aðgreiningar í íslensku skólakerfi. Varðandi vankanta á framkvæmd Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ Mikilvægt er að fylgja niðurstöðum úttekt- arinnar vel eftir með víðtæku samstarfi. Stýrihópurinn sem menntamálaráðuneytið hefur lagt til að koma á fót gefur fyrirheit um það.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.