Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 52

Skólavarðan - 2017, Síða 52
52 VOR 2017 Eitthvað sem fjölskyldan getur sameinast um Aðalheiður var næst spurð um það hvað það væri sem heillaði hana svona mikið við Suzukiaðferðina. „Ætli það sé ekki margþætt hugmyndafræðin sem liggur að baki. Grunnhugmynd Suzukis um að allir geti lært, allir hafi hæfileika er mjög mikilvæg. Hræðilegar aðstæður eftir síðari styrjöldina þegar Japan var í sárum og fjölskyldurnar sundraðar höfðu áhrif á hann. Hann fann þarna að tónlistin gat verið einhvers konar sameiningartákn og notaði hana til að byggja upp fjölskyldur og samfélag. Hann vissi að heilbrigð fjöl- skylda væri grunnur sérhvers samfélags, tónlistin er bæði tækið sem við notum og ávöxturinn sem við njótum. Og svo eru allir velkomnir.“ Aðalheiður leggur mikla áherslu á einmitt þetta, að tónlistarnám sé bæði fyrir þá sem ætla að leggja fyrir sig tónlist og hina sem ætla ekki að gera það: „Það sem þú lærir í gegnum tónlistina er eitthvað sem þú tekur með þér hvert sem þú ferð. Ég held að það hafi verið þetta sem heillaði mig mest. Ég held líka að á Íslandi í dag sé mjög mikilvægt að fólk finni eitthvað sem fjölskyldan getur sameinast um.“ Gæti hugsað sér að kenna til áttræðs Auðvitað er Aðalheiður, eftir öll þessi ár, farin að kenna annarri kynslóð. „Ég kenni til dæmis dóttur fyrsta Suzukinemandans míns, hún var ein af fyrstu Suzuki-nem- endunum hér við skólann og auðvitað er það góð tilfinning að fólk vilji koma aftur, mjög góð tilfinning.“ Og Heiða er síst af öllu á þeim buxun- um að hætta að vera fiðlukennari: „Ég gæti alveg hugsað mér að kenna hér til áttræðs ef það mætti,“ segir hún með sínu hlýlega og fallega brosi. LÍTIL SAGA AF SUZUKI Suzuki var alltaf með gríðarlega marga nemendur og einhvern tíma er hann mjög hugsi frammi á gangi í tónlistar- skólanum og samkennari hans gengur fram á hann og spyr hann hvað hann sér að gera, hvort hann eigi ekki að vera að kenna. „Jú, jú, ég er bara að koma mér á þriggja ára stigið.“ Aðalheiður ásamt nemendum sínum á Svæðistónleikum Nótunnar sem fram fóru í Grafarvogskirkju í mars síðastliðnum.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.