Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 53

Skólavarðan - 2017, Page 53
VOR 2017 53 Korputorg | Blikastaðavegi 2 8 | S: 588 1000 | s: 577 6500 | www.takk.is Takk hreinlæti er með mikið úrval áhalda og búnaðar til hreingerninga. Hreinlega allt fyrir þrifin Tuskur, klútar, vagnar, moppur ofl. Netsöfnun býður upp á hentugar og einfaldar fjáröflunarleiðir fyrir félagasamtök og einstaklinga. Fjölbreytt vöruúrval og aðgengilegt viðmót. Fjáröflun á Netsofnun.is skilar árangri Korputorg | Blikastaðavegi 2 8 | S: 588 1000 | s: 577 6500 | www.takk.is Takk hreinlæti er með mikið úrval áhalda og búnaðar til hreingerninga. Hreinlega allt fyrir þrifin Tuskur, klútar, vagnar, moppur ofl. Netsöfnun býður upp á hentugar og einfaldar fjáröflunarleiðir fyrir félagasamtök og einstaklinga. Fjölbreytt vöruúrval og aðgengilegt viðmót. Fjáröflun á Netsofnun.is skilar árangri Tveir íslenskir útgefendur, ásamt útgefend- um í Færeyjum og á Grænlandi, taka nú þátt í tilraunaverkefni með dönsku kennslubóka- útgáfunni Systime. Í aprílbyrjun var haldinn kynningarfundur og námskeið um verkefnið sem miðar að því að kanna hvernig þessi danska útgáfuleið henti í löndunum þremur. Yfir 50 þúsund kennarar og 450 þúsund nemendur í Danmörku nota nú kennslubækur í gegnum kerfi Systime sem hefur verið í þróun síðan 2008. Kerfi þeirra er gagnagrunnur sem keyrt getur út kennslugögn hvort heldur sem margmiðlun- arbækur í vafra, hefðbundnar rafbækur, pdf- skjöl eða sem prentaðar bækur. Eitt útilokar ekki annað því efnið er sett upp með alla möguleikana í huga. Enska heitið yfir þetta útgáfuform er Single Source Publishing, eða SSP. Skólafólk í Danmörku hefur tekið þess- um möguleika vel. Yfir 65 skólar eru í áskrift hjá Systime og nota aðeins kennslubækur þaðan, en fjölmargir skólar kaupa einnig staka titla af fyrirtækinu. Systime hefur þegar gefið út 350 kennslubækur með þessum hætti en hátt í 100 titlar til viðbótar eru í vinnslu hjá þeim. Höfundar á þeirra vegum eru orðnir átta hundruð. Von er á fyrstu íslensku kennslubók- unum sem settar eru upp í Systime-kerfinu strax í haust hjá Forlaginu og IÐNÚ. „Ef þessi útgáfuleið hentar íslensku skólafólki vel gæti það leyst fjölmörg vandamál sem blasa við kennslubókaútgáfunni á öllum skólastigum,“ segir Laufey Leifsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, sem fylgt hefur samstarfsverkefninu frá því það fór af stað árið 2015. „Við erum virkilega spennt að sjá hvernig viðtökurnar verða þegar bækurnar fara í loftið. Þetta kerfi hefur marga kosti, ekki síst að það verndar höfundarrétt náms- efnisins og gerir okkur kleift að uppfæra og endurraða efninu og sérsníða það fyrir mismunandi notkun. En þessi leið gerir líka meiri kröfur til bæði útgefenda og höfunda. Það er bara ein leið til að komast að því hvernig þetta virkar hér á landi og það er að prófa.“ Nánari upplýsingar um kerfi Systime má finna á https://systime.dk. NÝ LEIð Í KENNSLU- BóKAÚTGÁFU Prentaðar bækur, rafbækur eða margmiðlunarbækur úr sama gagnagrunni. Þátttakendur á námskeiði Systime í Norræna húsinu í aprílbyrjun.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.