Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 55

Skólavarðan - 2017, Page 55
Nú berast enn á ný fréttir af hagræðingu og sparnaði innan framhaldsskólans. Enn er sungið gamla stefið um sparnað og aðhald og þannig hoggið í grunnstoðir samfélagsins. Framhaldsskólinn hefur búið við viðvarandi fjársvelti í gegnum góðæri og kreppur. Það virðist sama hvað fiskast í íslensku hagkerfi, menntun þjóðarinnar má alltaf sitja á hakanum. Rörsýn þeirra sem fara fyrir menntamálunum virðist vera að hugsa í kjörtímabilum og aldrei fram yfir næstu kosningar. Íslendingar verja minna fé en flestar OECD-þjóðir til framhaldsskólans og þrátt fyrir það þótti rétt að herða sultarólina enn frekar á síðasta kjörtímabili með skerðingum á innihaldi náms innan framhaldsskólanna og styttingu námstíma til stúd- entsprófs úr fjórum árum í þrjú. Sú stytting fól í sér skerðingu sem auðvitað skilar sér í því að íslensk- ir stúdentar eru verr undirbúnir en áður fyrir lífið og fyrir frekara nám. Samhliða skerðingunni var ákveðið að úthýsa nemendum yfir 25 ára aldri, nemendum sem margir hverjir standa höllum fæti félagslega, og eru með brotið bakland og aðrar aðstæður sem gerðu það að verkum að þeim tókst ekki að ljúka námi í framhalds- skóla á settum tíma. Nú getur þessi hópur ekki gengið lengur að námi í framhaldsskóla sem vísu og hans bíða einungis fáein og mun dýrari úrræði vilji hann ganga menntaveginn. Fögur fyrirheit um baráttu gegn brottfalli eru ekki pappírsins virði ef engir fjármunir fylgja þeim. Langflestir sem falla frá námi í framhaldsskóla glíma við mis- alvarleg félagsleg vandamál eða búa við sértæka námsörðugleika. Stuðningur við þessa nemendur kallar auðvitað á frekari sérfræðiþjónustu innan framhaldsskólans en þar þarf að fjölga í þeim teymum sem halda utan um aðra þætti en námið sjálft. Og nú þegar ný ríkisstjórn leggur fram stefnumótun sína fyrir núverandi kjörtímabil er nákvæmlega ekkert á dagskrá annað en frekara aðhald og sparnaður. Hverju mun slíkt skila? Menntun er nefnilega fjárfesting. Fjárfesting þjóðar til framtíðar. Bóndinn sem étur útsæðið sitt verður saddur um stund – en svangur þegar engin verður uppskeran. Að PISSA Í SKóINN SINN Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nem endur á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og er boðið upp á mismunandi leiðir. • Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í móttökustöð SORPU í Gufunesi. • Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð. • Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og starfsfólk. Í fræðslunni er lögð áhersla á um hverfis ávinninginn sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf, í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við flokkum rétt. Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK FRÆÐSLA HJÁ SORPU

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.