Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 9
/---:----------------------n AF ALÞJÓÐAVETTVANGI v__________________________y Verkalýðssamband Júgóslavíu telur nú y£ir 800.000 meðlimi, og hefur meðlimatalan vaxið á einu ári um 150.000. Þessi öri vöxtur byggist ein- göngu á því, að verkalýðnum er ljós sá mikli þátt- ur, er verkalýðssamtökin hafa átt í kjarabótum fólksins, endurbyggingu atvinnulífsins og vernd- un lýðræðisins í landinu. Uppbygging hinna einstöku félaga er þannig, að allir á sama vinnustað tilheyra sama félagi, og síðan mynda öll félög í sömu starfsgrein sitt lands- samband, sem síðan er meðiimur lieildarsamtak- anna. Stærstu landssamböndin eru: Samband járnbrautarverkamanna (meðl. 105.000), land- búnaðarverkamenn (meðl. 100.000), samband verkamenn í vefnaði (70.000) og málmiðnaði (54.000). Kosning í allar trúnaðarstöður innan' verka- lýðshreyfingarinnar er fullkomlega lýðræðisleg. Öll félög í hverri borg hafa sína samstjórn, svar- andi til fulltrúaráðanna hér, og hvert hinna 6 sameinuðu lýðvelda hefur svo sína yfirstjórn, er síðan lýtur yfirstjórn heildarsamtakanna. Sú stjórn er kosin á allsherjar þingi verkalýðssam- bandsins, er var haldið í fyrsta sinn í janúar 1945, næsta þing er ákveðið á vori komanda. Júgóslavneskir verkamenn geta verið hreyknir af þátttöku sinni í frelsisbaráttu Jrjóðarinnar. Júgóslavía er að mestu landbúnaðarland. 70% þjóðarinnar lifir á landbúnaði, en þrátt fyrir það var forysta frelsisbaráttunnar að mestu í höndum verkamanna og beindist því grimmdaræði Þjóð- verja mjög gegn þeim. í borginni Kragoevats, þar sem aðalhergagnaframleiðsla Júgóslavíu var, myrtu Þjóðverjarnir á einum og sama degi 7000 manns, nær eingöngu verkamenn. í borginni Kralievo myrtu þeir 5000 verkamenn. Svipað var það og í Preboole-námunum og í Kroatíu, Jrar sem bæði Þjóðverjar og ítalir unnu hermdarverk- in. I einum fangabúðum, Jasnavats, voru tugir þúsunda kvaldir til dauða. Og þau eru ekki fá þorpin þar, sem bókstaflega hvert einasta hús er jafnað við jörðu, svo að allt verður að reisast frá grunni. Verkamönnunum er það ljóst, að þyngstu byrð- ar endurreisnarinnar hvíla á þeim, og þeir hafa tekið á verkefninu með ekki minni hetjuskap en þeir sýndu í frelsisbaráttunni, með þeim ár- angri, að framleiðsla ýmsra iðngreina hefur þegar náð fyrirstríðsframleiðslunni. Fyrir baráttu verkalýðssamtakanna hefur verið samþykkt ný tryggingarlöggjöf, sem felur í sér mjög mikilvægar umbætur. Frh. á bls. 352 inu með erfiðleikum þeim, sem því fylgja fyrir verkalýðinn og samtök hans. Barizt skyldi fyrir framhaldi nýsköpunar at- vinnuveganna eins og skilyrði til lands og sjávar framast leyfa, en þó einkum lögð áherzla á eflingu sjávarútvegsins, ekki aðeins til fullnægingar brýn- ustu hagsmunum hlutasjómanna og vélbátaút- vegsins, heldur og þjóðarbúskapsins í heild, og að aflað verði erlendra markaða þar sem þeir fengj- ust varanlegastir og beztir með íslenzka hagsmuni í huga en ekkert annað. Islenzkum Jrjóðarauði, innan lands og utan, skyldi varið til uppbyggingar atvinnu- og menn- ingarlífs, en ekki látinn lengur verða hrís og sverð á land og þjóð í höndum heildsala, húsaokrara og annars braskaralýðs. Síðast en ekki sízt gerði 19. þingið sér þess ljósa grein, að mál þau, er hér hafa verið talin, eru hin örlagaríkustu fyrir land og þjóð, ekki aðeins sem brennandi velferðarmál vinnandi fólks, lieldur einnig og jafnframt sem meginþættir hins mikla öndvegismáls þjóðarinnar, sjálfstæðisbaráttunnar. Til þess að hin miklu verkefni verið giftusam- lega af hendi leyst, verða stéttarsamtök verkalýðs- ins á hinu byrjaða starfstímabili að efla einhug sinn og þjóðmálaþekkingu. — Án efa þurfa þau að beita samtakaafli sínu í ríkara mæli og márk- vissara til áhrifa á stjórn þjóðarbúsins og beita í því skyni fullkomnari og breytilegri baráttuað- ferðum en hingað til. Kemur þá í góðar þarfir, ekki aðeins samhent og raunhugul forysta, heldur einnig gagnkvæmur skilningur og gott samstarf sambandsfélaga og sambandsstjórnar. VINN AN 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.