Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 17
verkalýðsfélögin segi upp gildandi síldveiðisamn- ingum með það fyrir augum, að samræma kjörin algerlega og hækka kauptryggingu í samræmi við það sem segir í 1. lið. Samningar um dragnót og togbátakjör séu endurskoðaðir í því augnamiði, að ekki verði lætgri kjör við þær veiðar en annan titveg, og ekki lægri en 40% af brúttó afla. 6. Orlofsfé. Þingið krefst þess af Alþingi, að það breyti orlofslögunum í það liorf, að sjómenn njóti sama réttar um orlofsfé og aðrir launþegar. 7. Verbúðir og aðbúnaður sjómanna. Sam- bandsþingið felur miðstjórn að beita sér fyrir því að flutt verði á Alþingi lagafrumvarp um ver- búðir, og kveði það svo á, að allar verbúðir verði nægilega rúmgóðar, vel hitaðar og búnar nauð- synlegum hreinlætis- og matreiðslutækjum. Sjó- mannastofum sé komið á fót í öllum stærri ver- stöðvum og þar starfræktar sjómannalesstofur. Verkalýðsfélögin á hverjum stað hafi eftirlit með framkvæmd væntanlegra laga. 8. Löndun aflans. Komið sé upp vélknúnum löndunartækjum við allar síldarsöltunarstöðvar og fiskvinnslustöðvar þar sem mögulegt er. 9. Vöruvöndun. Kappkostað verði að auka vöruvöndun svo sem unnt er og einungis ábyggi- legir kunnáttumenn valdir til að hafa á hendi umsjón með verkun aflans. Matsmenn séu undan- tekningarlaust ekki í þjónustu aflakaupenda. 10) Um tæknilegar nýjungar í þágu útvegsins. Að ríkið heiti verðlaunum hverjum þeim, sem leggur til tæknilegar nýjungar í þágu útvegsins, svo sem beituskurðarvél, flökunarvél, flatnings- vél, hausskurðarvél fyrir síld, hentug flutninga- tæki o. fl. þ. h. 11. Innkaup á nauðsynjum útvegsins. Þingið skorar á Alþingi að láta ríkið taka að sér innkaup á nauðsynjum útvegsins (t. d. olíum og veiðarfær- um) og selji þær á kostnaðarverði. Guðmunclur Vigfússon, erindreki Alþýðusam- bandsins, flytur skýrslu kjörbréfanefndar. Með tilliti til þess að nú virðist svo horfa, að stór skortur verði á veiðarfærum til síldveiða á næstu síldarvertíð, vill þingið alveg sérstaklega skora á Alþingi og ríkisstjórn að gera þegar í stað ráðstafanir til innflutnings á þeim veiðarfærum, þar eð skortur á slíkum nauðsynjum myndi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir alla þjóðar- heildina. 12. Um beitumál. Að unnið verði að því að samræma að nokkru milli veiðistöðva beitunotk- un og beituskurð. Ennfremur verði haft eftirlit með því að ekki verði notað meira vatn við beitu- frystingu en nauðsynlegt er, enda verði fullt eftir- lit með að lögum um beitumat sé framfylgt.“ Eitt lielzta deilumál þingsins, Framsóknarmál- ið, var aígreitt með eftirfarandi tillögu: „Undirrituð leggja til, að 19. þing A. S. í. leysi hina svokölluðu Framsóknardeilu á þennan hátt að tilskildu samþykki á félagsfundum Framsókn- ar og Frey ju: 1. Verkakvennafélagið Framsókn og Þvotta- kvennafélagið Freyja sktdu bæði viðurkennd sem fullgild sambandsfélög. Framsókn sem félag al- Sigurður Guðgeirsson, forseti Iðnnemasam- bands Islands, flytur SHÍIfilllS' þinginu kveðju. : Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands ll?;. Vestfjarða, rœðir skýrslu sambandsstjórnar. ■k Y fe^ VINNAN 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.