Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Síða 18

Vinnan - 01.12.1946, Síða 18
mennra verkakvenna, en Freyja sem félag þvotta- kvenna í Reykjavík. Hvort félagið um sig hefur samninga við atvinnurekendur í sinni grein, og skulu félögin í samræmi við það afhenda þá samn- inga, er þau kunna að hafa fyrir hinn aðilann, og ef það er nauðsynlegt, segja upp samningum við atvinnurekendur, til þess að svo megi verða, þó aðeins eftir því sem uppsagnarákvæði gildandi samninga heimila. 2. Þær verkakonur, sem í Freyju eru, en vinna í starfsgreinum Framsóknar, mega vera áfram í Freyju, og gildir hið sama um þvottakonur þær, sem í Framsókn eru, en skyldar eru konurnar í báðurn þesstim félögum að hlíta samþykktum og samningum varðandi starfsgreinirnar, eins og þær eru á hverjum tíma í hvoru félaginu um sig varðandi þær starfsigreinir, er undir hvort félagið heyra — þó þannig að ekki komi í bága við ofan- ritað. — Konur, sem hér eftir bætast við í starfs- greinir umræddra félaga, skulu fara í Freyju, ef þær stunda vinnu þvottakvenna, en aðrar verka- konur skulu fara í Framsókn. 3. Félögin hlíti lögum sambandsins. 4. Að uppfylltum framangreindum atriðum samþykkir þingið að veita Verkakvennafélaginu Framsókn full réttindi í Alþýðusambandi íslands og sé deilan milli Verkakvennafélagsins Fram- sóknar og Þvottakvennafélagsins Freyju þar með úr sögunni. Jón Rafnsson Hannibal Valdimarsson Gunnar Jóhannsson Elísabet Eiríksdóttir Sigurrós Sveinsdóttir RagnarGuðleifsson." — Fleiri ályktanir og tillögur voru samþykktar og verða hinar helztu þeirra birtar seinna í Vinn- unni. Alþýðusambandsþingið lauk störfum sínum þann 16. nóv. og fór þá fram kosning forseta og sambandsstj órnar. Hermann Guðmundsson var endurkjörinn for- seti sambandsins, Stefán Ögmundsson endurkjör- inn varaforseti og Björn Bjarnason endurkjörinn ritari. Meðstjórnendur úr Reykjavík voru kosnir Jón Rafnsson, Guðgeir Jónsson, Sigurður Guðnason qg Kristinn Ág. Eiríksson. Meðstjórnendur utan af landi voru allir sjálf- kjörnir og eru Jrað þessir: Úr Hafnarfirði: Bjarni Erlendsson og Borgþór Sigfússon. Úr Austfirðingafjúrðungi: Bjarni Þórðarson og Inga Jóhannesdóttir. Úr Norðlendingaffórðungi: Gunnar Jóhanns- son qg Tryggvi Helgason. Úr Vestfirðingafjórðungi: Jón Tímóteusson og Markús Thoroddsen. Af Suður- og Suðvesturlandi: Sigurður Stefáns- son og Jóhann Sigmundsson. Varamenn voru kosnir samhljóða Norðurland: Páll Kristjánsson, Jóhann Eiríks- son. Austfirðir: Jóhannes Stefánsson, Sigurgeir Stefánsson. Vesturland: Ingimar Júlíusson, Jóhannes Gísla- son. Suð-suðvesturland: Björgvin Þorsteinsson, Páll Ó. Pálsson. Því næst flutti Alfred Skar, fulltrúi norska Verkalýðssambandsins, kveðju fyrir hönd erlendu fulltrúanna og óskaði Alþýðusambandinu og ís- lenzkum verkalýð allra heilla í framtíðinni. Þá tók til máls forseti |)ingsins, Þóroddur Guð- mundsson, og þakkaði fulltrúum vel unnin störf. Hinn endurkjörni forseti Alþýðusambandsins Hermann Guðmundsson, sleit þinginu með ræðu. Kvað hann meginstefnu sambandsins næsta kjör- tímabil að bæta kjör hinna vinnandi stétta og efla einingu þeirra. Flutti liann Norðurlandafulltrú- unum stutt ávarp qg færði þeim að gjöf frá sam- bandinu útskorna aska. Því næst hófst kaffisamsæti og stjórnaði Krist- inn Ág. Eiríksson því, en áður höfðu þingfull- trúar setið boð forseta íslands að Bessastöðum og boð atvinnumálaráðherra, Áka Jakobssonar, að Hótel Borg. Ekkert þing Alþýðusambands íslands hefur far- ið fram með jafnmiklum glæsibrag og Jietta 19. þing qg má telja gerðir þess hinar lieillavænleg- ustu. -K-K-K-K-k-K-K-K-k-K-K-X-K-K-^-K-K-K-K-K Hagsýn móðir Ólöf frœnka er í heimsókn og situr með Sissu litlu í kjöltunni og er að rabba við hana. — Ég tek inn lýsi á hverjum degi, seg- ir Sissa. — Og i hvert skipti, sem ég tek inn skeið, leggur mamma tíu aura i sparibaukinn minn. — En hvað gerir pú svo við alla tíeyr- ingana? spyrfrœnkan. — Mamma kaupir lýsi fyrir þá. 324 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.