Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Qupperneq 145
— 143 —
1965
örorka slasaða var metin af Páli Sigurðssyni tryggingayfirlækni.
Mat hans er dagsett 19. janúar 1965 og hljóðar svo:
„Vinnuslys 28. sept. 1959.
Slysið varð með þeim hætti, að slasaði, er var sendisveinn hjá Al-
þýðublaðinu, var að fara inn um dyr í Morgunblaðshúsinu og studdi
þá hönd á rúðu í hurðinni, en rúðan brotnaði, og gekk höndin í gegnum
glerið. Við meiðslið skarst drengurinn um hægri úlnlið og var fluttur
í Slysavarðstofuna. Samkvæmt vottorði Hauks Kristjánssonar, læknis
á Slysavarðstofu, þá var um að ra^ða skurð rétt ofan við úlnlið hægra
megin, og voru sundur sinarnar flex. carp. rad. og palm. longus (tvær
beygisinar úlnliðs).
Sárin virðast hafa gróið eðlilega.
Það liggur fyrir örorkumat frá..........lækni [sérfræðingi í lyf-
lækningum], dags. 15. sept. 1960, og er þar talið, að ekki verði um
varanlega örorku að ræða vegna slyssins.
Pilturinn hefur komið nokkrum sinnum til viðtals hjá undirrituðum
í desember 1964 og janúar 1965. Hann kvartar aðallega um dofa í
hægri hönd og verki í úlnlið og handlegg eftir áreynslu. Eðlilegt þótti
að senda hann til skoðunar hjá sérfr. í taugasjúkdómum, og liggur fyrir
vottorð frá...........lækni, dags. 17. desember 1964, og er það svo
hljóðandi: .
„Þ. H-son,..........., Reykjavík, f. 18. marz 1947, hefur verið hjá
mér til rannsóknar þ. 9., 15. og 17. desember. Samkvæmt eigin upplýs-
ingum og vottorði frá Hauki Kristjánssyni lækni, útgefnu 30. nóvem-
ber 1959, slasaðist sjúklingur þ. 28. september 1959 með þeim hætti,
að h. hönd hans slóst gegnum glerhurð, og við það skárust sundur tvær
beygisinar fingranna. Það kemur ekkert fram í vottorði Hauks Krist-
jánssonar né í örorkumati...........læknis [fyrrnefnds sérfræðings
í lyflækningum] frá marz og apríl 1960 um, að hann hafi fengið
áverka á taugar. Það var gert að sárum hans og sinar saumaðar saman.
Síðan meiðslin kvartar sjúklingur stöðugt um dofa í h. hendi og
þreytuverk eftir áreynslu í úlnlið og hendi. Skömmu eftir slysið fór
að bera á kippum í h. öxl þannig, að herðablaðið hreyfðist út að neðan
og handleggur um leið út. Þetta er nú að mestu horfið.
Hann virðist eðlilegur í framkomu. Höfuð- og heilataugar eru eðli-
legar. Ca. 2 fingurbi'eiddum ofan við h. úlnlið lófamegin er 5—6 cm
langt ör, liggjandi meir radialt, svo að áverkinn virðist tæplega geta
hafa náð n. ulnaris. Það eru dálítil herzli og eymsli á sárinu. Það eru
engar paresur eða rýrnanir á hendi eða handlegg h.m. Heldur ekki á
axlarvöðvum og herðablaðsvöðvum. Meðan á skoðun stendur, fær hann
nokkra áðuimefnda kippi í h. herðablað. Það eru eðlileg viðbi'ögð og
jöfn báðum megin. II- og kviðreflexar eru eðlilegir. Húðskyn er minnkað
á h. hendi upp á rniðjan framhandlegg, og virðist það ekki bundið við
perifera eða radikulær innervatioix og misjafnt við hverja skoðun.