Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Síða 165

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1965, Síða 165
— 163 — 1965 skálans undir morguninn og var þá illa til reika. Hann segir, að ein- manakenndin og lífsleiðinn hafi oft gripið sig áður án víns, en aldrei náð svo sterkum tökum á sér sem þetta kvöld. Nú telur hann, að þessar lífsleiðakenndir séu að mestu horfnar. Næst gerist það s.l. sumar og haust, að hann fer að finna hjá sér ástríðufulla löngun að stela bílum, þegar hann er undir áhrifum víns. Aldrei segist hann verða var við þessa löngun án áhrifa víns. 1 hvert sinn sem hann lenti á kendiríi, var hann nú á höttum eftir bíl, sem væri opinn eða hvort lyklar stæðu í honum, og loks var það í september s.l., að hann stal bíl og ók Þingvallahringinn og var þá gripinn. Hann telur sig muna vel eftir öllu ferðalaginu, en þar er hann einn til frásagnar, svo ekki verður vitað, hvort minni hans um það ferðalag er eins gott og hann sjálfur heldur. Þessi löngun til þess að stela bílum hélzt svo fram eftir hausti, en hann segist hafa barizt mjög við hana og telur nú, að henni sé útrýmt með öllu. Þessi bílstuldur verður að teljast næsta óeðlilegur af manni af hans gerð. Það skal einnig tekið fram, að hann átti greiðan aðgang að bíl föður síns. Þriðja atvik, sem telja verður næsta óeðlilegt, gerðist í júní s.l. I. var þá á skemmtiferð á skipi og hafði drukkið nokkuð. Hann hafði verið að lesa morðsögu, og um kvöldið fannst hon- um, að morðinginn hlyti að vera á skipinu. Þessi hugmynd var svo lifandi og sterk, að hann fór að leita um allt skipið eða þar, sem hann þorði að leita, í eldhúsi, búri, skápum o. s. frv. Þegar hann hafði leitað af sér allan grun, sofnaði hann, en þó man hann mjög óljóst, hvernig þessi grunur hvarf af honum. Þá er röðin komin að nóttinni, sem I. fekkst við íkveikjuna, og verð- ur margt af því, sem hér er sagt, endurtekning á skýrslu lögreglunnar, því I. segir mér frá atburðunum mjög í samræmi við það, sem hann sagði við yfirheyrslur. Þetta kvöld fékk hann sér nokkra sjússa heima hjá sér, en tók svo leigubíl niður að Hótel Borg og kom þar rétt fyrir lokun. Hann hélt, að þar væri ball, en svo var þó ekki, enda fimmtu- dagur. Hann settist við barinn og tók þar næsta mann tali, þótt hann þekkti hann ekki áður, ekki keypti hann vín, en bauð manni þessum vín, ef hann hefði húsnæði til að drekka það í. Það varð úr, að þeir fóru heim til I. og náðu þar í flösku og fóru með hana í hús á Njarðargötu, en þar átti þessi maður heima. Þeir komust seinna í kunningsskap við 2 félaga úr næsta herbergi og fóru að drekka með þeim. Hann segist svo að lokum hafa staðið upp til þess að fara og verið þá með fullri rænu og ekki verulega drukkinn. Hann man það síðast, að hann stóð við stigaopið og spurði félaga sinn, hvort hann hefði verið í frakka, og neitaði hinn því. Eftir þetta man hann ekki neitt, sem gerðist um nóttina, þar til lögreglan tók hann í annað sinn, utan óljósa hugmynd að einum eða tveimur atburðum, sem seinna verður sagt frá. Hann fullyrðir, að hann hafi verið einn, þegar hann fór úr húsinu á Njarðar- götunni, og aldrei verið í fylgd með neinum. Þetta er þó alrangt, eins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.