Börn og menning - 01.09.2006, Qupperneq 27
Brýr og brunnar
25
Það voru tvö naut og sex hrútar
steiktir á einum og sama teininum.
Með því tróð hann í sig þremur
tunnum af kartöflum og átján
rúgbrauðssneiðum á stærð við
elhúsborð í mannheimum. í eftirrétt
fékk hann graut úr berjum af
sextánhundruð rifsberjarunnum
(50).
Víðar í sögunum bregður svipaðri fyndni
fyrir. Gerður Kristný lýsir því til dæmis hvernig
sé fyrir Heimdall að eiga 9 mömmur og telur
samviskusamlega upp hvað hver og ein sendi
hann með í nesti í brúargæsluna.
Sögurnar eftir Auði Jónsdóttur fjalla
um sögur sem afi segir barnabarni sínu.
Strákurinn vill alltaf heyra sömu söguna,
ormasöguna, jafnvel þótt hann kunni hana
utan að og geti gripið inní verði afanum orða
vant. Sögustundinni fylgja ákveðnar hefðir,
strákurinn færir afanum kaffibolla og kemur
með athugasemdir á ákveðnum stöðum í
frásögninni. Þeir sitja í hægindastólum í
stofunni og á ákveðnum tímapunkti grípa
þeir um armana:
Nú nálgumst við óðum mest
spennandi hluta sögunnar og
grfpum báðir í stólarmana eins og
við séum í flugvél í brjáluðu óveðri;
það gerum við alltaf (151).
Afinn finnur á sér að strákurinn er að
eldast og hvetur hann til að spyrja spurninga.
Allt í einu finnur strákurinn að hann vill
meira, alls kyns spurningar vakna og afinn
leggur til að þeir ræði bara eina í einu.
Svörin eru ekki einföld: „Þúsund sögurfylgja
hverju svari hans en kannski eru alvöru sögur
þannig. " (1 59).
Afar gegna merkilegu hlutverki í sögum
Auðar, Úlfhildar, Þórarins og Andra Snæs. Svo
virðist sem ömmurnar séu meira í eldhúsinu,
með kaffi og slátur, og mömmunni hjá
Auði „líður best á háhæluðu skónum í
skartgripabúðinni sinni í Kringlunni og
þverneitar að fara lengra frá miðbænum"
(149). Afarnir verða þvf tengiliðir við
goðheima og náttúruna, hafa tíma til að sinna
börnunum og segja þeim frægðarsögur af
sjálfum sér auk annarra sagna. Afi og amma
Jörmun Gunnar búa í kjallara, ofan í jörðinni,
langafinn í sögu Andra bjó fyrir norðan þar
sem nú er eyðibýli, hann fræðir drenginn um
fugla, náttúruna og vef örlaganna.
Fjara og flóð
Náttúran kemur einnig við sögu f
Það kallast ögurstund eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur en goðsagan að baki er
skýring á náttúrufyrirbrigðum. Sagan lýsir á
Ijóðrænan hátt lífi Menju og Fenju sem eru af
jötnaættum, valdalausar ambáttir konunga.
Þar eru það menn sem fara illa með jötna og
þær þurfa að vinna hvíldarlaust. Þeim er rænt
og þær mala salt á kvörninni Grótta þar til
skip ræningjanna sekkur. Neðansjávar líður
þeim vel, þær mala salt og halda seltu sjávar
í jafnvægi. Þær stjórna og sjávarföllum:
Þegar hinn voldugi kvarnarsteinn
snýst bifast hafið. Það verður ýmist
flóð eða fjara. Þegar fallið er út og
komin háfjara liggur særinn kyrr
um stund. Þangað til að aftur byrjar
að falla að. Það kallast ögurstund.
Þá hvíla Menja og Fenja sterka
arma sfna og yfir þær kemur ró og
djúpur friður (76).
Flóð og fjara, líf og dauði. Jörmun Gunnur
tekur ástfóstri við egglaga stein sem minnir
hana á kalt enni móðurinnar dáinnar, finnst
hún þurfa að hlýja honum. Langafinn í
2093 er deyjandi og bróðir sögumanns er
nýfæddur, þeir liggja saman í rúmi. ( þeirri
sögu er unnið með örlaganornirnar þrjár.
Sagt er frá þegar drengurinn sér langafa
sinn dáinn en hann hefur aldrei áður séð
lík. Hann finnur kulda handanna og kveður
langafa sinn. Drengnum finnst allir hlutirnir í
herbergi afans gamlir og dánir með honum. (
sögunni rifjar strákurinn upp sögu sem afinn
hafði sagt úr stríðinu þegar líkin voru eins
og rekaviður f sjónum og afinn talar um það
sem verk grimmra norna, ekki manna. Lík eru
birtingarmynd þess sem sjálfið hafnar, tómur
Ifkami. Stelpan í Leyniþjónustu hrafnanna
sér tvo hrafna að borða kött og reynir að
stoppa þá, jafnvel þótt kötturinn sé frosinn
og hafi verið dáinn áður en hrafnarnir komu.
Hún þekkir köttinn og getur ekki horft upp á
fullkomið virðingaleysi hrafnanna sem þó er
náttúrulegt. Svo horfir hún á þegar kötturinn
er jarðaður út í garði, í tíu ellefu poka eins
og rusl, og veit að ormarmir éta það sem
hrafnarnir skildu eftir. Seinna í sögunni fer
stelpan með mömmu sinni, bróður sínum
og vinkonum mömmunnar, listakonum og
„atvinnumönnum f klikki" (131) í heimsókn
upp í sveit. Þær heimsækja mann sem er
nýfluttur f sveitina. Hann á von á þremur
hænum, mamman og vinkonurnar stinga
upp á sínum nöfnum á hænurnar en fá litlar
undirtektir, mamman reynir að leysa málið
með tillögu um Urði, Verðandi og Skuld.
Urður, Verðandi og Skurn segir maðurinn og
konurnar sem búnar eru að sjússa sig veltast
um af hlátri. Skurnin er tengd líki, gagnslausu
hylki og þegar þrjú svört dýr birtast við kirkjuna
og boða feigð fær óvarkárt talið og hegðunin
aðra merkingu. Enda á spágaldurinn eftir að
rætast ...
Niðurstaða sagnanna er sú að örlagatrúin
þýði ekki valdaleysi og uppgjöf gagnvart lífinu
heldur æðruleysi. Stelpan í Leyniþjónustunni
orðar þetta svo:
Allt sem lifir verður étið eða brennt,
ég neyddist til að skilja það, og
síðan finnst mér lífið inni í mér
merkilegt og hvernig allt hangir
saman á þessari plánetu.
... Það sleppur enginn. Það er hægt
að vera brjáluð af gleði og fegurð
samt (138-9).
Köttur og krummi
í umfjöllun þessari hef ég flakkað út og suður
og bent á ákveðin sameiginleg einkenni. Þær
sögursem orðið hafa útundan í umfjölluninni
eru alls ekki lakari og til að mynda eru
sögurnar 2093 og Það kallast ögurstund
mínar uppáhaldssögur enda löngum verið
hrifin af sorglegum sögum eins og Jörmun
Gunnur.
Óhætt er að mæla með Heilli brú. Góðar
bókmenntir gera lífið skemmtilegra, allt í
einu fór ég að taka eftir undarlega stórum
ketti út f götu og á hverjum morgni heilsa
mér tveir hrafnar á bílaplaninu í vinnunni.
Höfundur er framhaldsskólakennari