Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 31

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.05.1979, Síða 31
manns í sæti. Hafa verið til þessa flutt 5 erindi, um eftirfarandi efni: Sigurveig Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur skýrði frá alþjóðavinnumálastofnuninni í Genf. Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokka Reykja- víkur, flutti erindi um fullorðinsfræðslu. Kristján Thorlacius form. BSRB ræddi um viðhorfin í kjaramálum um síðustu áramót og svaraði fyrirspurnum. Ólafur Ófeigsson viðskiptafræðingur á Skattstofu Reykjavíkur, flutti erindi um skattaskýrslu og skattamál. Hinrik Bjarnason framkvæmdastj. Æskulýðsráðs Reykjavíkur, ræddi um ár barnsins og verkefni á því. Samtals hafa sótt þessi fimm erindi hátt á þriðja hundrað manns. Úrdráttur úr þeim hefur síðan verið birtur í Ásgarði hverju sinni. Handbók Á síðasta þingi BSRB var samþykkt að beina því til stjórnar bandalagsins, að hún beiti sér fyrir útgáfu hand- bókar fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Nokkuð hef- ur verið athugað um fyrirkomulag slíkrar handbókar og helst hefur verið um það rætt, að hún yrði lausblaðabók í stærðinni A-4. Þegar hefur verið safnað talsverðu efni í slíka hand- bók, en hún er ekki ennþá komin út nema að takmörk- uðu leyti, þ. e. a. s. að sumir þættir hennar eru þegar til fjölritaðir eða prentaðir og hafa verið notaðir sem heimildir í fræðslustarfi bandalagsins. Bandalagsstjórn ákvað að festa kaup á fjölritunartækj- um og niðurstaðan var sú að keyptur skyldi offset fjöl- ritari. Hann er nú nýkominn til landsins og verður not- aður í fyrsta skipti í sambandi við útbúnað á gögnum fyrir bandalagsþingið. Er þess að vænta að framkvæmd á útgáfu handbókarinnar verði því auðveldari, þegar þessi aðstaða er orðin fyrir hendi. Bréíaskólinn Guðjón B. Baldvinsson hefur verið fulltrúi BSRB í skólastjórn Bréfaskólans, sem bandalagið er eigandi að ásamt Sambandi ísl. samvinnufélaga, Alþýðusambandi ís- lands, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Stétt- arfélagi bænda og ICvenfélagasambandi Íslands. Auk Guð- jóns áttu sæti í fulltrúaráði bréfaskólans þeir Haraldur Steinþórsson og Þórir Maronsson. Skólastjóri Bréfaskólans var ráðin Esther Guðmunds- dóttir, en þegar hún lét af störfum þá tók við skólastjórn Birna Bjarnadóttir, kennari, sem áður hafði átt sæti í skólastjórninni sem fulltrúi BSRB. Bréfaskólinn hefur dafnaði mjög vel og vaxið starfsemi hans að undanförnu, en er rekinn með talsverðum rekstrarhalla. Á aðalfundi í maí ’79 tók Kristín H. Tryggvadóttir við sem fulltrúi BSRB í skólastjórn. Ásgarður og Hugi Á árinu 1976 komu út 4 tölublöð af Ásgarði samtals 164 blaðsíður. Meginefni þeirra var aðalkjarasamningur- inn í apríl 1976, sérkjarasamningar félaganna og skýrsla stjórnar fyrir bandalagsþingið á árinu 1976 og loks frá- sögnin af þinginu og samþykktum þess. Jafnframt hafði stjórn BSRB samþykkt að gefa út frétta- bréf til trúnaðarmanna á vinnustöðum og forystumanna bandalagsfélaganna og samtakanna. Fréttabréfið hlaut nafnið Hugi, var Haraldur Steinþórsson ábyrgðamaður þess. Kom fyrsta blaðið út 9. janúar 1976 og komu út á því ári 8 tölublöð, samtals 26 blaðsíður. Stærð blaðsins var A-4. Upplag Huga var 1600 eintök og ætlast var til að hann yrði festur upp af trúnaðarmönnum á vinnu- stöðum. Árið 1977 komu út 4 tölublöð af Ásgarði, samtals 132 blaðsíður. í þeim blöðum var kynnt kröfugerð BSRB, síðan sáttatillaga sáttanefndar og loks endanlegur kjara- samningur, sem samþykktur var af samninganefnd. Þá komu jafnframt út 12 tölublöð af Huga, samtals 42 bls. Þar af voru 3 tölublöð send til allra félagsmanna í BSRB og m. a. var reynt að dreifa einu þeirra í miðju verkfalli. Það tókst hins vegar fremur illa. Stjórn BSRB ákvað að á árinu 1978 skyldi eingöngu verið gefin út Ásgarður og hann sendur til allra félags- manna. Reynt yrði hins vegar að fjölga eintökum og koma hluta af því efni, sem áður fyrr birtist i Huga þannig fljótar til félagsmanna. Á árinu 1978 komu þann- ig út 7 tölublöð af Ásgarði, samtals 180 síður. Var leit- ast við að gefa upplýsingar um þau efni, sem efst voru á baugi hverju sinni fljótar en áður hefur verið gert í blöðum okkar. Þannig hafa á þessum þremur árum komið út 15 tölublöð af Ásgarði, samtals 476 síður. Áður höfðu mest komið út á 3ja ára tímabili 12 tölublöð, samtals 318 síður. Auk þess voru gefin út 20 blöð af Huga, samtals 68 síður. Útgáfukostnaður þessi 3 ár er að meðaltali um 6 millj. á ári eða rúmlega 600 kr. á hvern félagsmann árlega. Ritstjóri Ásgarðs er Haraldur Steinþórsson. Sigurjón Jó- hannsson, blaðamaður, hefur verið ritstjórnarfulltrúi í allmörg ár, en hann lét af því starfi á miðju sumri 1978 og þá var ráðinn í hans stað Guðni Kjærbo, blaðamaður við Alþýðublaðið. Ritnefnd á síðasta kjörtímabili skipuðu: Erna Arn- grímsdóttir, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Óli Vest- mann Einarsson, Landssambandi framhaldsskólakennara, Sigurður Svavarsson, Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og Þorsteinn Óskarsson, Félagi ísl. símamanna. Þegar Erna Arngrímsdóttir lét af störfum hjá ríkinu, þá var valinn í ritnefnd í hennar stað Jón ívarsson, Starfs- mannafélagi ríkisstofnana. ASGARÐUR 31

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.