BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 11

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 11
endurnýjað og aldrei gefin nein skýr- ing á því af hálfu þingflokksins. Nokkrum árum síðar var þingfréttarit- ara Morgunblaðsins veitt heimild til þess að fylgjast með þingflokksfundum og sumarið 1983 var þessi heimild endurnýjuð með bréfi til ritstjóra Morgunblaðsins. Við Matthías Jo- hannessen svöruðum þessu tilboði þá bréflega með því að afþakka það um leið og við þökkuðum þingflokki Sjálf- stæðismanna fyrir ánægjuleg samskipti um margra áratuga skeið. Þar með var lokið einu beinu tengslunum sem eftir voru milli Morgunblaðsins og Sjálf- stæpisflokksins. Á hinn bóginn hefur jafnan verið gott og vináttusamlegt samband milli ritstjóra Morgunblaðsins og einstakra forystumanna Sjálfstæðisflokksins þótt stundum hafi kastast í kekki eins og gengur. Morgunblaðið hefur verið málsvari sömu grundvallarhugsjóna í þjóðmálum og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á vettvangi stjórnmálanna. Afstaða Morgunblaðsins til einstakra mála og túlkun á stjórnmálaviðburð- um líðandi stundar getur hins vegar oft verið önnur en sú sem forystumenn Sjálfðisflokksins telja sér henta. Menn þurfa ekki lengi að lesa Morgunblaðið til þess að komast að því. Á milli Sjálfstæðisflokksins og út- gáfustjórnar Árvakurs hafa ekki heldur verið nein bein tengsl. Þó er rétt að geta þess, að Geir Hallgrímsson hefur verið formaður útgáfustjórnarinnar frá árinu 1969 og hluta þess tímabils var hann jafnframt formaður Sjálfstæðis- flokksins. Bjarni Benediktsson var um tíma varaformaður útgáfustjórnar og var á þeim árum einnig formaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorugur þessara manna gegndi þessum trúnaðarstörf- um í útgáfustjórn Árvakurs h.f. vegna formennsku sinnar í Sjálfstæðisílokkn- um heldur vegna eignarhlutar í hluta- félaginu Árvakri. STÓRIR LEIÐTOGAR Um það leyti sem Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstceðis- flokksins skrifaðir þú greinina ,,Sjálf- stœðisjiokkur á vegamótum". Þarseg- ir þú m.a. að tími stóru leiðtoganna sé liðinn. Hvað áttu við með þessum orð- um? — Tímarnir hafa breytzt. Stjómmálin vega ekki eins þungt í þjóðlífi okkar og áður. Völdin hafa dreifzt. Hlutur atvinnulífsins er meiri en áður. Forystumenn stórra atvinnu- fyrirtækja og atvinnuvegasamtaka og að nokkru leyti forystumenn laun- þegasamtaka hafa meiri áhrif á fram- vindu samfélagsins en flestir stjórn- málamenn. Að einhverju leyti á þetta Morgunblað verður til. BSRB-blaðið 11

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.