BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 15

BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 15
Meö fjárfestingu í stórri prentvél náöi Morgunblaðið miklu tæknilegu forskoti á önnur dagblöð. blaðamarkaðnum er fjölbreytni í ijöl- miðlum hér svo mikil að það er fráleitt að ætla að i þessari stöðu Morgun- blaðsins séu fólgnar einhverjar hættur. Við höfum margvíslegt aðhald, ekki sízt það að Morgunblaðið er blað allra landsmanna og verður að standa undir nafni hvað sem allri pólitík líður, enda er hún í afmörkuðum þáttum blaðsins. Fréttir og margvíslegt efni annað er undirstaða að velgengni blaðsins og áhrifum. I kjölfar mikillar fjárfestingar í tœknibúnaði boðaðir þú í Reykjavík- urbréfi að blaðið mundi á næstunni leggja þunga áherzlu á það að bœta þjónustuna við lesendur sína. Þýðir þetta að blaðið verði háðara lesendum sínum en eigendum? — Þetta þýðir einfaldlega að við sem hér störfum höfum þann metnað fyrir hönd blaðsins að gefa út gott dagblað. Haustið 1984 var tekin í notkun ný prentvél. Hún veitir mögu- leika á því að bæta þjónustuna við les- endur og auglýsendur. Með hjálp þess- arar tækni höfum við verið að bæta Morgunblaðið. í Iok ársins 1984 hóf- um við útgáfu á sérstöku menningar- blaði sem fylgir blaðinu á sunnudög- um við og við vonandi alla sunnudaga í framtíðinni eins og að er stefnt. í árs- byrjun 1985 hófum við útgáfu við- skiptablaðs, sem kemur út vikulega og á þessu ári og næstu árum eru fyrir- hugaðar margvíslegar breytingar sem munu bæta Morgunblaðið verulega eins og t.d. skýringarteikningar, sem að undanförnu hafa sézt í blaðinu og eiga eftir að setja svip á það í auknum mæli. Blaðið hefur eflzt mikið. Fyrsti áfangi nýs Morgunblaðshúss er risinn og annar er í undirbúningi. Tæknibún- aður blaðsins er mjög fullkominn. Blaðamönnum hefur fjölgað. Ritstjórn blaðsins hefur verið skipt upp í nokkr- ar deildir og sérhæfing þeirra sem hér starfa verið aukin. I stuttu máli sagt: Morgunblaðið blómstrar. Varðandi spurninguna um að vera háðir lesendum sem eigendum þá erum við auðvitað háðir lesendum blaðsins að því leyti að áhugi þeirra á blaðinu byggist á því, að okkur takist að koma til móts við óskir þeirra. Eig- endur Morgunblaðsins hafa sýnt okk- ur ritstjórum og öðru starfsfólki þann trúnað að fela okkur umsjón með merku blaði sem skipar sérstakan sess í íslenzku þjóðlífi. Ég vona að okkur takist að sýna þeim að við séum þess trausts verðir. En vegna þess að þú eignar mér þetta Reykjavíkurbréf, vil ég minna á að það er ritstjórnargrein, sem skrifuð er á ábyrgð ritstjóra blaðs- ins og ekki hægt að eigna þennan þátt einum fremur en öðrum. Svo er einnig um aðrar ritstjórnargreinarblaðsins. VERKFÖLL OG VINNUSTAÐA- SAMNINGAR Að loknum verkfallsátökum haustið 1984 lýsti Morgunblaðið því yfir að það mundi reyna að búa svo um hnút- ana í framtíðinni að ekki þyrfti að koma til lokunar blaðsins vegna átaka á vinnumarkaði. Ber að skilja þessa yfirlýsingu sem afstöðu til verkfalla eða verkfallsréttar? — Þessa yfirlýsingu ber ekki að skilja sem afstöðu blaðsins til verk- fallsréttar eða verkfalla. Blaðið er ekki þeirrar skoðunar að verkföll skuli bönnuð með lögum eða verkfallsréttur afnuminn. í þessari grein sem þú vitn- ar til er væntanlega verið að fjalla um verkfall bókagerðarmanna og þær afleiðingar sem það hafði fyrir dag- blöðin. Á 10 árum hafa verið tvö al- varleg verkföll á blöðunum á árunum 1974 og 1984. Fyrra verkfallið var sjö vikna langt það síðara stóð í sex vikur. Morgunblaðið greiddi starfsmönnum sínum, sem ekki voru í verkfalli, laun í fyrra verkfallinu öllu og í þrjár vikur í seinna verkfallinu. Það segir sig sjálft að þessar vinnudeilur voru þungt áfall fyrir Morgunblaðið og dagblöðin öll. Menn verða að gera sér grein fyrir því að komi til langra verkfalla af þessu tagi í framtíðinni munu einhver dag- blaðanna á Islandi gefast upp. Þær hugmyndir að gera samkomu- lag milli Morgunblaðsins og starfs- manna þess um launamál eru sprottn- ar úr þeirra röðum. Það eru starfs- mennirnir sjálfir sem hafa haft frum- kvæði að þeim viðræðum og hug- myndum og stjórnendur blaðsins hafa tekið jákvætt undir þær. Þetta kemur ekkert við afstöðu blaðsins til vinnu- deilna að öðru leyti. en hún er sú að launþegar hljóti raunverulegar kaup- bætur við gerð kjarasamninga en ekki gervikrónur. Verkfallsvopnið hefur oft verið kall- að „úrelt baráttutœki“ í ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins. Menn hafa verið brýndir til að leita annarra leiða. Hvaða leiðir eða aðferðir eru menn að tala um íþessu sambandi? — Sjálfur er ég mótaður í afstöðu minni til verkalýðshreyfingarinnar og kjarabaráttu af þeim samskiptum verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og ríkisvalds sem ég kynntist á viðreisnar- árunum. Ég er þeirrar skoðunar, að sú formúla sem þá var beitt til lausnar vinnudeilum sé ákaflega heppileg í samskiptum þessara þriggja aðila. En hún byggist á því að fulltrúar þeirra þori að gera það sem þeir telja mögu- legt og nauðsynlegt. Á viðreisnarárun- um voru aðstæður þannig, að einstakl- BSRB-blaöiö 15

x

BSRB blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.