BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 21

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 21
Hluti forystumanna VSÍ og ASÍ sem undirrituðu kjarasamninga eftir langar samninga- viðræður. Það er löngu viðurkennt að húsnæð- iskerfið sem íslendingar búa við er úrelt og þarf rækilegrar endurskoðunar við. Fá málefni hafa fengið jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum og allir virðast sammála um að til einhverra aðgerða verði að grípa til að leysa þann vanda sem þegar hefur skapast. Eigi ekki að úthýsa heilli kynslóð verður að aðlaga húsnæðiskerfið að þeim aðstæðum sem ríkja í þjóðfélaginu í dag. Þetta er nokkuð sem flestir eru sam- mála um hinsvegar greinir menn á um hvernig það skuli gert. Vorið 1985 var sett á laggirnar milliþinganefnd, skip- uð fulltrúum allra stjómmálaflokk- anna, sem hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig núverandi hús- næðiskerfi yrði breytt. Átti nefndin að skila tillögum sínum sl. haust en enn hefur ekkert bólað á þessum tillögum. Það gerist svo í samningaviðræðun- um I Garðastræti, að Alþýðusamband íslands og atvinnurekendur semja sín á milli um hvernig skipan þessara mála skuli verða. Húsnæðispakkinn, en svo hafa tillögur þessara aðila um skipan húsnæðis- og lífeyrismála gjarnan ver- ið kallaðar, er að mörgum álitinn einn merkasti áfangi kjarasamninganna. Hér á eftir verður reynt að rýna í nokkra þætti þessa samkomulags og skoðaðar bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar þess, auk þess sem viðbrögð ýmissa aðila verða athuguð. VIÐBRÖGÐ VIÐ SAMDRÆTTI Töluverður samdráttur hefur átt sér stað í nýbyggingum íbúðarhúsa und- anfarið og eru menn sammála um að ef ekki verður gripið til einhverra ráða mun skapast vandræðaástand hjá iðn- aðarmönnum nú í vor. Það þarf því ekki að koma á óvart að aðilar vinnu- markaðarins sáu að til einhverra ráða várð að grípa. Öðru megin við samningsborðið sátu fulltrúar iðnaðarmanna en hinu megin menn einsog Víglundur Þor- steinsson steypustöðvarstjóri. í sam- einingu bjuggu þessir menn til hús- næðispakkann svokallaða. Samkvæmt tillögum þessara aðila er lífeyrissjóðunum ætlað að veita mun meira fjármagni inn í húsnæðiskerfið en hingað til. Framlög lífeyrissjóðanna ákvarða svo rétt félaganna í lífeyris- sjóðinum til lána hjá Húsnæðisstofn- un. Til að sjóðfélagi öðlist lágmarks- réttindi til lána úr Byggingarsjóði ríkis- ins, verður lífeyrissjóðurinn að kaupa skuldabréf af ríkissjóði fyrir 20% af ráðstöfunarfé sínu. Réttindin fara svo stigvaxandi eftir því sem sjóðurinn kaupir ríkisskuldabréf fyrir stærri hlut af ráðstöfunarfé sínu. Kaupi lífeyris- sjóðurinn fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu öðlast sjóðfélaginn hámarksrétt- indi. Hámarkslán til kaupa á nýrri íbúð er 2,1 milljón króna, en til kaupa á eldri íbúð 1,5 milljón, eða 70% af ný- byggingarláni. Þetta miðast við að við- komandi einstaklingar séu að kaupa í fyrsta skipti. Séu hjón í sín hvorum líf- eyrissjóðnum, sem eyða mismiklu af ráðstöfunarfé sínu í kaup á ríkis- skuldabréfum, er tekið meðaltal af réttindum hjónanna, og þeim veitt lán út frá því. MANNRÉTTINDABROT Þessar tillögur hafa verið umdeildar. T.d. hafa skoðanir lífeyrissjóðanna verið mjög skiptar á ágæti þessara þeirra. Skiptir þar í tvö horn. Al- mennu lífeyrissjóðirnir hafa lýst sig hlynnta þessum hugmyndum, en Samband almennra lífeyrissjóða, sem lífeyrissjóður verslunarmanna er m.a. aðili að finna þessum hugmyndum allt til foráttu. Það sem einkum fer fyrir brjóstið á lífeyrissjóðunum er að þeir geta ekki lengur ákveðið hverjum þeir lána, þannig að bankastjórahlutverki þeirra sem stjórna lífeyrissjóðunum er lokið. Smákóngarnir hverfa, eins og einhver benti á. Þá verður þetta einnig til þess að það dregur úr lánagetu lífeyrissjóð- anna til atvinnulífsins. T.d. hefur líf- eyrissjóður verslunarmanna lánað verslun I landinu töluvert af ráðstöfun- arfé sínu og Lífeyrissjóður Samvinnu- manna Samvinnuhreyfingunni. Lífeyrissjóðir á landsbyggðinni hafa einnig þjónað sem fjárfestingasjóðir fyrir atvinnulífið hver í sinni heima- byggð, en með nýju reglunum munu þeir eiga erfitt með það. Óttast menn því að með þessum nýju reglum muni fjármagn streyma frá Iandsþyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Uppbygg- ingin mun ekki eiga sér stað úti á landi heldur fyrst og fremst á suðvesturhorn- inu. Lánin sem veitt eru eru til 40 ára og eru 3,5% vextir af þeim. Ríkissjóður þarf hinsvegar að greiða hæstu vexti af skuldabréfunum sem hann hefur selt lífeyrissjóðunum. Hámarksvextir eru 9% núna en búist er við að þeir lækki fari verðbólgan niður og er talað um að þeir verði um 7%. Þrátt fyrir það er vaxtamunurinn gífurlegur sem ríkis- sjóður þarf að greiða. Af einni milljón borgar lánþegi því 35.000 krónur á ári í vexti en ríkissjóð- ur 70.000. Af tveimur milljónum þarf lánþeginn því að borga 70.000 á ári plús verðbætur og afborganir af lán- inu. Dæmið lítur því líklega þannig út að íbúðarkaupandinn þarf að greiða mánaðarlega sem samsvarar meðal- leigukostnaði. Eitt af því sem mönnum finnst mjög umdeilanlegt við þetta nýja fyrir- komulag, er að þeir sem ekki eru í neinum lífeyrissjóðum, einsog t.d. þeir sem eru heimávinnandi, námsmenn eða aðrir sem af einhverjum ástæðum taka ekki þátt í atvinnulífinu, munu einungis eiga rétt á lágmarkslánum úr Byggingarsjóðinum. Er talið hæpið að I húsnæðislöggjöf- unni séu ákvæði sem skylda menn til að vera í lífeyrissjóðum og bent er á að BSRB-blaðiö 21

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.