BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 22

BSRB blaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 22
Kristján Thorlacius. Alþingi geti varla sett lög þar sem tek- in eru réttindi af fólki vegna stefnu ákveðinna samtaka í kjaramálum. „Ég tel að þetta sé mannréttinda- skerðing. Hvorki okkar samtök né önnur samtök launafólks geta samið mannréttindi af öðrum þorgurum landsins,“ sagði Kristján Thorlacius, þegar undirritaðir ræddi þessi mál við hann. Þó taldi hann að tæki fyrst stein- inn úr ef Alþingi ætlaði sér að setja lög sem gengu í sömu átt. LENGING í SNÖRUNNI Sérstakur kafli er í tillögunum um hvernig eigi að leysa bráðavanda þeirra sem nú eiga í erfiðleikum vegna misgengisins undanfarin ár. Er ætlunin að veita 300 milljónir til viðbótar við þær 200 milljónir sem áður hafði verið ákveðið að veita í þessi neyðarlán. í umræðum á Alþingi vorið 1985 var talað um að alls skyldi afla einnar milljónar til að leysa vanda þessa fólks, 300 milljónir átti að lána árið 1985 og 700 milljónir árið 1986. Þessi upphæð var svo skorin niður í 200 milljónir en nú munu lífeyrissjóðimir koma með 300 milljónirtil viðbótar. Sigtúnshópurinn svokallaði hefur lagt áherslu á að raunhæf lausn fáist á þessu vandamáli, að misgengið verði leiðrétt með þeinum aðgerðum t.d. með endurgreiðslum í gegnum skatta- kerfið. Þá leggur hópurinn áherslu á að þeir sem lent hafa í misgenginu síð- ustu ár geti gengið inn í nýja húsnæðis- kerfið, en samkvæmt tillögum Al- þýðusambandsins og atvinnurekenda er slíkt ekki með inn í myndinni. Sigtúnshópurinn vill líka að allir þeir sem misst hafa íbúðir sínar á síð- ustu árum vegna misgengisins fái full lán hjá Húsnæðisstofnun eins og um Ögmundur Jónasson. fyrstu kaup væri að ræða. Þá gerir hóp- urinn kröfu um að raunvextir af lán- unum lækki og verði ekki hærri en 2%. Undirritaður hafði samband við Ög- mund Jónasson, fréttamann, til að for- vitnast um afstöðu hópsins til þessara tillagna. Ögmundur taldi að það væri enn einu sinni verið að lengja í snör- unni og hér væri bara um að ræða áframhald á þeim aðgerðum sem ráða- menn hafa verið að gera. „Ef þeir hefðu gert eins vel við okk- ur og Bensumboðið þá hefðum við orðið nokkuð ánægð. Þeir veittu Bens- kaupendum skattaafslátt upp á 300 þúsund krónur á hvern bíl. Ef við hefðum fengið svipaða greiðslu fyrir hverja fjölskyldu sem staðið hefur í húsnæðiskaupum, þá hefðum við mátt vel við una. Það sem nú er gert er einfaldlega að auka eina ferðina enn viðbótarlán til þeirra sem komnir eru á heljarþröm. Þetta hefur verið gert síðustu árin með reglulegu millibili eða alltaf þegar fólkið hefur látið svo hressilega frá sér heyra að ekki hefur verið komist hjá því að gera eitthvað. Viðbótarlánin hafa vissulega hjálpað fólki til þess að komast úr vanskilum um stundarsakir, en síðan hefur sótt í sama horfið og sagan hefur margendurtekið sig. Ástæðan er einföld, lánin eru orðin of há miðað við greiðslugetu. Þetta á að sjálfsögðu fyrst og fremst við þá launamenn sem vinna sam- kvæmt kauptaxta. Þess vegna höfum við líka alltaf sagt að ekki megi nota þessi mál sem skiptimynt í samning- um um kaupið, því þá yrði sú hætta jafnan fyrir hendi að þær ráðstafanir sem gripið yrði til yrðu á kostnað kauptaxtans, eða með öðrum orðum, að frá hendi atvinnurekenda og ríkis- valds yrði það skilyrði sett fyrir hvers- kyns ráðstöfunum, að kaupið hækkaði ekki. Við megum aldrei gleyma því að misgengið varð einmitt til þegar kaup- taxtarnir fóru að standa í stað miðað við annað verðlag. Það sem mér finnst ónotalegast í sambandi við þessar ráðstafanir eru fagnaðarlætin og húrrahrópin,' sem borist hafa úr sölum Alþingis og beggja vegna samningaborðsins. Mað- ur spyr hversvegna þarf að hugsa svona smátt fyrirhönd þess fólks sem allir eru sammála um að hafi verið beitt órétti. Manni verður ennfremur spum, hvernig getur það gerst, að einn forsætisráðherra geti talað um stór- pólitísk mistök, sem verði að leiðrétta og að heil ríkisstjórn taki í sama streng með beinum eða óbeinum hætti, að heil stjórnarandstaða taki höndum saman og krefjist leiðréttingar á mis- genginu, að leiðarahöfundar allra dagblaða landsins taki undir þessar kröfur og síðan sé allt svikið. Hvernig getur þetta gerst og það meira að segja undir húrrahrópum. Menn eru nú með miklar æfingar í sambandi við bílverð og annað til að koma vísitölunni niður og þá ekki síst lánskjaravísitölunni. Þetta kostar að sjálfsögðu mörg hundruð milljónir en í þessu sambandi má ekki gleyma því að á lánskjaravísitöluna má hafa áhrif með öðrum hætti en í gegnum Bens- umboðið. Það má breyta henni með einum blekpenna í fjármálaráðuneyt- inu. Það er nú allt sem til þarf auk vilj- ans að sjálfsögðu," sagði Ögmundur Jónasson. BÚSETIOG VERKAMANNA- BÚSTAÐIR í húsnæðispakkanum er ekki stafur um húsnæðissamvinnufélög og búseta- formið. Hinsvegar er kafli um verka- mannabústaði og á að auka fé til Bygg- ingarsjóðs verkamanna um 200 mill- jónir á árinu. Á að hækka lánshlutfall- ið úr 80% í 85% og veita þeim sem eiga í erfiðleikum með útborgunina sérstök lán til tveggja ára. „Það má segja að verkalýðshreyfing- in hafi siglt fram úr sér með verka- mannabústaðakerfið, því að í raun eru íbúðir í verkamannabústöðum orðnar það dýrar að það borgar sig engan veg- inn að fjárfesta í þeim,“ sagði einn við- mælandi greinarhöfundar og bætti því svo við, að allur kaflinn um félagslegt húsnæði væri hálf kauðslega unninn. Nú er það vitað að meirihluti al- þingismanna er hlynntur því að Bú- setakerfið verði haft sem valkostur í húsnæðiskerfinu, en þar sem ákveðin öfl innan Sjálftæðisflokksins mega ekki heyra minnst á Búseta án þess að 22 BSRB-blaöið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

BSRB blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.