BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 37

BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 37
iMÁUÐ ER Staða verkalýðshreyfingarinnar á fjölmiðlamarkaði er klassískt vanda- mál. A fundum og ráðstefnum hafa þessi mál lengi verið rædd. Niðurstaða hefur engin orðið. Menn viðurkenna aukinn mátt fjölmiðla — aukið gildi upplýsingamiðlunar — og taka undir þau sjónarmið, að afstaða til samn- inga, eða verkalýðshreyfingar í heild, ráðist að miklu leyti af forsendunum, sem fjölmiðlar búa til í þessu sam- bandi. Þetta gildi um BSRB, verka- lýðshreyfinguna, Samvinnuhreyfing- una og reyndar allan hinn svokallaða vinstri kant stjórnmálanna. Eru menn þá yfirleitt að bera saman stöðu verka- lýðshreyfingar á þessu sviði og þeirra fyrirtækja sem gefa út dagblöð á borð við Morgunblaðið og DV. Haustið 1983 voru fjölmiðlamál á dagskrá bandalagsráðstefnu BSRB. Var þá rætt um stóraukna upplýsinga- miðlun á vegum samtakanna. Gerð var ályktun um að kanna möguleika á út- gáfu vikublaðs. Útvarpsmál voru á dagskrá og rætt var um að sérstakur blaðafulltrúi sæi um samskipti við fjöl- miðla. Leiddu umræður þessar til þess, að komið var á fót sérstakri fjöl- miðlanefnd BSRB, sem í átti sæti fjór- ir menn. Var þessari nefnd falið að fara yfir möguleikana á fjölmiðlasvið- inu og gera tillögur til stjórnar BSRB, hvernig stöðu samtakanna á þessu sviði yrði breytt. Nefnd þessi komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að útvarpsrekstur væri þess virði að möguleikar á því sviði yrðu kannaðir. Setti nefndin sér það markmið, sem fyrsta skref, að láta BSRB-blaðið 37

x

BSRB blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.