BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 47

BSRB blaðið - 01.04.1986, Side 47
leikritinu bráðsnjall leikari. Og forseti Bandaríkjanna er leikari, ef menn vilja sækja samlíkingu þangað. Þegar Burgess er spurður að því, hvemig honum finnist það að koma til íslands til þess að setja upp Shake- speare-sýningu, svaraði hann því fyrst til, að hann hefði reyndar aldrei áður sett upp sýningu á Shakespeare. Hans starf hefur til þessa eingöngu snúist um uppfærslur á nýjum leikritum. Og hann getur þess, að í breskum leikhús- um séu leikarar ráðnir til að leika til- tekin hlutverk, og það sé sér ný reynsla að vinna með fastráðnum leikurum. „í Bretlandi hefðum við verið komin hingað fyrr,“ segir hann. Og svo kom að því, að leikstjórinn lét leikarana renna viðstöðulaust í gegnum annan og þriðja þátt. „Til þess að hræða alla,“ sagði hann til skýringar og sat síðan hreyfingarlaus meðan annar þátturinn var leikinn milli rimlanna í Jóns Þorsteinssonar- húsinu. Eftir það gerði hann sínar at- hugasemdir, og þá helsta, að þetta yrði að ganga hraðar, og það sama sagði hann reyndar um þriðja þáttinn. „Þetta er mjög langt leikrit og við missum niður spennuna og jafnvel missum við áhorfenduma úr húsinu, ef við hægjum svona á.“ Og svo var haldið áfram, enda komið fram undir miðjan febrúar, og frumsýning fyrir- huguð í byijun mars. BSRB-blaðiö 47

x

BSRB blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.