BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 60

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 60
„....reyndist þá sendingin koma frá húsi Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut 1." (Úr skýrslu Radíó- eftirlits landsímans, 4.10. 1984). Fljólt kom á daglnn með hvaða hœltl þetta skyldi gert. Séð yrði til þess að Ríkisútvarpinu yrði haldið lokuðu í verkfalllnu og þannig skapaður jarðvegur fyrir ólöglegan útvarpsrekstur, eða þann anga „mannréttinda- baráttu sem er haflnn yfir lítil - slgldan orðhengils- hátt um lögbrot, rétt ríkislns til einhvers sem það getur ekki staðið undir“, eins og Ellert B. Schram komst að orði við hlustendur sína. skoðuð. Fyrstu þrjá daga októbermán- aðar — þá daga sem kæran í garð starfsmanna ríkisútvarpsins nær til — var haldið uppi nákvæmlega sömu þjónustu og sjálft ríkisvaldið hafði lagt til að yrði í verkfallinu. Með öðrum orðum, farið var í einu og öllu eftir úrskurði opinberra aðila í þessu efni. Þegar af þessari ástæðu má draga þá ályktun að það var ekki vegna óábyrgrar lokunar útvarps og sjón- varps að ákveðið var að stofna til málaferla. Það var ekki heldur vegna meintra ólöglegra verkfallsaðgerða starfs- manna Ríkisútvarpsins að ákveðið var að draga þá fyrir dómstóla. Ef svo hefði verið hefði að sjálfsögðu átt að láta hið sama ganga yfir þúsundir ann- arra. HÉR FÆDDUST ÚTVARPSMÁLIN Það sem hér var að gerast má hverju barni vera augljóst: í fæðingu voru út- varpsmálin. Þar gekk allt út á það að gera starfsmenn Ríkisútvarpsins að eins konar skiptimynt í hagsmunabar- áttu aðstandenda hinna ólöglegu út- varpsstöðva. Þessa aðila hafði útvarps- stjóri kært fyrir brot á útvarpslögum, en þeir svarað fyrir sig með því að krefjast þess að starfsmenn Ríkisút- varpsins yrðu sóttir til saka. í bréfi eig- enda og ritstjóra DV til ríkissaksókn- ara er það harðlega gagnrýnt, að út- varpsstjóri hafi ekki beitt starfsmenn ríkisútvarpsins „aga“, en í þess stað beint spjótum sínum að þeim aðilum sem á „þessum örlagatímum hafi tekið að sér að veita almenningi þá þjónustu sem ríkisvaldinu hafi reynst um megn að tryggja." Með öðrum orðum, reynt er að réttlæta ólöglega útvarpsstarf- semi í ljósi verkfallsaðgerða í Ríkisút- varpinu og koma allri sök yfir á þá sem þar áttu hlut að máli. í verkfallinu var því stundum hreyft að með því að leggja niður vinnu hefðu starfsmenn Ríkisútvarpsins auð- veldað frjálshyggjumönnum áróðurs- stríðið og töldu sumir að þetta myndi án efa flýta fyrir afnámi einkaréttar Ríkisútvarpsins. Þetta létu starfsmenn Ríkisútvarpsins sér hins vegar í léttu rúmi liggja, enda voru í þeirra hópi deildar meiningar um framtíð útvarps- rekstrar á Islandi. Með aðgerðum sín- um voru menn ekki að taka afstöðu til þessa heldur einfaldlega að taka þátt í lýðræðislegri réttindabaráttu. Þeir voru ásamt þúsundum annarra ríkis- starfsmanna að mótmæla valdanf $iu ráðamanna. í þessu tilviki var þa5 al- gert aukaatriði hver starfsvettvangur þeirra var: Útvarp eða sjónvarp, skóla- stofa eða Þjóðleikhús. Mótmælin áttu að sjálfsögðu ekkert skylt við löglegan eða ólöglegan útvarpsrekstur. . . . STOFNANIR SAMFÉFAGSINS Það kom hins vegar mörgum á óvart hve fúslega sumar stofnanir samfélags- ins tóku þátt í áróðursstríði fijáls- hyggjumanna og beinum aðgerðum þeim til aðstoðar, svo sem í útvarps- ráði og í menntamálaráðuneyti. Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra varð æf þegar hún frétti að út- varpsstjóri hefði kært stöðvamar ólöglegu og í lok verkfallsins mun hún hafa beitt sér fyrir því í ríkisstjóminni að aðgerðimar fyrstu þrjá daga októþer yrðu ekki inni í almennu uppgjöri eftir 60 BSRB-blaöið

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.