BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 69

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 69
FRESTUN AUKAÞINGS BSRB Stjóm BSRB ákvað á fundi sínum þann 9. apríl, að fresta aukaþingi þandalagsins þar til í nóvemþer 1986. Endanleg ákvörðun um þingdaga verður tekin síðar. í samþykkt stjóm- arfundar segir síðan: „Jafnframt þeinir þandalagsstjórn því til skipulagsnefnd- ar og stjórna þandalagsfélaganna að tíminn fram til þings verði notaður eins vel og kostur er á til umræðu og undirþúnings tillagna um skipulags- mál heildarsamtakanna og aðildarfé- laga BSRB.“ Þá var og samþykkt varðandi skipu- lagsmálin, að kalla formenn aðildarfé- laganna til fundar til að ræða þessi mál þann 21. maí n.k. TILNEFNINGAR Í RÁÐ OG NEFNDIR Á fundi stjómar BSRB, sem haldinn var 9. apríl, var gengið frá tilnefning- um í ýmsar nefndir. Bæði vegna ný- gerðra kjarasamninga og starfsins framundan. Guðrún Ámadóttir, framkvæmda- stjóri BSRB, og Sigurveig Sigurðar- dóttir voru tilnefndar í 1. maí nefnd, sem undirbúa á hátíðahöldin 1. maí n.k. Kristján Thorlacíus, formaður BSRB og Albert Kristinsson, varafor- maður BSRB, voru tilnefndir í sameig- inlega nefnd ríkisvaldsins, BSRB og BHM-R til að gera tillögur um breyt- ingar á lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og til þess að vinna með öðrum hagsmunaaðilum að und- irbúningi heildarlöggjafar um starf- semi lífeyrissjóðanna í landinu. Var samið um þessa nefndarskipan í síð- ustu samningum. f síðustu samningum var einnig samið um það, að kanna möguleika og kosti hóptrygginga fyrir einstaka hópa, eða félög ríkisstarfsmanna. Tilnefnd voru í þessa nefnd þau Viggó Jörgen- sen, SFR, og Steinunn Kolbrún Eyj- ólfsdóttir, St. Rv. Veigamikil krafa BSRB í síðustu samningum var krafan um fullan samningsrétt til aðildarfélaga banda- lagsins. Ekkert þokaðist í áttina hvað þetta atriði varðar. Ríkið bauð uppá þrengingu samningsréttar. Því var að sjálfsögðu hafnað. Undir lokin náðist samkomulag um að skipa nefnd til að undirbúa endurskoðun á samnings- réttarlögunum frá 1976. í þessari nefnd eiga sæti af hálfu BSRB þau Kristján Thorlacius, Einar Ólafsson, SFR, Ásta Sigurðardóttir, Starfs- mannafélag Akureyrarbæjar, Sigþrúð- ur Ingimundardóttir, HFÍ, og Sæ- mundur Guðmundsson, LL. Þá var um það samið í síðustu samningum, að skipa nefnd til að gera úttekt á launakerfi BSRB og móta til- lögur um breytingar á því. Tilnefnt hefur verið í 3 manna starfsnefnd af hálfu BSRB og eru þeir Bjöm Arnórs-. son, hagfræðingur BSRB, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SFR, og Gunnar Ingi Jónsson, fram- kvæmdastjóri St.Rv., í starfsnefndinni. Aðrir nefndarmenn eru: Kristján Thorlacius, Albert Kristinsson, Örlyg- ur Geirsson, Einar Ólafsson, SFR, Sig- þrúður Ingimundardóttir, HFÍ, Tómas Jónsson, LL, Ragnhildur Guðmunds- dóttir, FÍS, Þorgeir Ingvason, PFÍ og Haraldur Hannesson, St.Rv. BÆJARSTARFS- MANNARAÐSTEFNA ÍMAÍ Á fundi bæjarstarfsmannaráðs BSRB, sem haldinn var 9. apríl s.l. var ákveðið að boða til bæjarstarfsmanna- ráðstefnu í Reykjavík dagana 22.-23. maí n.k. Fyrirhugað er að ræða um samningamál bæjarstarfsmanna, skipulagsmál BSRB og aðildarfélag- anna og tölvumál. Um það bil 40 full- trúar eiga rétt til setu á bæjarstarfs- mannaráðstefnunni. BSRB-blaöiö 69

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.