BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 70

BSRB blaðið - 01.04.1986, Page 70
ORLOFSHUS Á fundi stjórnar BSRB þann 9. apríl var samþykkt svofelld tillaga vegna þeirra tólf orlofshúsa, sem gengu til BSRB við úrsögn K.I. úr BSRB: „Stjórn B.S.R.B. ákveður að afsala ekki að svo stöddu umráða- og ráðstöf- unarrétti til einstakra bandalagsfélaga á þeim 12 orlofshúsum, sem gengu til bandalagsins við úrsögn K.í. úr B.S.R.B. Jafnframt samþykkir bandalags- stjórnin að eftirtaldir aðilar fái hús leigð næsta sumar gegn sömu greiðsl- um og fulltrúaráð orlofsheimila sam- þykkti á aðalfundi sínum 13. mars 1986, þ.e. 54 þús. kr. fyrir stórt hús og 40 þús. kr. fyrir lítið hús yfir sumar- leigutímann: 1. Lífeyrisþegadeild kennara innan Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja 1 stórt hús og 1 lítið 2. Starfsmannafélag Ólafsfjarðarkaup- staðar og Starfsmannafélag Dalvík- urbæjar og Dalbæjar 1 stórt hús saman. 3. Að öðru leyti verði húsin boðin bandalagsfélögunum til leigu í sumar með þeim kjörum er að framan greinir.“ Var stjórn orlofsheimila falið að auglýsa þessa ákvörðun. LOGREGLUMENN SEGJA UPP STÖRFUM Hálft fjórða hundrað lögreglumanna hefur sagt upp störfum sínum og taka uppsagnimar gildi 1. júlí. Eru þetta u.þ.b. sextíu prósent starfandi lög- reglumanna í landinu. Að sögn Tóm- asar Jónssonar, formanns Landssam- bands lögreglumanna, er ekkert um það að lögreglumenn dragi uppsagnir sínar til baka. Lausafregnir herma að dómsmálaráðherra muni ætla sér að framlengja uppsagnarfrest lögreglu- mannanna um þrjá mánuði, en þann rétt hefur ráðherra. Með uppsögnum sínum vilja lög- reglumenn mótmæla vinnuþrælkun og öryggisleysi í starfi. Þeir telja að sífellt fleiri og erfiðari verkefni hafi hlaðist á lögreglumenn, m.a. vegna fleiri vín- veitingastaða, og að í raun og veru sé lögregluliðið í landinu of fámennt. Til að bæta úr þessu vilja lögreglumenn fjölga í liðinu og draga úr yfirvinnu með hagræðingu. Telja þeir að þetta megi gera án þess að slíkt hafi í för með sér útgjaldaaukningu fyrir ríkið svo nokkru nemi. Lögreglumenn benda á, að einmitt þeir hafi dregist mjög aftur úr starfs- stéttum,sem þeir hafa lengst af miðað sig við, og nefna í þessu sambandi kennara. Er mikill hiti í lögreglu- mönnum vegna kjaramálanna, enda finnst þeim ríkisvaldið hafa komið fram gagnvart hópnum af hinni mestu hörku. Á landsþingi lögreglumanna, sem haldið verður dagana 21,—22. apríl verða kjaramál og uppsagnir aðallega til umræðu. ORLOFSLEIGAN1986 Aðalfundur Fulltrúaráðs orlofsheimila BSRB hefur ákveðið leigugjöld fyrirárið 1986. Sumarið 1986 Vorleiga Stór hús Lítil hús 16. maí — 13. júní 2.700 kr. 2.100 kr. Sumarleiga 13. júní — 15. ágúst 3.600 kr. 2.600 kr. Haustleiga 15. ágúst — 12. sept. 2.700 kr. 2.100 kr. Aðildarfélög BSRB sjá um útleigu og úthlutun orlofshúsanna um sumar- tímann, þ.e. frá 16. maí — 12. september. Leiga húsanna utan þess tíma er afgreidd á skrifstofu BSRB. 70 BSRB-blaðið

x

BSRB blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BSRB blaðið
https://timarit.is/publication/1583

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.