Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 40

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 40
þessar mundir. í lok kjörtímabils náðist sam- komulag um nýtt samræmt lífeyriskerfi þar sem allt launafólk nýtur sambærilegra lífeyris- réttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opin- bera til að mæta ófjármögnuðum framtíðar- skuldbindingum vegna þeirra. Þegar þetta er skrifað bíður samkomulagið staðfestingar. Atvinnumál og nýsköpun Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að efla atvinnulífið með það að markmiði að auka verðmætasköpun. Lögð hefur verið áhersla á einfaldara regluverkog auka skilvirkni. Þá hafa skattalækkanir og afnám vörugjalda komið til framkvæmda til að efla inn- lenda verslun og um leið hag heimilanna. Samþykkt voru einfaldari og skýrari lög um ársreikninga, sérstaklega hvað varðar lítil fyrirtæki sem auðveldar skil ársreikninga fyrir 80% fyrirtækja. Miklar breytingar hafa orðið á sviði nýsköpunar í kjölfar aukins framlags en ríkisstjórnin samþykkti árið 2014 að auka fjárfestingar til vísinda og nýsköpunar um 2,8 milljarða króna. Hækkun um 800 milljónir kr. í samkeppnissjóði er þegar komin til framkvæmda. Á þessu ári mun síðan tveggja milljarða kr. hækkun koma til framkvæmda í samræmi við aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs. Áætluninni miðar vel og er fjölda verkefna nú lokið.Til að mynda hefurtekist að bæta hagtölugerð um íslenskt atvinnulíf og bæta samkeppnishæfi íslensks vinnu- markaðarfyrir þá sem stunda vísindi og nýsköpun Hluti áætlunarinnar snýr að því að efla mjög fjármögnun doktorsnáms með það að markmiði að árið 2016 verði 200 námsnema- stöður að fullu fjármagnaðar úr innlendum samkeppnissjóðum árlega. Þá samþykkti Alþingi frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra til breytinga á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem ætlað var m.a. að einfalda fjárfestum að fjárfesta hér á landi. Á kjörtímabilinu hefur ferðaþjónustan orðið ein mikilvægasta starfs- grein landsins. Gífurlegur vöxtur ferðaþjónustunnar: • Orðin stærsta uppspretta gjaldeyris í landinu. • Hefur leitt til mikillar fjölgunar starfa og fjárfestingar. • Fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. • Vel hefur tekist til við að fjölga ferða- mönnum yfir vetrartímann. • Almenn ánægja með Island sem ferða- mannaland. • Kynnt hefur verið ný ferðamálastefna og tímabundin aðgerðaáætlun til ársins 2020. • Tryggt hefur verið aukið fjármagn til upp- byggingar á ferðamannastöðum. • Unnið er að bættu öryggi ferðamanna. • Stjórnstöðferðamála stofnuð. Sjávarútvegur og landbúnaður í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að lög um veiðigjöld verði tekin til endurskoðunar. Veiðigjöld voru ákveðin með lögum vorið 2014 til eins árs. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um veiðigjöld, þar sem gert er ráð fyrir að festa fyrirkomulagið til þriggja ára. Unnið var að heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða og frumvarp samið en um það náðist ekki samkomulag í ríkisstjórn. Því tengt er tilbúið frumvarp um kvótamarkað. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að grundvöllur fiskveiðistjórnunar- kerfisins skuli vera aflamarkskerfi. Veiðum á makríl hefur frá árinu 2009 verið stjórnað með útgáfu veiðileyfa sem gilt hafa til eins veiðitímabils í senn á grundvelli reglugerða. Tímabært þykir að falla frá þessu fyrirkomu- lagi og lagt hefur verið fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að í stað þess verði settar afla- hlutdeildir til veiða úr stofninum til sex ára með framlengingarákvæði. Jafnframt er gert ráð fyrir sérstöku viðbótarveiðigjaldi á makríl. Á sviði stjórnsýslu sjávarútvegs hefur verið unnið að hagræðingu. Unnið er að sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnar í nýja stofnun, Haf- og 38 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.