Þjóðmál - 01.09.2016, Side 13

Þjóðmál - 01.09.2016, Side 13
dóttir og Steingrímur J. Sigfússon komust til valda með stuðningi Framsóknarflokksins 1. febrúar 2009. Mest lá þeim á að reka yfir- stjórn seðlabankans og ráða Norðmann til að stýra bankanum þartil MárGuðmundsson var skipaður í embættið. Síðan var ráðist gegn stjórnarskránni, unnið að inngöngu íslands í ESB, gripið til aðgerða til að friðþægja kröfuhöfum og ráðist í breytingar á skattalögum í anda sósíalista. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var veitt sjálfdæmi og Ijármálaráðherra Steingrímur J. gekkst upp í að njóta þar sérstaks trúnaðar. Vegið var að grunnkerfum samfélagsins og beðið eftir að Evrópusambandið leysti þjóðina úr fjármagnshöftum. Um leið og enn á ný sannaðist að sjávar- útvegurinn væri hornsteinn efnahags þjóðarinnar var vélað um leiðir til að eyði- leggja stjórnkerfið sem skapað hefur mestan arð í atvinnugreininni. Eitt af markmiðum ESB-aðildarsinna var að ganga að íslenskum landbúnaði dauðum. Þessir atburðir standa okkur svo nærri að undrun sætir verði þeir ekki kjósendum víti til varnaðar í komandi kosningum og minni þá á að í atkvæðisréttinum felst vald til að marka braut til framtíðar, að velja á milli feigs og ófeigs. Óheillaþræðirnir sem mynduðu Mynd: www.lumaxart.com kjarnann í stefnu Jóhönnu og Steingríms J. eru enn í höndum ýmissa sem bjóða sig fram í flokkakraðakinu sem er í boði 29. október. Stundarhagsmunir eru vissulega mikils virði mestu skiptir þó að stíga ekki skref sem gera illt verra. Besta niðurstaðan fyrir þjóðina 29. október yrði að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur fengju saman meirihluta að nýju. Þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað? f umræðum í kosningabarátt- unni vegna þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB er mikilvægt að bæði fjölmiðlamenn og almenningur átti sig á því að frambjóðendur einstakra flokka eru ekki alltaf að tala um sams konar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeir sem aðhyllast aðild að ESB vilja þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort haldi eigi áfram og Ijúka viðræðum. —r Andstæðingar aðildar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu af eða á um það hvort lands- menn vilji aðild að ESB eða ekki. Þjóðin var aldrei spurð, þegaraðildarumsóknin var samþykkt á Alþingi 2009. Af þessum sökum er ekki hægt að segja að flokkarnir séu sammála um þjóðar- atkvæðagreiðslur. Þeir eru að tala um tvær gjörólíkar atkvæðagreiðslur. Styrmir Gunnarsson á heimasíðu sinni, styrmir.is, 4. október 2016. ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 11

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.