Þjóðmál - 01.09.2016, Blaðsíða 53
þau um sjálf og kosta hana alfarið, enda reka
þau eigin rafveitu.
Algengt var árið 2015, að heimili greiddu
um 13,3 kr/kWh fyrir raforkuna án 24 % virðis-
aukaskatts (álfyrirtækin fá innskatt á móti),
og dreifingarþátturinn nam 57 % af þessu
verði. Sambærilegt orkuverð heimilanna við
ofangreint verð til álveranna var þannig 5,7
kr/kWh.
Raunhlutfallið = 3,4/5,7 = 0,6 = 60%, sem
staðfestir, að álfyrirtækin eru að greiða
ríflega sinn skerf (48%) af kostnaðinum í
íslenzka raforkukerfinu og munu gera það
að óbreyttu verði til sín upp að verðinu 7,0
kr/kWh til almennings. Taxtar þar fyrir ofan
eru óréttlátir að óbreyttum forsendum.
Síðan árið 2010, er nýr orkusamningur
var undirritaðurá milli RioTinto Alcan og
Landsvirkjunar, hefur að hennar hálfu því
mjög verið haldið á lofti, að hún gæti aukið
verulega við hagnað sinn með nýrri tegund
viðskipta, sem væru viðskipti við Englendinga
um sölu og kaup á raforku um sæstreng á
milli íslands og Skotlands í báðar áttir. Menn
hafa skipzt í tvö horn hérlendis um það, hvort
þessi viðskiptahugmynd Landsvirkjunar-
manna væri raunhæf eður ei. Vafi hefur ríkt
um þetta vegna upplýsingaskorts, en nokkuð
var bætt úr honum 12. júlí 20163)að hálfu
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og er þessi
sæstrengur viðfangsefni næsta kafla.
Aflstrengur á milli íslands og Bretlands
Ráðherranum barst skýrsla„Verkefnisstjórnar
sæstrengs" í júní 20163), hér eftir nefnd
Skýrslan, en af einhverjum ástæðum dró
hún birtingu skýrslunnar í u.þ.b. mánuð. Hin
sögulega„Brexit" þjóðaratkvæðagreiðsla
var á Bretlandi 23. júní 2016, en þrátt fyrir
að margra mati óvænta niðurstöðu hennar
heldur skýrslan fullu gildi sínu.
Árið 2010 birti Landsvirkjun spá sína um
þróun raforkuverðs í Evrópu. Samkvæmt
henni átti raforkuverð þar að vera orðið meira
en tvöfalt hærra nú, árið 2016, en reyndin
er, og jafnframt lýsti Landsvirkjun því yfir,
að hún stefndi að sömu hlutfallshækkun
raforkuverðs hérlendis og í Evrópu. Hér var
um kúvendingu stefnumörkunar um verðlagn-
ingu að hálfu ríkisfyrirtækisins að ræða,
sem afar litla athygli vakti, enda takmörkuð
umræða um hana. Fram að setningu nýrra
raforkulaga 2003 í samræmi við tilskipun
ESB um fjórgreiningu raforkugeirans hafði
stefna Landsvirkjunar verið, að raunverð
raforku til almennings skyldi lækka á hverju
ári, og það hafði gengið eftir. Árið 2010 voru
nýir herrar og frúr setzt í valdastólana, bæði
í Stjórnarráðinu og í háhýsi Landsvirkjunar
við Háaleitisbraut, með öðru vísi afstöðu til
grunnhlutverks Landsvirkjunar en ríkjandi
hafði verið frá stofnun fyrirtækisins, en ekki
hefur þó bólað á viðleitni fyrirtækisins, sem
er markaðsráðandi á fslandi, til að láta þróun
almenns raforkuverðs á íslandi fylgja slíkri
þróun í Evrópu. Er mjög gagnrýnivert, að
fulltrúar eigenda Landsvirkjunar, Alþingis-
menn, skuli ekki hafa gefið þessari einkenni-
legu verðlagsstefnu stjórnarfyrirtækisins
meiri gaum á sínum vettvangi. Landsvirkjun
virðist skorta aðhald.
Ráðið til að þrýsta raforkuverðinu hér-
lendis upp var að halda því á lofti, að
markaðsaðstæður mundu gjörbreytast
Landsvirkjun í vil með tilkomu tengingar á
milli raforkukerfa íslands og Englands, sem
væri nú tæknilega möguleg og mundi bjóða
upp á mun arðsamari orkusölu fyrir Lands-
virkjun en henni gæfist kostur á innanlands.
Með þessum áróðri var gefið í skyn, að
með tengingunni mundi verðlag raforku á
íslandi óhjákvæmilega hækka til samræmis
við enska raforkumarkaðinn41, og gagnvart
stóriðjunni var þannig látið í veðri vaka, að
afsetning allrar tiltækrar orku í landinu yrði
engum vandkvæðum háð, hvað sem í skærist
hér innanlands. Hvað skyldi Samkeppnis-
stofnun kalla slíka hegðun markaðsráðandi
aðila? Markaðsmisnotkun? Englendingar tala
um„market manipulation" í þessu samhengi.
Allt voru þetta þó Potemkín-tjöld fyrirtéðan
sæstreng til af afvegaleiða orkunýtingar-
umræðuna í landinu, því að ekkert handfast
vará bakvið þessa loftkastala talsmanna
Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefurhaldið
uppi þessum Pótemkín-tjöldum með því
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 51