Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 37
Auknu fjármagni verður veitt til heiibrigðismáia og breytingar gerðar íþeim tilgangi að auka skilvirkni íkerfmu. Þá er stefnt
að aukinni samvinnu heiibrigðisstofnana og markvissari verkaskiptinu auk þess sem ísienska heiibrigðiskerftnu er ætlað að
verða enn betur samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.
og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Loks
hefur verið settur á fót vinnuhópur um
eftirlitsstofnanir sem hefur verið að skoða
þær sérstaklega með hagræði, samræmi og
skilvirkni eftirlits að leiðarljósi.
Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt, að
tillögu forsætisráðherra, að fela forsætis-
ráðuneytinu að undirbúa stofnun stefnuráðs
innan Stjórnarráðs íslands. Stefnuráðið
hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og
samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnartil
að efla og bæta getu hennar til stefnumótun-
ar og áætlanagerðar. Hlutverk stefnuráðs
verður, að móta viðmið fyrir stefnumótun
og áætlanagerð innan Stjórnarráðsins, að
efla og samhæfa vinnubrögð ráðuneyta með
fræðslu, ráðgjöf og tilmælum og að leiðbeina
varðandi samspil við fjármagn og lagafrum-
vörp.
Heilbrigðis- og velferðarmál
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu var
stöðvaður með fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar-
innar. í kjölfarið var blásið til sóknar í
heilbrigðis- og velferðarmálum eftir lang-
varandi niðurskurðartímabil. ífjárlögum
ríkisstjórnarinnar hefur fé til heilbrigðismála
verið aukið verulega. Þar ber hæst innspýting
til Landspítala, í rekstrargrunn, viðhald og
til tækjakaupa. Árlegt fé til tækjakaupa á
spítalanum hefur verið aukið og rekstrarstaða
spítalans batnað um leið og gengið hefur
verið frá samningum við heilbrigðisstéttir.
Framkvæmdir við nýjan Landspítala hafa
verið tímasettar og í fyrsta skipti settar á
fjárlög. Um leið er hafin markviss endurnýjun
tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu, en hvoru
tveggja er ætlað að bæta starfsaðstöðu heil-
brigðisstarfsfólks og þjónustu við almenn-
ing. Um leið hefur verið unnið að því lækka
greiðsluþátttöku einstaklinga með frum-
varpi heilbrigðisráðherra um nýtt greiðslu-
þátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu.
Lögin koma til framkvæmda 1. febrúar 2017.
Liður í því að lækka greiðsluþátttöku er að
engar gjaldskrárhækkanir urðu um síðustu
áramót í heilbrigðiskerfinu.
Auknu fjármagni verður veitt til heil-
brigðismála og breytingar gerðar í þeim
tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Þá er
stefnt að aukinni samvinnu heilbrigðisstofn-
ana og markvissari verkaskiptinu auk þess
sem íslenska heilbrigðiskerfinu er ætlað að
verða enn betur samkeppnishæft við það
sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.
Aukin framlög endurspegla þær áherslur
í heilbrigðismálum sem ríkisstjórnin hefur
samþykkt og falla undir verkefni áætlunar-
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 35