Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 66
möguleikar verða einnig fyrir hendi fyrir
fiskiskipin. M.v. við núverandi eldsneytis-
notkun munu íslenzku fiskiskipin árið 2050
þurfa 1,2 TWh af raforku, og einnig munu
erlend fiskiskip þurfa raforku í íslenzkum
höfnum. Hafnir landsins gætu þurft að
afhenda um 200 MW meðalafl á ári innan
20 ára. Stærstu hafnir gætu þurft að geta
afhent samtímis 50 MW, sem gæti útheimt
2-3 dreifistöðvar við stærstu hafnirog eina
dreifistöð við flestar hafnir. Rafkerfi hafna
mun þurfa gagngerrar endurskoðunar við.
• Millilandaskip og flugvélar notuðu 249 kt
af eldsneyti eða 34 % af heild. Rafvæðing
þeirra, bein eða óbein með framleiðslu
eldsneytis, mun verða langt komin árið
2050 og þarfnast um 1,5 TWh/ár af
raforku.
Heildarraforkuþörf árið 2050,4,3 TWh,
til að leysa fljótandi jarðefnaeldsneyti af
Fljótdalsvirkjun. Heildarraforkuþörfárið 2050, til að leysa
fljótandijarðefnaeldsneyti afhólmi, er rúmur fimmtungur
núverandi raforkuvinnslu í iandinu. Til að anna þessu átagi
þarfað virkja 600-700 MW, sem ersvipað virkjað afl og í
Fljótsdalsvirkjun (Kárahnjúkar).
Mynd: Landsvirkjun
hólmi, er rúmur fimmtungur núverandi
raforkuvinnslu í landinu, og er svipað
orkumagn og nú er notað í landinu utan
langtímasamninga, þ.e. raforka til heimila og
almennrar atvinnustarfsemi í landinu.
Til að anna þessu álagi þarf að virkja
600-700 MW, sem er svipað virkjað afl og í
Fljótsdalsvirkjun (Kárahnjúkar).
Frá því að farið var að selja orku frá Búrfells-
virkjun árið 1969, hefur stóriðjan í raun greitt
niður raforkuverð til almennings. Ef virkjað
verður og reistar flutningslínur fyrir hag-
stæða raforkusölu til nýrrar stóriðju samhliða
aukinni raforkusölu til almennings í stað
notkunar hans á jarðefnaeldsneyti, þá kann
að takast að halda raforkuverðhækkunum
vegna þessarar miklu rafvæðingar, 600-700
MW, í skefjum. Þá verður kostnaður notenda
vegna þessarar nýju raforkunotkunar um
75 mialSK/ár með 24% virðisaukaskatti, og
þeir spara sér þá í eldsneytiskostnað um
175 mialSK/ár m.v. hráolíuverð 50 USD/
tunnu, svo að árlegur orkusparnaður verður
um 100 mialSK. Þar sem Ijárfestingarþörf í
virkjunum, flutningslínum og dreifikerfum til
notenda verður væntanlega undir 400 milkr,
þá er Ijóst, að myljandi arðsemi verður af
þessum framkvæmdum.
Raforka til ráöstöfunar á íslandi
Á tímabilinu 1970-2010 var yfirleitt gert ráð
fyrir, að hægt væri að virkja um 50TWh/ár af
raforku úr vatnsföllum og jarðgufu með hag-
kvæmum hætti. Síðan þá hefur vindorkan
bætzt við sem frumorkugjafi, og öldu eða
sjávarfallavirkjanir kunna að bætast við, en
engu að síður hefur verðmat á óraskaðri
náttúru hækkað mikið frá þessu„virkjana-
tímabili", svo að óráðlegt er að reikna með
meiru en 35 TWh/ár af raforku úr íslenzkri
náttúru. Nú þegar hafa verið virkjaðar eða
veitt leyfi til að virkja tæplega 20TWh/ár, og
samkvæmt Verkefnisstjórn RÁ 3'3) eru nú 18
virkjanakostir í nýtingarflokki, 1421 MW að
afli og 10,3 TWh/ár að orku. Að auki eru virkj-
anir með orkuvinnslugetu samtals 9,1 TWh/
ár í biðflokki. Ef reiknað er með, að samþykkt
verði á næstu rúmlega þremur áratugum
64 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016