Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 47

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 47
kjósendur um að hrunið hafi líka verið þeim að kenna. Vantraustið varð til þess að kjósendur hófu örvæntingafulla leitað betri stjórnmálamönn- um og þá skipti engu hvaða reynslu menn höfðu eða hvort þeir gátu yfirleitt stjórnað af viti. Fjarlægðin gerði það að verkum að flestir töldu stjórnmálamenn aðra dýrategund en hinn venjulega mann. Markmiðið var einfalt; finna fólk sem hafði aldrei komið nálægt stjórnmálum og ekki„svikið" - heiðarlegan og góðan einstakling. Þá birtist Jón Gnarr eins og þruma úr heiðskýru lofti. Hann sagðist ekki vera stjórnmálamaður, lofaði hátíðlega að svíkja öll loforðin sín og hann stóð við það, sveik þau öll og telja má hann í hópi orðheldnustu stjórnmálamanna sögunnar. Hinir örvæntingafullu kjósendur tóku ekkert eftir því þótt borgarstjórinn segði að frelsarinn hafi líklega verið„hommi" því hann var alltaf að faðma og knúsa karlmenn. Þeim þótti flott þegar Jón Gnarr þorgarstjóri mætti í viðtöl og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað væri í gangi í borgarmálunum. Það þótti bara nokkuð gott þegar borgarstjórinn sagði í viðtali við Gísla Martein að hann hafi ekki haft neina stefnu ífjármálum borgarinnar þegar hann óskaði eftir umboði til að stjórna henni. Færi einhver með bíl á verkstæði til manns sem kynni ekki að mæla olíuna? Nei - en svona tókst stjórnmálamönnum með klúðri að rugla kjósendur, þeir gleymdu að reglulegt samtal skapar traust. í kjölfar Jóns Gnarr og Besta flokksins komu Píaratar sem farið hafa með himin- skautum í skoðanakönnunum. Píratar höfðu enga hugmyndafræði sem miðar að ábyrgri efnahagsstjórn eða reynslu af að stjórna eða byggja upp traustan reksturfyrirtækja í opinberri eða einkaeign. Eina sem fólk dáðist að var sú staðreynd að þeir hafa„aldrei svikið kosningaloforð" - þess vegna ætti að gefa þeim tækifæri til að sanna sig. Píratar heimta að tillögur stjórnlagaráðs verði að nýrri stjórnarskrá, að ráðherrar sitji ekki á þingi og að allir fái þorgaða fram- færslu fyrir að gera ekki neitt. Þeim þykir það óttalega gamaldags að vinna fyrir peningum. Þessir langþreyttu kjósendur - sem treysta ekki lengur„f]órflokknum" - eru ekkert að spekúlera í hvað Píaratar eru að segja í raun og fáir „hefðbundnir stjórnmálamenn" eða fræðimenn taka til máls. Þessir langþreyttu kjósendur - sem treysta ekki lengur„fjórflokknum" eru ekkert að spekúlera í hvað Píaratar eru að segja í raun og fáir„hefðbundnir stjórnmálamenn" eða fræðimenn taka til máls. Ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs hefur engin mælanleg áhrif til góðs.Tillögurnareru ekki alslæmar en lykta mjög af almennum lögum og það er slæmt. Svo tekur það dómstóla langan tíma að aðlagast nýrri stjórnarskrá frá grunni og löggjafann að sjálfsögðu líka - það kostarað sjálfsögðu mikla peninga. Að ráðherrar sitji ekki á þingi er alger mark- leysa og flækir málin ef eitthvað er. Ekkert bendir til annars en flokkar sem ná meirihluta í kosningum velji ráðherra til að framfylgja sinni stefnu. Flækjan við það birtist m.a. í því að stjórnmálamenn þurfa að leiðbeina ráðherrunum sem þeir völdu í stað þess að ráðherra úr þeirra röðum vinni verkin - þeir hafa stefnuna en ekki endilega þeir ráðherrar sem þeir ráða. „Borgaralaun" er arfavitlausasta hugmynd sem stjórnmálaflokkur hefur borið á borð fyrir kjósendur - þau munu rústa öllu því sem byggir einstaklinga og þjóðir upp og ganga í berhögg við eitt af elstu lögmálum tilverunnar:„eins og maðurinn sáir mun hann uppskera." Svo hefur Birgitta Jónsdóttir sem leiðir listann í Reykjavík sagt að hún vilji alls ekki verða forsætisráðherra og það þykir bara fiott. En stjórnmálaleiðtogi sem hefur ekki kjark til að sanna sig í æðsta embætti þjóðarinnar er að sjálfsögðu vita gagnslaus. Þetta er allt á ábyrgð„fjórflokksins" og þar bera þeir allir jafna sök.Vegna þessað þeir hafa ekki náð að tala sig í hjarta þjóðarinnar á tungumáli sem hún skilur, þá treysta ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.