Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 46

Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 46
STJÓRNMÁL Jón Ragnar Ríkharðsson Skiljanlegt vantraust Á alþingi verður vart þverfótað fyrir stirðmæltum unglingum á ýmsum aldri - en það þótti sjálfsagt fyrr á árum, að stjórnmálamenn hefðu kunnáttu í ræðumennsku. Þegarfólk sem hefur atvinnu af að tala kann það varla - er eðlilegt að hinum almenna kjósanda lítist illa á mannskapinn. Brennandi hugsjónir vekja eldmóð í hjarta og láta tunguna næst um ósjálfrátt mæla ótal orð frá vörum sem lýsa þeirri framtíðarsýn sem hugmyndafræðin boðar - hugsjóna- eldurinn er betri en ræðunámskeið haldin af fremstu mælskumönnum. Þannig að líklega hafa fáir stjórn- málamenn brennandi hugsjónir - heldur eitthvað sem er meira í ætt við skoðanir. Eftir hrun urðu ákveðin tímamót í pólitík - traust á hefðbundnum stjórn- málaflokkum féll og það heldur áfram að falla. Því veldur m.a. ákveðinn fortíðarvandi - stjórnmálamenn hafa lengi haft þann sið að hunsa kjósendur á milli kosninga og fjarlægð er góð leið til að skapa tortryggni. í stað þess að rækta stöðugt tengsl rmilli þings og þjóðar - tala við kjósend- ur af einlægni hjartans hafa stjómmálamenn kosið að halda sig frá hinum almenna borgara, sennilega vegna þess að þeir óttast að fólk sjái að þeir eru ekkert merkilegri, gáfaðri eða L betri en annað fólk. Það er reyndar staðreynd - pólitíkusar eru ekkert annað en synir og dætur þessarar þjóðar. En þeim ber hinsvegar skylda til að hefja hugann ofar hefðbundnu dægurþrasi og láta fagrar hugsjónir lyfta sér á flug - vera óhræddir við nálægð við sig. Það gerir ekkert til þótt kjósendur átti sig á að stjórnmálamenn eru bara ósköp venjulegt fólk. En oftast fjárfesta þeir í rándýrri PR-ráðgjöf sem kennir þeim hegðun og atferli mikilmenna og það er auðveldara að leika en vera. Vegna þess að stjórnmálamenn vel menntaðir í leikara- skap og brellum eyndust ekki í neinum fötum þegar hrunið skall á - hrundi traustið á þeim um leið.Til að sanngirni sé gætt - þá vann ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins heilmikið afrek með neyðar- lögunum og allt var gert til að milda áhrif hins alþjóðlega fjármálahruns. í Ijósi þekkingar þess tíma er hæpið að segja stjórnvöld hafi gert mikil mistök - það er alltaf hægt að gera betur þegar horft er til baka. Vonandi lærum við af hruninu og verðum betur í stakk búin að takast á við næsta áfall. En helstu mistök stjórn- málamanna fyrir hrun var að þakka sér allt þetta gríðarlega peningaflæði - þá sannfærast 44 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.