Þjóðmál - 01.09.2016, Page 46

Þjóðmál - 01.09.2016, Page 46
STJÓRNMÁL Jón Ragnar Ríkharðsson Skiljanlegt vantraust Á alþingi verður vart þverfótað fyrir stirðmæltum unglingum á ýmsum aldri - en það þótti sjálfsagt fyrr á árum, að stjórnmálamenn hefðu kunnáttu í ræðumennsku. Þegarfólk sem hefur atvinnu af að tala kann það varla - er eðlilegt að hinum almenna kjósanda lítist illa á mannskapinn. Brennandi hugsjónir vekja eldmóð í hjarta og láta tunguna næst um ósjálfrátt mæla ótal orð frá vörum sem lýsa þeirri framtíðarsýn sem hugmyndafræðin boðar - hugsjóna- eldurinn er betri en ræðunámskeið haldin af fremstu mælskumönnum. Þannig að líklega hafa fáir stjórn- málamenn brennandi hugsjónir - heldur eitthvað sem er meira í ætt við skoðanir. Eftir hrun urðu ákveðin tímamót í pólitík - traust á hefðbundnum stjórn- málaflokkum féll og það heldur áfram að falla. Því veldur m.a. ákveðinn fortíðarvandi - stjórnmálamenn hafa lengi haft þann sið að hunsa kjósendur á milli kosninga og fjarlægð er góð leið til að skapa tortryggni. í stað þess að rækta stöðugt tengsl rmilli þings og þjóðar - tala við kjósend- ur af einlægni hjartans hafa stjómmálamenn kosið að halda sig frá hinum almenna borgara, sennilega vegna þess að þeir óttast að fólk sjái að þeir eru ekkert merkilegri, gáfaðri eða L betri en annað fólk. Það er reyndar staðreynd - pólitíkusar eru ekkert annað en synir og dætur þessarar þjóðar. En þeim ber hinsvegar skylda til að hefja hugann ofar hefðbundnu dægurþrasi og láta fagrar hugsjónir lyfta sér á flug - vera óhræddir við nálægð við sig. Það gerir ekkert til þótt kjósendur átti sig á að stjórnmálamenn eru bara ósköp venjulegt fólk. En oftast fjárfesta þeir í rándýrri PR-ráðgjöf sem kennir þeim hegðun og atferli mikilmenna og það er auðveldara að leika en vera. Vegna þess að stjórnmálamenn vel menntaðir í leikara- skap og brellum eyndust ekki í neinum fötum þegar hrunið skall á - hrundi traustið á þeim um leið.Til að sanngirni sé gætt - þá vann ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins heilmikið afrek með neyðar- lögunum og allt var gert til að milda áhrif hins alþjóðlega fjármálahruns. í Ijósi þekkingar þess tíma er hæpið að segja stjórnvöld hafi gert mikil mistök - það er alltaf hægt að gera betur þegar horft er til baka. Vonandi lærum við af hruninu og verðum betur í stakk búin að takast á við næsta áfall. En helstu mistök stjórn- málamanna fyrir hrun var að þakka sér allt þetta gríðarlega peningaflæði - þá sannfærast 44 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.