Þjóðmál - 01.09.2016, Síða 41
Staða sjávarútvegsins er á margan hátt góð. Afkoma hefur batnað, óvissa um
kerfið hefur minnkað, fjárfesting hefur tekið við sér og verðmæti afla eykst
þrátt fyrir að gengisþróun hafi verið óhagstæð og ýmis ytri áföll, svo sem missir
Rússlandsviðskipta, söluerfiðleika íNígeríu og neikvæð áhrif af Brexit. Vel hefur
tekist til við að bæta nýtingu aflans. Framleiðni í sjávarútvegi er mikii, greinin
stendur mjög framarlega á heimsvísu og styður víða um land vel við bakið á
ýmiskonar nýsköpun.
vatnarannsóknir. Megintilgangurinn er að
ná faglegum og stjórnunarlegum ávinningi
sem komi fram í enn öflugri stofnun með
fjölbreyttari þekkingargrunni starfsfólks. Þá
er unnið að breytingu á lögum um veiðar og
vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi
íslands.Tilgangurinn er að styrkja eftirlit með
fiskveiðum erlendra skipa til samræmis við
alþjóðasamning FAÓ um hafnríkisaðgerðirtil
að fyrirbyggja, hindra og uþpræta ólöglegar
og eftirlitslausar veiðar. Einnig er flutningi á
Fiskistofu norður á Akureyri að Ijúka.
I ráðuneytinu er unnið að breytingu á
lögum um umgengni um nytjastofna sjávar
í þeim tilgangi að einfalda og skerpa reglur
og gera aflaskráningu öruggari. Einnig er
unnið að frumvarpi til breytingar á lögum um
veiðar í fiskveiðilandhelgi fslands til að setja
skýrari og ítarlegri efnisreglur um tilteknar
leyfisveitingar vegna nýtingar nytjastofna
þ.e. sjávardýra og sjávargróðurs.
Staða sjávarútvegsins er á margan hátt
góð. Afkoma hefur batnað, óvissa um kerfið
hefur minnkað, fjárfesting hefur tekið við sér
og verðmæti afla eykst þrátt fyrir að gengis-
þróun hafi verið óhagstæð og ýmis ytri áföll,
svo sem missir Rússlandsviðskipta, söluerfið-
leika í Nígeríu og neikvæð áhrif af Brexit. Vel
hefur tekist til við að bæta nýtingu aflans.
Framleiðni í sjávarútvegi er mikil, greinin
stendur mjög framarlega á heimsvísu og
styður víða um land vel við bakið á ýmis-
konar nýsköpun.
Gengið varfrá nýjum búvörusamningi
við bændur og meginmarkmið hans er að
efla íslenskan landbúnað og skapa greininni
sem fjölbreyttust sóknarfæri. Einnig að auka
verðmætasköpun í landbúnaði og nýta sem
best tækifærin sem felast í sveitum landsins
í þágu bænda, neytenda og samfélagsins
alls.Til þess að ná þessum markmiðum eru í
samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að
ýta undir þróun og nýsköpun. Auk þess er
það stefna stjórnvalda að halda öllu land-
inu í byggð og samningarnir styðja við þá
viðleitni.
Menntamál
Áhersla hefur verið lögð á að efla fjölbreyti-
leika í námi og samráð við hagsmunaaðila
um skipulag. Um leið hefur verið aukin
áhersla á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar-
og listgreinum og efla tengsl við atvinnulífið.
Áhersla á samstarf við hagsmunaaðila um
þróun menntakerfisins og unnið gegn brott-
falli. Einnig áhersla á mikilvægi íþrótta-, tóm-
stunda- og æskulýðsmála og samþættingu
leiks og náms. Stutt hefur verið við skapandi
greinar, listnám verði aðgengilegt og viður-
kennt. Staðið hefur verið vörð um íslenska
tungu og staða íslensks táknmáls styrkt.
Á kjörtímabilinu var ráðist í viðamikla upp-
stokkun á menntakerfinu og tímamótasamn-
ingar náðust við kennara. Ráðist var í
styttingu náms og rekstrareiningar styrktar
til að bæta gæði náms. Lögreglunám var
fært yfir á háskólastig og samið um rekstur
Listframhaldsskóla. Gerður var þjóðarsáttmáli
um læsi sem hluti af aðgerðaáætlun íkjölfar
Hvítbókar um umbætur í menntun.
Námsgagna-og Námsmatsstofnun hafa
verið sameinuð í Menntamálastofnun sem
sinnir verkefnum þvertá málaflokka. Ráðist
hefur verið í breytingar á höfundalögum. Þá
hefur verið lagt fram frumvarp um námslán
og námsstyrki sem fella mun úr gildi lög um
ÞJÓÐA/IÁL hausthefti 2016 39